Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 44
Áreiðanleg, traust og afkastamikil
arskiptanet og upplýsingakerfi
fyrir fyrirtæki
Stórhöfða 23 | sími 415 1500
www.simafelagid.is | simafelagid@simafelagid.is
„Það er rosa spes, sýnir manni
hvað máttur internetsins getur
verið mikill,“ segir tónlistarmað
urinn Þórður Ingi Jónsson, betur
þekktur sem Lord Pusswhip, um
þá staðreynd að bandarísk kona
fékk sér húðflúr með listamanns
nafninu hans. Hin bandaríska
Kitty Bailey lét flúra orðin: „Lord
Pusswhip is Wack“ á fótlegg sinn,
sem er titill nýútkominnar plötu
Þórðar.
„Hún hafði samband við mig
í gegnum netið í sumar því hún
sagðist tengja svo mikið við tón
listina. Síðan sendi hún mér skila
boð um daginn og sagðist ætla að
fá sér Lord Pusswhip tattú. Það
kom mér vægast sagt á óvart,“
útskýrir Þórður. Hann segir þó
fleiri tilviljanir tengjast þessari
sögu. „Já, ég hafði ákveðið að fá
mér mitt fyrsta tattú og það var
nánast alveg eins.“
Þórður er ánægður með við
brögðin við plötunni sem kom út
í lok síðasta mánaðar. „Þau hafa
verið mjög góð, bæði á Íslandi og
í útlöndum. En þetta var allt svo
mikið brölt og stúss að mig langar
bara að fara að einbeita mér að
næsta verkefni.“
Þórður er nú búsettur í Berlín
og segir hann tónlistina hafa haft
áhrif á það. „Já, ég flutti hingað
út af tónlistarsenunni án efa.
Ég mun spila í London 28. og
29. nóvember á opnunarkvöldi
plötuútgáfunnar Cosmic Seagull
Records, sem gaf plötuna mína út."
kjartanatli@365.is
Bandarísk kona með
Lord Pusswhip flúr
Aðdáandi rapplistamannsins Lord Pusswhip tengdi svo mikið við
tónlistina hans að hún fékk sér húðflúr á fótlegginn með nafni hans.
Hljómsveitin Of Monsters and
Men hefur staðið í ströngu undan
farna mánuði en sveitin er á tón
leikaferð um heiminn, til að fylgja
plötunni Beneath the Skin eftir.
Sveitin er um þessar mundir á
ferðalagi um Evrópu og kemur
fram á tónleikum í Köln í Þýska
landi í kvöld. Hún heldur svo af
stað til Bretlands þar sem hún
kemur fram á tíu tónleikum á Bret
landseyjum en uppselt er á þá alla.
U n d a n f a r n a r vi ku r h e f u r
hljómsveitin Mammút verið með
sveitinni á tónleikaferðalaginu
en Mammút er á leið á heim eftir
tónleikana í kvöld.
Of Monsters and Men er enn að
bóka tónleika í tónleikaferðina
sína sem nær í það minnsta fram
í júní. Á næsta ári er sveitin meðal
annars á leið til SuðurAfríku
og það í fyrsta sinn. Hún kemur
fram í Höfðaborg þann 30. mars
og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður
en sveitin heldur til SuðurAfríku
kemur hún meðal annars fram
víðsvegar í SuðurAmeríku.
Fyrir skömmu lauk sveitin við
tónleikaferð sína um Bandaríkin
en lokahnykkurinn var spila
mennska í spjallþætti Ellenar
DeGeneres.
Þá kemur tónlist sveitarinnar
enn og aftur við sögu í sjónvarpi
því hún á lag í nýrri stiklu fyrir
bandaríska sjónvarpsþáttinn
Marvel’s Jessica Jones fyrir Net
flix. Lagið Thousand Eyes hljómar
í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt
lög í kvikmyndum á borð við The
Secret Life of Walter Mitty og The
Hunger Games: Catching Fire. – glp
Á leið til S-Afríku og uppselt í Bretlandi
Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip. Mynd/AnnAMAggý
Hér má sjá flúrið.
Hljómsveitin Of Monsters and Men er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir.
nOrdIcPHOtOs/gEtty
Hún HAfði SAmBAnd
við mig í gegnum
netið í SumAr því Hún
SAgðiSt tengjA Svo mikið
við tónLiStinA. SíðAn
Sendi Hún mér SkiLABoð um
dAginn og SAgðiSt ætLA Að
fÁ Sér Lord PuSSwHiP tAttú.
nóg að gera
19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men
fram að jólum.
12 tónleikar eru nú þegar bókaðir eftir áramót
fram að Secret Solstice.
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r24 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
Lífið