Brautin - 28.09.1977, Blaðsíða 3
BRAUTIN
FJÖLBREYTT STARF í FÉLAGSHEIMILINU
skilið, að því sé meiri sómi
Framhald af 4. síðu,
mánaða tímabili. Vafalaust hef-
ur eitthvað gleymst, t. a. m. má
geta þess, að Félag bæjarstarfs
manna hefur aðstöðu í einu her-
toergi á efstu hæð fyrir sína
starfsemi, stúkumar hafa sömu
leiðis eitt hertoergi fyrir smærri
fundi, og hefur verð mjög gott
að eiga samskipti við þá að-
ila um afnot af hertoergi þeirra
fyrir fámenna fundi. — Pá er
skrifstofa æskulýðsfulltrúa á
efstu hæð, og þjónar að vísi
einnig því hlutverki að vera
geymsla fyrir verkfæri og leik-
tæki hússins, en geymslurým
er af skornum skammti í hús-
inu. Sl. vetur hafði æskulýðs-
fulltrúi fastan viðtalstíma dag-
lega frá kl. 13.30—15.00 fyrir
þá sem þurftu að ná fundi
hans. Pótti það gefast vel og
verður sami háttur hafður á
framvegis.
Arnardrangur
f þessu aldna heilsugæslu-
setri er allnokkur starfsemi,
sem að nokkru fellur undir
starfsmi Æskulýðsráðs.
Á neðstu hæð hússins hefur
Lúðrasveit Vestmannaeyja að-
setur. Hafa þeir félagar inn-
réttað húsnæðið smekklega og
halda þarna æfingar sínar, auk
þess sem þarna er geymsla fyr-
ir hljóðfæri þeirra, nótur og
annað, sem þeim við kemur.
Myndlistarskólinn var til
húsa á annarri hæð, en mun
nú flytja í Félagsheimilið (til
toráðabirgða, eins og áður er
sagt). Tónlistarskólinn fær mið
hæðina til afnota, og verða þar
tvær kennslustofur ásamt lít-
illi skrifstofu og nótnageymsiu.
Þá hefur tekist samkomulag
með Tónlistarskóla og Lúðra-
sveit um afnot Tónlistarskól-
ans af húsnæðinu á neðri hæð
fyrir kennslu á blásturshljóð-
færi o. fl. Má segja, að Arn-
ardrangur verði í framtíðinni
nokkurs konar tónlistarmið-
stöð bæjarins, og er það vel.
Ljósmyndaklúbtour er og í
stóru herbergi á miðhæð og er
aðstaða öll þar hin fullkomn-
asta. Fremur dauft var yfir
starfsemi klúbbsins á síðasta
ári, en stendur til bóta í
haust. Öllu meiri gróska var
í starfi Myndlistarskólans, en
þar voru um 40 nemendur við
nlm sl. vetur.
Á efstu hæð hússins eru
nokkur herbergi undir súð, er
til stendur að nýta betur fyrir
félagsstarf og tómsunda. Ung-
templararfélagið Flakkarinn
hefur eitt þessara herbergja til
sinna afnota, og Lionsklúbbur
Vestmannaeyja annað. Þá hef-
ur Samkór Vestmannaeyja haft
eitt herbergi á rishæðinni fyrir
geymslu á sínum munum.
Nú í haust mun eiga að fram
kvæma gagngerar endurbætur
á Arnardrangi, og ber aðfagna
því. Petta hús á það vissulega
sýndur en verið hefur.
Starfið næsta tímabil
Hér að framan hafa nokkur
skil verið gerð því starfi, sem
unnið hefur verið í félags- og
tómstundamálum sl. vetur.
Það kann að vekja athygli
sumra, að Æskulýðsráð er ekki
sjálft virkur aðili að félags-
starfinu, eins og t. d. tíðkast
í Reykjavík, heldur eru það hin
ýmsu félög í bænum, er bera
hitann og þungann af félags-
starfinu. Petta er ekki vegna
neinna mistaka, heldur mörk-
uð stefna hér í Eyjum og við-
ar, að Æskulýðsráð sé ekki
sjálft að káfa í öllum hlutum,
heldur aðstoði hin ýmsu félög
í sinu starfi, t. d. með hús-
næði, tæki og annað. Pá hefur
Æskulýðsráð verið hvetjandi
við stofnun nýrra félaga og
klúbba og aðstoðað eftir föng-
um. Með þessu kerfi er mun
fleiri gefinn kostur á að kynn-
ast félagsstarfi en annars væri,
ef Æskulýðsráð væri hinn virki
aðili í félagsstörfunum, þálenti
þetta á fárra (og misviturra)
höndum.
Ekki er gert ráð fyrir nein-
um stórbreytingum á starfinu
í vetur, og verða að líkindum
farnar nokkuð troðnar slóðir.
Pó stendur til að auka nokkuð
klúbbstarfsemi í Félagsheimil-
inu með rýmra húsnæði á efstu
hæð. Sl. ár var t. a. m. reynt
að koma upp vísi að módel-
smíði og einnig að endurvekja
frímerkjaklúbb, en skortur á
leiðbeinendum háði því að úr
yrði. Fullur hugur er á því að
reyna þetta á ný. Þá munu
skellinöðrustrákar hafa hug á
að blása lífi í klúbb sinn, út-
vegun viðgerðarhúsnæðis fyrir
þá er í athugun, og fleira mætti
tína til. Pá hafa og ýmsir að-
il.ar sýnt áhuga fyrir eilítið
breyttu formi á diskótekum,
þar sem fleiri þættir en dans
koma til greina á slíkum
skemmtunum. — Verður þetta
allt til mergjar krufið í haust.
Pi hefur og nokkuð verið fjölg
að leiktækjum sem völ er á í
„opnu húsi“.að deginum til, og
er það von Æskulýðsráðs, að
vel verði um þau og hin eldri
tæki gengið.
Allmargir hafa spurt, hvort
ekki væri mögulegt að feta í
fótspor þeirra tómstundafélaga
sem hafa bátasmíði og sigl-
ingar á dagskrá. Sannarlega er
það áhugavert hjá þeim, sem
búa á eyju og haf allt í kring.
En að fróðra manna sögn og
ráðum, er þetta varhugaverð
íþrótt hér í Vestmannaeyjum.
Hér erum við alls staðar fyrir
opnu úthafi (ytri höfnin er allt
of lítil) og má lítið út af bera
til að illt geti af hlotist. Peir
aðilar, sem þetta hafa reynt
annars staðar á landinu, búa
allir við aðrar aðstæður, þar
sem slík hætta er ekki fyrir
hendi. Sú bátasmíð, seem hér
kæmi til greina, væri kajaka-
smíði, en reyndar munu vera
skiptar skoðanir manna á með
al um ágæti þeirrar íþróttar.
Að lokum má bæta því við,
að margir aðilar vinna mikið
og gott starf að æskulýðsmál-
um án hinnar minnstu aðstoð-
ar Æskulýðsráðs. — Skal þar
fyrst nefna íþróttafélögin, og
sömuleiðis skáta. Ekki máheld
ur gleyma skólunum 1 þessu
sambandi, og vert er að geta
þess, að hin ágætasta samvinna
hefur haldist milli Æskulýðs-
ráðs og þessara aðila, og verð-
ur vonandi áfram.
Höfum hafið pantanir á slátri.
★
Sírni 2220.
★
SCoSTAKJÖR
Sími 2220
t,
ii
i
■ii
ii
Bl FREIÐAEIGENÐUR
Eigum jafnan fyrirliggjandi:
PLATÍNUR
KERTI
PURRKUBLÖÐ
PERUR, SAMLOKUR
HASPENNUKEFLI
SPEGLAR
MÆLAR, 4 tegundir
BREMSUKLOSSA
ISOPON
VIFTUREFMAR
og ýmislegt annað.
Látið okkur um sérpantanir.
PÁLL porbjörnsson hf.
bílavörur
Bárustíg 1 Sími 1532
■
J