Brautin - 02.11.1977, Síða 2
BRAUTIN
BRAUTIN - VIKUBLAO
TJtgefand:: Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyjum.
Abyrgðarmaður: Hermann Kr. Jónsson.
Prentsmiðjan Eyrún hf.
Nátttröll
í Fylki, sem út kom 19. okt.
s.l. leggur ritstjórinn (annað
verður ekki séð) sig fram um
að gera lítið úr Framkvæmda-
og byggðaáætlun Vestmannaeyja
fyrir tímabilið 1977 — 1986 og
telur slíkar áætlanagerðir
einskis virði eða verra en það.
Sú var tíðin, að kapitalistar
töldu slikar áætlanir af hinu
illa og vildu láta lögmál fram-
boðs og eftirspurnar hvers dags
ein um að ráða öllu í efnahags-
málum heilla þjóða og heims.
álfa.
Þessi kenning kapitalistanna
varð fyrir ægilegu skipbroti í
heimskreppunni miklu um og
upp úr árinu 1930, enda var
kreppan bein afleiðing þessarar
stefnu.
Nú keppast kapitalistar, eins
og aðrir, við að gera hverskon-
ar áætlanir fram í tímann.
Á sama tíma og ritstjóri Fylk
is telur slíkar áætlanir ei'nskis
f
I
I!
I!
L!TIA BÚÐiM MEÐ LÁGA VERÐIÐ !
Verið hagsýn og verslið ódýrt
Lágt vöruverð - Aukin kaupgeta.
VERSLUN
GUNNARS ÓLAFSSONAR 0G CO H.F
Hólagötu 28 - Sími 1593.
virði, hamast flokksmenn hans
í ríkisstjcrn, á Alþingi, í Fram-
kv.stofnun, í lánasjóðum og
bönkum við að setja lög, sam-
þykkja reglugerðir og setja
hverskonar reglur aðrar, sem
útiloka fyrirgreiðslu frá ríki og
lá'nastofnunum til framkvæmda,
nema að framkvæmda-,
fjáröflunar- og greiðsluáætlanir
séu fyrir hendi. Án þess eru þeir
ekki til viðtals um neina fyrir-
greiðslu.
, Framkvæmda og byggða
áætlanir eru bæjarstjórnum
nauðsynlegar til að tryggja
sem best yfirsýn yfir þau verk-
efni, sem úrlausnar bíða og til
að tryggja sem besta nýtingu
þess fjármagns, sem fyrir hendi
er hverju sinni.
Þær eru sömuleiðis nauðsyn-
legar ef vænta á fyrrirgreiðslu
ríkisvalds og lánastofnana þeg.
ar ráðist er í meiriháttar fram-
kvæmdir.
Ritstjóri Fylkis er hálfri öld
á eftip tímanum í þessum efn-
um, þótt aðeins sé miðað við
kapitalista, hvað þá hina.
Mm.
il H
m
ia
is
is
la
is
isi
la
ia@{alsls(a@[glgg
m
&a
la
m
is
ia
Fasteignaúrvalið
er hjá okkur.
Viðskipita*
þjónustan h/f
Tangagötu 1
Sími 2000
Hvaðan kom fjármagnið?
Til hvers var það notað?
3. HLUTI:
f næst síðasta tölublaði Brautarinnar
skýrði ég frá því, í stórum dráttum,
hvaðan það fjármagn var komið, sem
bæjarstjórn hafði til umráða (eigna-
breytinga) -á 4ra ára tímabilinu 1973 til
1976. Samtals var um að ræða liðlega 2
milljarða skr. (2.019.1 milljón) brúttó.
f síðasta tölublaði Brautarf.nnar gat
ég um varanlegar framkvæmdir á sama
tímabili, sem kostuðu samtals 1.265 millj
króna.
Ein prentvilla slæddist inn í þá grein.
Sagt var að heildargreiðslur vegna
Áhaldahússins (hús og vélar) hafi ver.
ið 11 millj. kr. en átti að vera 111 millj.
f þessu blaði held ég áfram að skýra
frá því, hvernig þessum liðlega 2
milljörðum kr. var varið.
Allar tölur eru miðaðar við árslok ,76.
II. Framlög og viðskiptalán til stofnana
bæjarfélagsins.
A. Hlutafjárframlag til Herjólfs h.f.
60 milljónir
Þetta framlag var forsenda þess, að
ríkisstjórnin samþykkti smíði skipsins
og jafnframt forsenda fyrir jafnháu
hlutafj árframlagi ríkissjóðs.
Nú hefur ríkissjóður og bæjarsjóður
hækkað hlutafjárframlag sitt í 90 millj.
kr., hvor aðili.
B. Viðskiptalán til Herjólfs hf.
18 milljónir
Þetta lán var á sínum tíma veitt félag-
inu til að hjálpa því við að standa í skil-
um með umsamdar greiðslur til skipa-
smíðastöðvarinnar meðan á smíði skips-
ins stóð.
C. Framlag til Vatnsveitu 43 milljónir
Allt frá árinu 1966, eða frá því að
vin'.ia við vatnsveituframkvæmdirnar
hófust, hefur bæjarsjóður greitt veruleg
framlög með Vatnsveitunni og svo mun
enn verða næstu 3 — 4 árin a.m.k. eða
þar til greiðslum afborgana og vaxta af
stærsta láninu lýkur. Um s.l. áramót
námu eftirstöðvar af lánum Vatnsveit-
unnar alls 168 millj. kr.
Ef byggja ætti Vatnsveituna í dag,
mundi hún kosta um 2000 millj. kr. eða
sem svarar 1,7 millj. kr. á hverja meðal-
fjölskyldu í bænum.
D. Stofnframlag og viðskiptalán til
Hitaveitu. 41 milljón
Hér er annarsvegar um að ræða ó.
afturkræft stofnframlag bæjarsjóðs, skv.
framkvæmda- fjáröflunaráætlun veitunn-
ar (15 millj.) og hinsvegar viðskiptalán
til að flýta framkvæmdúm (26 millj.).
Áætlað er að mestur hluti stofnkostn-
aðar Hitaveitunnar verði fenginn að
láni, eins og hjá öðrum hitaveitum á
landinu, og ræðst byggingarhraðinn að
mestu af því, hve fljótt tekst að fá
nægilegt lánsfé til framkvæmdanna.
Um s.l. áramót var búið að verja u.þ.b.
145 millj. kr. til framkvæmdanna.
E. Viðskiptalán til Sjúkrahúss
Vestmannaeyja. 27 milljónir
Skv. lögum eiga daggjöld, sem sjúkra.
samlögin greiða, að standa undir rekstr-
arkostnaði sjúkrahúsa. Bæjarsjóðir og
aðrir sveitarsjóðir greiða svo aftur á
móti 15% af öllum útgjöldum sjúkra-
samlaga, en ríkissjóður afganginn.
ý óðaverðbólgu síðustu ára verða dag-
gjöld, sem ákveðin eru með allmargra
mánaða millibili, fljótlega of lág og
verður því alltaf um verulegan rekstrar.
halla að ræða. Sá halli er svo jafnaður
út með sérstakri hækkun daggjalda
næsta árs (svonefnd halladaggjöld) en
þá myndast aftur nýr rekstrarhalli þess
árs og þannig koll af kolli.
Þetta þýðir að bæjarsjóður, sem alla á-
byrgð ber á rekstri Sjúkrahússins, verð-
ur ávallt að binda meira og minna fjár-
magn í rekstrinum.
Hér er eingöngu átt við rekstur, ekki
stofnkostnað.
Þau framlög til stofnana, sem rætt hef
ur verið um í þessari grein, námu sam.
tals 189 millj. kr. á árunum 1973 til 1976.
f næsta tölublaði Brautarinnar mun ég
halda áfram að skýra frá því hvernig
fjármunum bæjarsjóðs var varið á 4ra
ára tímabilinu 1973 — 1976.