Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 4

Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 4
Trúmál „Það kemur mér ekki á óvart að meirihlutinn skuli vera hlynntur. Það kemur mér meira á óvart að það skuli ekki vera stærri meirihluti,“ segir Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur í Austur- landsprófastsdæmi, um niður- stöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins varðandi aðskilnað ríkis og kirkju. Niðurstöðurnar könnunarinnar, sem gerð var dagana 10. og 11. nóvember, sýna að tæplega helm- ingur Íslendinga, eða 48 prósent, styður aðskilnað ríkis og kirkju, 39 prósent eru andvígir, 12 pró- sent óákveðnir og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis er horft til svara þeirra sem afstöðu tóku eru 55 prósent hlynntir aðskilnaði en 45 prósent andvíg. Um það bil 2 af hverjum þremur svarendum á aldrinum 18-49 styð- ur aðskilnað. Aftur á móti styðja einungis um 43 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri aðskilnað en 57 prósent eru á móti. Karlar eru held- ur hlynntari aðskilnaði en konur. Davíð Þór segir að niðurstaðan segi sér að fólkið sem sé hlynnt aðskilnaði láti meira í sér heyra en hitt. „Af umræðunni í samfélaginu að dæma hefði ég haldið að það væri stærri meirihluti,“ segir Davíð Þór. Davíð segist ekki vera alveg viss um það hvor allir séu með það á hreinu hvað þeir meina með aðskilnaði ríkis og kirkju. Á Íslandi hafi verið sett lög árið 1997 sem byggðu á sænskum lögum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þó sé hægt að ganga lengra í aðskilnað- inum. Það séu ekki tengslin við ríkið sem geri kirkjuna að þjóð- kirkju heldur það að kirkjan sé allrar þjóðarinnar og eigi að höfða til allrar þjóðarinnar. „Hún myndi halda áfram að vera þjóðkirkja þó að tengsl hennar við ríkið væru alveg klippt.“ Davíð segir að það hafi komið sér verulega á óvart að í þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnar- skrá hafi afgerandi meirihluti þeirra sem atkvæði greiddu viljað hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. „Sjálfur greiddi ég atkvæði gegn því og hefði viljað frekar sjá ákvæði um að ríkinu bæri að standa vörð um trúfrelsi frekar en eitthvert eitt trúfélag.“ Davíð Þór segir alveg ljóst af þessum niðurstöðum að þjóðkirkjan eigi enn, þrátt fyrir tal um annað, mjög ríkan sess í hjörtum þjóðarinnar og þjóðarvitund, þótt þessi vitund fari dvínandi. „Það er bara eitthvað sem við verðum að umfaðma og vera viðbúin,“ segir Davíð. Þetta þýði ekki endilega að ríkið þurfi að hætta þeirri þjónustu að annast innheimtu sóknargjalda. „Ríki gera það víðar,“ segir Davíð Þór og bendir á að ríkið geri það fyrir fleiri trúfélög en hina evang- elísku lúthersku kirkju. „Það finnst mér vera til fyrirmyndar og það er framlag ríkisins til að standa vörð um trúfrelsi. Vegna þess að það er ekkert víst að öll trúfélög hafi burði eða umsvif til að annast þetta sjálf,“ segir hann. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.214 manns þar til náðist í 799 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Spurt var: Styður þú aðskilnað ríkis og kirkju og svar- möguleikarnir voru tveir, já og nei. jonhakon@frettabladid.is Það kemur mér ekki á óvart að meirihut- inn skuli vera hlynntur. Það kemur mér meira á óvart að það skuli ekki vera stærri meirihluti. Af umræðunni í samfélaginu að dæma hefði ég haldið að það væri stærri meirihluti. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 104.900 m/hálfu fæði Skíði Skelltu þér á skíði 2. janúar í 7 nætur. Skihotel Speiereck Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. SÉRTILBO Ð 4, 43 % Vi km ör k ✿ Vilt þú aðskilnað ríkis og kirkju? Já 55% 3,45% Vikmörk Já 59% Já 52% Já 43% Já 65% Nei 45% 3,45% Vikmörk Nei 41% Nei 48% Nei 57% Nei 35% 4, 84 % Vi km ör k 4, 88 % Vi km ör k 4, 43 % Vi km ör k 5, 14 % Vi km ör k Karlar 18–49 ára Konur 50 ára+ 5, 14 % Vi km ör k Fréttablaðið/ingó 4, 84 % Vi km ör k 4, 88 % Vi km ör k Þjóðin klofin í afstöðu til aðskilnaðar Rúmlega helmingur svarenda er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Unga fólkið er hlynntara hugmyndinni en þeir eldri. Héraðsprest- ur bjóst við að stuðningurinn væri meiri. Telur að ríkið standi vörð um trúfrelsi með því að innheimta sóknargjöld fyrir trúfélögin. BaNdaríKiN Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnu- dags. Kappræðurnar hófust á mín- útu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sand- ers, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið- Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrir- tækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repú- blikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestan- hafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðana- kannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 pró- sent og O'Malley fimm prósent. – þea Hryðjuverk í brennidepli kappræðna Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. nordiCphotoS/aFp Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Óvísinda- legar kannanir á netinu benda til sigurs Sanders. » Samfélag Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðju- verkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýs- ingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á ein- hvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sig- mundur Davíð spurður hvort tækja- búnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að ein- hverju sem geti varað árum eða jafn- vel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar því sem gerist í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágranna- löndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðju- verkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lög- reglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, banda- rísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningar- deildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmála- stofnun. – kbg Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Hún myndi halda áfram að vera þjóð- kirkja þó að tengsl hennar við ríkið væru alveg klippt. davíð Þór Jónsson, héraðsprestur Sigmundur davíð gunnlaugsson for- sætisráðherra segir fund með ríkislög- reglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Fréttablaðið/gVa Um það bil 2 af hverjum þremur svarendum á aldr- inum 18-49 styðja aðskilnað ríkis og kirkju. » 1 6 . N ó V e m B e r 2 0 1 5 m á N U d a g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.