Fréttablaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI
Við vorum að skoða þetta á netinu, ég og bróðursonur mannsins míns. Okkur
fannst þetta svo sniðug hug-
mynd að ég ákvað að prófa að
búa svona til og gaf honum svo í
jólagjöf. Svuntu og pottaleppa úr
gamalli skyrtu. Ermarnar verða
að pottaleppum og ég notaði
gömul handklæði innan í potta-
leppana til að þykkja. Ég gerði
reyndar nokkur svona sett fyrir
jólin,“ segir Hildur Gunnarsdóttir
hannyrðakona með meiru.
Endurvinnsla er Hildi hugleik-
in og segist hún eiga erfitt með
að henda nokkrum hlut.
„Ég er að nálgast sjötugt og
hef búið til nánast allar jólagjafir
alla tíð. Stundum hef ég átt lítið
af peningum en nógan tíma og
nýtt þá það sem ég hef haft. Mér
finnst gaman að gera nothæft
úr ónothæfu og finnst voðalega
sorglegt að horfa á ýmsa hluti
fara í ruslið. Ég á til dæmis mjög
erfitt með að henda pappír,
tuskum og spýtum,“ segir Hildur.
„Það er eins og maður finni alltaf
pláss undir það sem maður hefur
áhuga á,“ bætir hún við sposk.
Gamlar gallabuxur eru hennar
helsta hráefni og hefur hún
meðal annars saumað poka
undir sund- og leikfimidót barna-
barnanna, bútateppi og þá hefur
hún heklað mottur úr gömlum
nælonsokkabuxum.
„Tengdason minn vantaði
eitthvað til að geyma hálsbindin
sín í og ég bjó þá til hengi með
hólfum, sem hann hengir innan
á skáphurðina sína, og notaði
gamlar gallabuxur í bakið. Galla-
efni er svo þykkt og gott efni og
ég hef saumað úr því svuntur
og allt mögulegt. Ég hef saumað
bútateppi handa barnabörn-
unum þegar þau fermast, meðal
annars úr gallabuxum.“
Hildur segist hafa flokkað
sorp árum saman og var farin
að flokka allan pappír frá löngu
áður en reglur voru settar þar
um. „Annars var maður alltaf að
fara út með ruslið. Ég nýtti líka
þann pappír sem ég gat í annað
en á endanum fór restin í tunn-
una. Þetta var áður en farið var
að taka á móti pappír sérstak-
lega. Það er mikið af umbúðum
í umferð sem eru of gott efni til
að henda. Þar sem ég vinn hefur
skapast hefð fyrir því að þeir
sem eiga afmæli koma
með köku með kaffinu.
Þá safnast gjarnan upp
kassar utan af bakarís-
tertum og ég hef ekki
getað séð á eftir þeim í
ruslið. Ég hef til dæmis
nýtt þessa kassa utan
um jólagjafir þar sem allir
pakkar frá mér eru mjúkir
pakkar,“ segir Hildur og
bætir við að endurvinnslu
og endurnýtingu megi kalla
hennar lífsstíl. „Ég vinn
meðal annars við að gera við
biluð föt á saumastofu. Það
að gera eitthvað nothæft úr
ónothæfu er fastur hluti af
mínu lífi.“
GERIR NOTHÆFT
ÚR ÓNOTHÆFU
HEIMILI Hildur Gunnarsdóttir hannyrðakona á Akureyri vill helst nýta vel
úr því sem hægt er og á erfitt með að henda nokkrum hlut. Hún skoðar hug-
myndasíður á netinu og breytti til dæmis gamalli skyrtu í svuntu og pottaleppa.
GALLABUXUR GOTT
HRÁEFNI Uppáhaldshráefni
Hildar eru gamlar gallabuxur en
hún hefur bæði saumað úr þeim
og notað sem umbúðir.
FYRIR HÁLSBINDIN Hildur saumaði
hengi með hólfum fyrir tengdason
sinn til að geyma í bindi og smáhluti og
notaði gamlar gallabuxur í bakið.
POTTALEPPAR Skyrtuermarnar urðu að pottaleppum og gömul handklæði notuð til
að þykkja þá.
ÚTSJÓNARSÖM Hildur Gunnarsdóttir bjó til svuntu og pottaleppa úr gamalli skyrtu
handa ungum manni í jólagjöf. Endurnýting er henni hugleikin og hún vill helst ekki sjá á
eftir nýtilegum hlut í ruslið. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
hollur kostur á 5 mín.
Gríms fiskibollur
BESTA ALHLIÐA FÆÐUBÓTAREFNIÐ
Á MARKAÐNUM
SUPERCHARGER!
Keyrir upp orku og brennslu
Meiri einbeiting
Eykur styrk og úthald
www.leanbody.is EKKERT ANNAÐ!
Ábendingahnappinn
má finna á
www.barnaheill.is
Save the Children á Íslandi