Fréttablaðið - 23.11.2015, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 4 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 5
Sími
512 4900
landmark.is
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
11
07
2
öryggisMál „Þetta sýnir að sam-
starfssamningar um leit og
björgun á norðurslóðum, og sam-
æfingar eins og haldnar hafa verið
undanfarin ár með það að mark-
miði að æfa viðbrögð við því að
skip með fjöldann allan af farþeg-
um verði fyrir skakkaföllum, eru
nauðsynlegar og eiga fullan rétt
á sér,“ segir Ásgrímur L. Ásgríms-
son, framkvæmdastjóri aðgerða-
sviðs hjá Landhelgisgæslunni.
Mannbjörg varð í erfiðri og
flókinni björgunaraðgerð á vegum
breska sjó- og flughersins við
Falklandseyjar á miðvikudag. Þá
kviknaði í vélarrúmi Le Boréal,
10.000 tonna fransks skemmti-
ferðaskips í eigu fyrirtækisins
Compagnie du Ponant. Farþegar
og áhöfn, alls 347 manns, þurftu
að yfirgefa skipið við mjög erfiðar
aðstæður.
Le Boréal hefur mörg undan-
farin sumur verið í siglingum við
Íslandsstrendur með erlenda far-
þega og gert út frá Hafnarfirði, en
frá Reykjavík síðastliðið sumar.
Skipið yfirgaf landið síðast 13.
ágúst eftir að hafa um skeið siglt á
milli fjölda staða hér á landi, með
viðkomu meðal annars á Grund-
arfirði, Ísafirði og Akureyri.
Ásgrímur bætir við að björg-
unaræfingar hafi sýnt fram á
nauðsyn þess að á hafsvæðinu
umhverfis Ísland sé til staðar
öflug björgunarmiðstöð sem
tekið getur á móti og þjónustað
björgunartæki, björgunarlið og
ef til vill í framhaldinu skipbrots-
fólk sem þarf að koma fyrir áður
en hægt er að koma því til síns
heima.
Í fréttatilkynningu frá breska
varnarmálaráðuneytinu segir
Michael Fallon, varnarmála-
ráðherra Breta, að samhæfðar
aðgerðir flota og flughers hafi
„komið í veg fyrir harmleik“.
Öllu var tjaldað til í aðgerðum
flota og flughers; fjórar þyrlur
voru sendar á slysstað, tvær flug-
vélar, herskip auk tveggja stórra
dráttarbáta.
Ásgrímur segir björgunaraðila
hér standa að aðgerðum á líkan
hátt og við björgun fólksins á Le
Boréal. Varðskipin yrðu þegar
send af stað – og þyrlur ef skipið
væri ekki of langt frá landi. Eins
yrði öllum nálægum skipum
þegar beint á slysstað og kallað
eftir aðstoð danskra varðskipa
sem hafa þyrlu um borð.
Ásgrímur ítrekar mikilvægi þess
að hér sé til staðar viðbragðsgeta,
til dæmis varðskipið Þór sem
hefur dráttargetu til að bjarga
skipi eins og Le Boréal en stór
úthafsdráttarskip eru hér ekki að
staðaldri. - shá / sjá síðu 10
Háski skemmtiferðaskips
er áminning til Íslendinga
Mannbjörg af 10.000 tonna skemmtiferðaskipi, sem hefur verið fastagestur hér
við land, er til marks um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Íslands um leit og björg-
un. Þörf fyrir björgunarmiðstöð á Íslandi segir yfirmaður hjá Landhelgisgæslunni.
SÖGURNAR
SEM EKKI
MÁTTI SYNGJA
Gjafakort
Gjafakort í Borgarleikhúsið er
ávísun á einstaka kvöldstund
sem aldrei gleymist.
BORGARLEIKHÚSSINS
borgarleikhus.is
Fréttablaðið í dag
lÍfið Ólafur seldi Simon Cowell
réttinn. 24-26
skoðun Tal forsetans ekki til
þess fallið að koma í veg fyrir að
innflytjendur verði fyrir aðkasti
að ósekju, segir Guðmundur
Andri. 13
sport Tveir íslenskir Evrópu-
meistarar í MMA. 14
2 sérblöð l fólk l fasteignir
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
108
skemmtiferðaskip komu til
hafnar í Reykjavík í sumar
Þrjátíu kindur settar út í Elliðaey Fjárbændur og úteyjakarlar fóru með um þrjátíu kindur út í Elliðaey á föstudag. Þar hefur verið svo lítið um fé undanfarin misseri að úteyjakarlarnir sögðu
nauðsynlegt að fá fleira fé þangað til að halda við rollustígum og koma í veg fyrir að baldursbráin yxi þar mikið. Band var sett um kindurnar, þeim lyft úr bátnum og síðan teymdar af stað.
Ekki þurfti að hjálpa þeim nema fyrstu metrana, eftir það sáu þær um sig sjálfar og gengu þangað sem grasið er. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Þetta sýnir að
samstarfssamningar
um leit og björgun á norður-
slóðum, samæfingar, eins og
haldnar hafa verið undan-
farin ár með það að mark-
miði að æfa viðbrögð við því
að skip með fjöldann allan af
farþegum verði fyrir skakka-
föllum, eru nauðsynlegar og
eiga fullan rétt á
sér.
Ásgrímur L.
Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs hjá
Landhelgisgæslunni.