Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 3

Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 3
www.ms.is Til hamingju með dag íslenskrar tungu! Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám; en Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum – þótti þér ekki Ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá? Jónas Hallgrímsson, úr kvæðinu Til herra Páls Gaimard Hekla er nafntogaðasta eldfjall á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Við síendurtekin gos hefur fjallið tekið verulegum breytingum frá því að það hlaut fyrst nafn. Í elstu heimildum er það kallað Heklufell. Hekla getur merkt kápa eða yfirhöfn. Talið er að fjallið dragi nafn af því að það klæðist hvítri snækápu fyrr en önnur fjöll í nágrenninu og kastar henni síðar af sér að vori. Kynntu þér söguna á bak við fjölda áhugaverðra örnefna á ms.is í tilefni dags íslenskrar tungu! MS er stolt af því að hafa stuðlað að eflingu móðurmálsins ásamt Íslenskri málnefnd í rúm 20 ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.