Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.11.2015, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015. 09.00 - 09.30 Skráning. 09.30 -09.50 Nýsköpun og tækni – hvað þarf til? Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir stóru línurnar. 09.50 - 10.05 Mikilvægi samstarfs ríkis og sveitarfélaga í nýrri stefnu um nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur. 10.05 -10.30 Nauðsyn nýsköpunar í opinberum rekstri til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Juha Leppänen, alþjóðlegur ráðgjafi, Finnland. 10.30 - 10.45 Kaffi 10.45 - 11.20 Ný stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu – kynning á áherslusviðum. Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. 11.20 - 11.30 Hvatning - Listin að skapa. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands. 11.30 -12.30 Vinnustofur um stefnu félags- og húsnæðismálaráðherra á sviði nýsköpunar og tækni. Þátttakendur skipa sér í hópa og rýna stefnuna. 12.30 -13.10 Léttur hádegisverður. Tónlistaratriði. 13.10 -13.20 Hvatning – Listin að skapa. Nemendur í Listdansskóla Ísland. 13.20 - 13.50 Vinnustofur – nýjar tillögur – mótun samstarfs um þróun tillagna á sviði velferðarþjónustu. Örkynningar á niðurstöðum. 13.50 -14.30 Örkynningar á hugmyndum um íslensk nýsköpunarverkefni á sviði velferðarþjónustu. Umsækjendur í áskorun norrænu höfuðborganna fimm í samstarfi við Nordic Innovation um bestu lausnir til að öðlast sjálfstætt líf (The Nordic Independent Living Challenge). 14.30 - 15.00 Árinni kennir illur ræðari! Hvernig getum við bætt ræðarann, til að bæta árina? Norrænir straumar í nýsköpun og tækni. Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs, Nordic Innovation. 15.00 - 15.10 Kaffi 15.10 - 15.30 Stuðningur við nýsköpun á Íslandi. Elvar Knútur Valsson, viðskiptafræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 15.30 - 15.40 „Sky is the limit“ Samantekt. Magnús Oddsson, vöruþróunarstjóri, Össur. Fundarstjórar: Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar. Á milli atriða í dagskránni verða örstuttar kynningar á smáforritum (öpp) sem eru að koma eða eru komin á markað og geta gagnast velferðarþjónustunni á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og skráning á vefsíðu velferðarráðuneytisins. HVERNIG VERÐUM VIÐ TILBÚIN FYRIR FRAMTÍÐINA? NÝSKÖPUN OG TÆKNI Í VELFERÐARÞJÓNUSTU Dagskrá vinnustofu á Hótel Hilton í Reykjavík 18. nóvember 2015. Skráning á: www.vel.is/veltek2015 Fjölbýli 96.2 fm 29.300.000 KR. KÓNGSBAKKI 10 109 REYKJAVÍK Fjölbýli 120 fm 3 herb4 herb 46.500.000 KR. SÓLTÚN 12 105 REYKJAVÍK OPIÐ HÚS 17. NÓV. KL. 17.30 - 18.00OPIÐ HÚS 16. NÓV. KL. 17.30 - 18.00 Falleg íbúð á efstu hæð með tvennar svalir. Stæði í bílageymslu. Eignin er rúmgóð á 2.hæð í góðu fjölbýli. MIKIÐ ENDURNÝJUÐ - NÝLEGT ELDHÚS - NÝLEGT BAÐ Fjölbýli 104 fm 3 herb 28.900.000 KR. 897 1533 david@fr.is KIRKJUVELLIR 3 221 HAFNARFJÖRÐUR OPIÐ HÚS 18. NÓV. KL. 17.30 - 18.00 Skemmtileg íbúð í lyftuhúsi á 2 hæð. www.fr.is477 7777 Þórdís Davíðsdóttir Sölufulltrúi Sylvía Guðrún Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Davíð Ólafsson Guðmundur Steinþórsson Baldur Magnússon Sölufulltrúi Salvör Davíðsdóttir Sölufulltrúi María K. Jónsdóttir Sölufulltrúi Brynjólfur Þorkelsson Sölufulltrúi Hörður Björnsson Sölufulltrúi Oddur Grétarsson Sölufulltrúi Halldór K. Sigurðsson Sölufulltrúi Haukur Hauksson Sölufulltrúi FR ÍT T VE RÐ M AT fr@fr.is Einbýli 201 fm 58.900.000 KR. 862 1914 thordis@fr.is DOFRABORGIR 21 112 REYKJAVÍK Eignin er mjög rúmgóð, 3 stór herbergi. SJÁVARSÝN - AUKA ÍBÚÐ - SJÓN ER SÖGU RÍKARI OPIÐ HÚS 17. NÓV. KL. 17.30 - 18.00 4 herb 862 1914 thordis@fr.is 897 1533 david@fr.is Efnahagsmál „Við höfum áhyggjur af því að fólk festist í viðjum leigu- markaðar og það nái aldrei að verða til eignarmyndun,“ segir Aron Ólafs- son, formaður Stúdentaráðs HÍ. Hann heldur erindi á ráðstefnu Reykjavíkurborgar um íbúðamark- aðinn um helgina. Aron bendir á að helmingur námsmanna búi í foreldrahúsum eða á stúdentagörðum. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs sjái 74 pró- sent nemenda fram á að kaupa íbúð, en af þeim sjái 31 prósent ekki fram á að kaupa íbúð fyrr en að fimm ár eða meira eru liðin frá lokum náms. Einhverjir þeirra geri sér jafnvel ekki í hugarlund hvenær þeir nái að safna fyrir útborgun í íbúð. Aron nefnir nokkrar lausnir, sem hið opinbera gæti gripið til, í því skyni að hjálpa ungu fólki að eignast íbúð. Í fyrsta lagi að fella niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð- unum. „Það er strax eitthvað,“ segir Aron. Einnig þurfi að endurskoða byggingarregluverkið þannig að hægt sé að smíða íbúðir sem eru fyrir þennan markhóp. „Í dag er skortur á búsetuúrræði fyrir ungt fólk. Þannig að um leið og hægt er að byggja minni íbúðir og hag- kvæmari íbúðir er búið að opna á ódýrara byggingar form sem getur þjónustað yngra fólk,“ segir hann. Aron nefnir líka þá hugmynd að bjóða upp á skattlaust ár fyrir ungt fólk. Hann telur að það gæti haft tvenns konar áhrif. Annars vegar myndi ungt fólk ná að byggja upp eigið fé. Viðskiptabankar gætu stigið inn og boðið upp á bundna reikninga sem tekjuskatturinn yrði greiddur inn á í stað þess að hann færi til ríkisins. „Einnig gæti það leitt til þess að ungt fólk breyti um sýn á það hvernig skattar virka.“ – jhh Ungt fólk fái skattlaust ár Formaður Stúdentaráðs HÍ segir helming námsmanna búa í foreldrahúsum eða á Stúd- entagörðum. Stór hluti sér ekki fram á að geta keypt fasteign. Fréttablaðið/VilHelm Sýrlendingar eiga erfitt með að finna störf 1 DanmÖRK Sýrlenskir flótta-menn sem flytjast til Danmerk- ur eiga erfitt með að fóta sig á at- vinnumarkaðnum þar í landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Jyllands- Posten þar sem vísað er í tölur dönsku Vinnumálastofnunarinnar. Álitið er að af þeim Sýrlendingum sem komu til Danmerkur á árinu 2013 og fyrri hluta árs 2014 séu færri en 2 prósent komin í starf noRðuRlÖnDin 1 2 3 Norska lögreglan hefur rannsakað 24 morðmál 2 noREguR Það sem af er ári hefur lögreglan í Noregi fengið á sitt borð til rannsóknar 24 morðmál og mál þar sem líkamsárásir sem leiddu til dauða. Átta tilfellanna urðu í Ósló en tvö í Bergen, sem er næststærsti bær Noregs. Árið 2014 fékk lögreglan 27 mál á sitt borð en árið 2013 voru þau 42 og 29 árið þar á undan. Ráðist á skrifstofur stjórnarflokkanna 3 sVÍÞJÓð Ráðist var á skrifstofu-byggingar sósíaldemókrata og Græningja í Örebro í Svíþjóð að- faranótt laugardagsins. Rúður voru brotnar og krotað á veggi. Ulrika Sandberg, talskona Sósíaldemó- krata, sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að ekki hefði verið ráðist á skrifstofubyggingar annarra flokka. Henrik Karlsson, talsmaður Græningja, sagði að málið hefði verið kært til lögreglu. 1 6 . n Ó V E m b E R 2 0 1 5 m á n u D a g u R10 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.