Fréttablaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 6
16. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Frá kr. 77.900 Prag Hotel ILF Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Hotel ILF. 23. apríl í 4 nætur með afslætti. 23.-27. apríl I 1.-5. maí Hvað er þetta ESB? ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM EVRÓPU SAMBANDIÐ EN ÞORÐIR EKKI AÐ SPYRJA Stutt, hnitmiðað og aðgengilegt námskeið um Evrópusambandið í Evrópustofu, Suðurgötu 10. MIÐVIKUDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 20 – 22 Eins kvölds námskeið um sögu, uppbyggingu, stefnu og hlutverk Evrópusambandsins í víðu samhengi. Eiríkur Bergmann prófessor og Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent verða með skemmtilega og fræðandi kynningu á sambandinu og helstu þáttum Evrópusamvinnunnar. Ókeypis aðgangur og léttar kaffiveitingar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið evropustofa@evropustofa.is Laugardagur Árásarmaðurinn hóf skothríð við Krudttönden- menningarhús- ið á Austurbrú þar sem yfir stóð umræðufundur um málfrelsi Einn maður lét lífið, þrír lögreglu- menn særðust Hinn látni hét Finn Nørgaard, 55 ára gamall kvikmyndagerðarmaður Aðfaranótt sunnudags Árásarmaðurinn hóf skothríð við bænahús gyðinga í Kryst- alsgötu þar sem fermingarveisla (bar mitzvah) stóð yfir. Einn maður lét lífið, tveir lögreglu- menn særðust. Hinn látni hét Dan Uzan, 37 ára gyðingur sem hafði tekið að sér að sjá um öryggisgæslu í veislunni Sunnudags- morgunn Lögreglumenn bíða eftir árásar- manninum við íbúð á Norðurbrú, skammt frá Nørrebro-lestarstöðinni. Til skotbardaga kemur. Árásarmaður- inn lætur lífið. ➜ Atburðarásin í Kaupmannahöfn 15:30 01:00 05:00 1. Hvaða stétt notar hlaupahjól til þess að komast á milli staða? 2. Hver syndir hraðar en bandaríska eldfl augin? 3. Hvaða stórstjarna er væntanleg til landsins í sumar ef marka má orðróm? SVÖR: 1. Sjúkraliðar 2. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 3. Rihanna SVEITARSTJÓRNIR „Gunnar I. Birgis son er ráð- inn bæjarstjóri Fjallabyggðar á faglegum forsendum og sem slíkur heitir hann því að hafa ekki afskipti af flokkapólitík í Fjalla- byggða á kjörtímabilinu,“ segir í 1. grein ráðningarsamnings Gunnars sem bæjar- stjóra Fjallabyggðar. Laun Gunnars verða byggð á þingfarar- kaupi alþingismanna. Að auki fær Gunnar greitt fyrir fasta 60 yfirvinnutíma í mánuði, 10 prósent ofan á launin í fasta risnu og dag- peninga, auk sérstakra dagpeninga vegna ferða í þágu Fjallabyggðar, bíl frá sveitar- félaginu og greiðslur fyrir akstur á eigin bíl. Greitt er fyrir síma og netaðgang Gunnars og keypt er fyrir hann sérstök líf- og sjúk- dómatrygging. Sigurður Valur Ásbjarnarson sem hætti sem bæjarstjóri að eigin ósk fær um 11 milljónir króna í starfslokasamning. Einn fulltrúi í bæjarstjórn greiddi atkvæði gegn samningnum. „Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveit- anda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til,“ bókaði Helga Helgadóttir. - gar Gunnar I. Birgisson fær þingfararkaup sem grunnlaun og margvíslegar aðrar greiðslur frá Fjallabyggð: Lofar að skipta sér ekki af flokkapólitík GUNNAR I. BIRGISSON Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti ráðningu Gunnars sem bæjarstjóra frá 16. janúar. DANMÖRK Árásarmaðurinn, sem myrti tvo og særði fimm í Kaup- mannahöfn um helgina, hét Omar Abdel Hamid El-Hussein, fæddur í Danmörku og var 22 ára gamall. Hann hafði áður komist í kast við lögin og var viðriðinn harðsnúin glæpagengi í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkrum vikum var hann látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað eitt ár af tveggja ára fangelsisdómi, sem hann fékk fyrir að hafa gert hnífstunguárás á nítján ára mann í járnbrautar- lest árið 2013. Hann lét sjálfur lífið í gær- morgun þegar til skotbardaga kom við lögreglu fyrir utan íbúð á Norður brú, þar sem lögreglan hafði beðið eftir honum klukku- tímum saman. Síðdegis í gær handtók danska lögreglan svo fjóra menn á net- kaffihúsi skammt frá íbúðinni á Norðurbrú. Húsleit var gerð víða í Kaupmannahöfn í tengslum við þetta mál. Árásarmaðurinn gerði tvær árásir um helgina, þá fyrri upp úr hádegi á laugardegi þegar hann réðst á menningarhús þar sem haldin var ráðstefna um málfrelsi og íslam, en þá seinni skömmu upp úr miðnætti aðfara- nótt sunnudags þegar hann réðst á aðalbænahús gyðinga í borginni. Í bæði skiptin drap hann einn mann og særði lögreglumenn, þrjá í fyrri árásinni og tvo í þeirri seinni. Fjórir hinna særðu voru enn á sjúkrahúsi síðdegis í gær. Skotárásir og morð tengd glæpagengjum vélhjólasamtaka hafa verið harla algeng í Kaup- mannahöfn á síðustu árum. Valið á árásarstöðunum bendir til þess að hann hafi viljað líkja eftir árásunum í París snemma í janúar þar sem öfgamenn réðust á ritstjórn skoptímarits og mat- vörumarkað sem gyðingar stunda mikið. Á blaðamannafundi í gær sagði Helle Thorning-Schmidt, forsætis ráðherra Danmerk- ur, samt augljóst að þarna hefði hryðjuverkamaður verið á ferð- inni: „Við höfum sem þjóð gengið í gegnum nokkrar klukkustundir sem við munum aldrei gleyma. Við höfum fundið fyrir óbragði ótta og magnleysi, sem hryðju- verkamenn vilja koma til leiðar,“ sagði hún og tók fram að nú væri mikilvægt að Danir stæðu saman. „Þetta er ekki barátta milli þeirra sem eru múslimar og þeirra sem ekki eru múslimar,“ sagði hún síðan. „Þetta er bar- átta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“ Margrét Danadrottning tók í sama streng í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér: „Það er mikil- vægt að við stöndum saman þegar ástandið er þetta alvarlegt og verjum þau gildi sem Danmörk er reist á.“ Þá heimsótti Francois Hollande Frakklandsforseti danska sendi- ráðið í París og sagði árásarmann- inn í Kaupmannahöfn hafa valið sömu skotmörk og árásarmenn- irnir í París. Og franska dagblaðið Liber- ation birti forsíðu með flenni- stórri fyrirsögn á dönsku: „Vi er dansk ere“, með beinni tilvísun til hinna fleygu orða: „Je suis Char- lie“ sem fóru víða eftir árásirnar á Charlie Hebdo. Engar fréttir hafa samt borist af því að danski árásarmaðurinn hafi verið tengdur öfgahópum ísl- amista á neinn hátt. gudsteinn@frettabladid.is Líkti eftir árásunum í París í byrjun árs Danska lögreglan skaut í gærmorgun 22 ára gamlan mann, sem talinn var hafa orðið tveimur mönnum að bana og sært fimm lögregluþjóna í tveimur skotárásum í Kaupmannahöfn. Hann hafði setið í fangelsi í eitt ár vegna ofbeldisbrots. ÁRÁSARMAÐURINN Ofbeldismaður sem virðist hafa viljað líkja eftir árás- unum í París snemma í janúar. NORDICPHOTOS/AFP FORSÆTISRÁÐHERRA KRÝPUR Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dan- merkur, var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu blóm á gangstéttina fyrir utan bænahús gyðinga í Krystalsgötu. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.