Brautin - 20.06.1978, Blaðsíða 3
BRAUTIN
3
Á undanfömum ámm hefur
Alþýduflokknum ranglega ver-
id legid á hálsi fyrir þad, ad vera
óvinur landbúnadarins.
Ástæda þess er helst sú, ad
fyrrverandi formadur flokksins
vard fyrstur til ad benda á þær
ógöngur, sem óbreytt stefna
mundi leida landbúnadinn í.
í stad þess ad breyta um
stefnu í tíma var áródursafli
núverandi stjórnarflokka beitt
af alefli til ad stimpla Alþýdu-
flokkinn sem óvin bænda núm-
er eitt. Nú er aftur á móti svo
komid, ad hver heilvita madur
sér, ad advaranir Alþýdu-
flokksins áttu fullan rétt á sér.
Nú er svo komid, ad allir sjá, ad
í óefni hefur verid stefnt.
Skynsamlegasta stefnan í
landbúnadarmálum hlýtur ad
vera sú, ad framleida þad sem
landsmenn þurfa sjálfir ad
nota, med sem minnstum til-
kostnadi, en lítid sem ekkert
þar framyfir. Jafnframt verdi
bændum í reynd tryggd sam-
bærileg kjör og adrar stéttir
hafa.
Þad gefur auga leid, ad í
hardbýlu landi, eins og íslandi
getur landbúnadur varla ordid
samkeppnisfær um verd á
heimsmarkadi vid þjódir, sem
búa vid miklu betri skilyrdi frá
náttúrunnar hendi. Ad ekki sé
talad um þegar þær hinar sömu
þjódir greida sjálfar nidur verd
á framleidsluvörum sínum med
einum eda ödrum hætti. Þad
hlýtur því jafnan ad verda
verulegt tap á útflutningi
landbúnadarvara og ber því ad
fordast slíkan útflutning eftir
föngum.
Þar vid bætist, ad um ofbeit
og henni fylgjandi gródureyd-
ingu er ad ræda vída á afréttum
landsins og ber því einnig af
þeirri ástædu ad draga úr
saudfjárhaldi.
Aukin hagræding og þad, ad
hver bóndi fyrir sig hagnast á
aukinni framleidslu veldur því
audvitad, ad alltaf er hætta á
verulegri offramleidslu vid
núverandi adstædur.
Um hugsanlegar úrbætur nú
og í næstu framtíd vil ég segja
þetta:
1. í dag er búið á mörgum
jördum vídsvegar um land-
ið, þó síst á Sudurlandi,
sem ekki er vel til búskapar
fallnar og geta ekki með
edlilegum hætti tryggt
ábúendum sínum
sómasamleg kjör. í þeim
tilfellum er búskap haldid
áfram á þessum jördum af
þeirri einföldu ástædu, ad
eigendurnir geta ekki selt
fyrir vidunandi verd, þótt
þeir annars vildu hætta
búskap. Þó er sumstadar
þörf á sérstökum studningi
vid bændur í rýrari sveit-
um, sem þarf ad halda í
byggd, vegna byggdarsjón-
armida.
2. Tilraunabú ríkisins eiga ad
takmarka framleidslu
landbúnadarvara vid þad,
sem naudsynlegt er til-
raunanna vegna.
3. Letja ber, fremur en
hvetja, til búskapar í þétt-
býli í þeim tilfellum, sem
búfjárhaldid er fremur
sport en atvinna.
4. Hugsanlegt er ad greida
bændum skadabætur í ein-
hverju formi fyrir ad
minnka ásetningu.
5. Því mikla fjármagni, sem
nú fer í greidslur útflutn-
ingsbóta, væri miklu betur
varid til ad studla ad auk-
inni neyslu innanlands.
Tökum t.d. íslenska
Iambakjötid. Daglega
heyrir madur fólk tala um,
ad nú hafi þad ekki lengur
efni á ad kaupa lambakjöt í
matinn nema svo sem einu
sinni í viku. Med því ad
beina, þótt ekki væri nema
litlum hluta af því fé, sem
nú fer til útflutningsbóta,
til aukinnar nidurgreidslu
kjöts hér innanlands,
mundi neysla þess aukast
verulega. Allir vidurkenna
ad betri matur og hollari
fáist varla. Þar vid bætist,
ad slík rádstöfun mundi
lækka
framfærsluvísitöluna veru-
lega og þar med verdbólg-
una í landinu, án nýrrar
skattlagningar.
6. Studla ber ad aukinni
fjölbreytni í framleidslu
landbúnadarvara.
7. Lánsfé á ekki ad beita til ad
audvelda fjölgun býla.
Miklu fremur til endurbóta
og aukinnar hagrædingar á
þeim býlum, sem fyrir eru,
og til ad audvelda ungum
bændum jardarkaup.
8. Sídast en ekki síst. Þad
verdur ad draga verulega
úr og helst stödva verd-
bólguna í landinu. Verd-
bólgan er bölvaldur allra
framleidsluatvinnugreina.
Engann þeirra leikur hún
þó eins hart og landbún-
adinn.
Þad er athyglisvert ad nú
-eftir fjögurra ára stjórn hinna
sjálfskipudu bændaflokka-
skuli hagur bænda vera verri en
um langan tíma og þad þrátt
fyrir óhemjumikid fjármagn,
sem varid er til útflutningsbóta.
Greinilegt er, ad stefna í
landbúnadarmálum hefur um
langan tíma verid röng í veiga-
miklum atridum.
Ef rétt er, ad bændur séu nú
verst setta stétt landsins, þá er
þad vissulega í verkahring
Jafnadarmanna, ad koma þeim
til hjálpar.
Mm.
Ostur í ábœti
Paprikuostur
Ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma.
í hann er blandað ferskri papriku.
Að utan er hann þakinn rauðu paprikuduftL
ostur er veizlukostur
í sídustu Alþingiskosningum
(1974) nádi Karvel Pálmason
kjöri á Vestfjördum fyrir Sam-
tök frjálslyndra og vinstri
manna.
Sigur Karvels þýddi þad, ad
Magnús Torfi Olafsson vard
landskjörinn þingmadur Sam-
takanna, en Magnús fékk 1650
atkvædi í Reykjavík, en hefdi
þurft 3434 til ad verda kjör-
dæmiskosinn.
Nú er Karvel búinn ad yfir-
gefa Samtökin eins og allir
adrir fyrrverandi þingmenn
flokksins (þeir voru 5 árid
1971) ad Magnúsi Torfa und-
anskildum.
Mikid vantar á ad tvöföldun
á hlutfallslegu fylgi Samtak-
anna í Reykjavík dugi fýrir
kjördæmiskosnum þingmanni
þar og er Reykjavík þó eina
kjördæmid, sem einhver
minnsta von er á slíku. Ef þad
tekst ekki, fá Samtökin engann
þingmann, því nú hjálpar
Karvel Pálmason ekki lengur
upp á sakirnar.
Ef svo ólíklega færi samt, ad
Magnús Torfi nái kjöri í
Reykjavík þá fá Samtökin
annan landskjörinn þingmann í
Reykjavík. Um fleiri Iands-
kjörna þingmenn getur med
engu móti verid ad ræda.
Oll atkvæði greidd Sam-
tökunum utan Reykjavíkur, og
þá um Ieið einnig í Suður-
landskjördæmi, geta því alls
engin áhrif haft nema til þess
eins, ad tvístra fylgi lýdrædis-
sinnadra jafnadarmannaog
eydileggja atkvædi þeirra og
styðja þar með vid bakid á
stjórnarflokkunum.
Þetta hafa allir fyrrverandi
þingmenn Samtakanna gert sér
grein fyrir (adrir en Magnús
Torfi) og flestir þeirra hafa
gengid til lids vid Alþýdu-
flokkinn.