Fréttablaðið - 23.11.2015, Síða 6
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
SIEMENS
Þvottavél
WM 14E477DN
Tekur 7 kg,
vindur upp í
1400 sn. Mjög stutt
kerfi (15 mín.).
Orkuflokkur A+++.
Fullt verð: 104.900 kr.
Jólaverð:
84.900
SIEMENS
Bakstursofn
HB 23AB221S (hvítur)
Hagkvæmur með
67 lítra ofnrými.
Fimm ofnaðgerðir.
Fullt verð: 119.900 kr.
Jólaverð:
89.900 kr.
SIEMENS
Kæli- og
frystiskápur
KG 36VUW20 (hvítur)
Orkuflokkur A+.
„crisperBox“-skúffa.
LED-lýsing.
H x b x d:
186 x 60 x 65 sm.
Fullt verð: 94.900 kr.
Jólaverð:
74.900 kr.
Palma
Gólflampi
19901-xx
Fáanlegur í
antíklit og stáli.
Fullt verð: 18.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Les sér til fyrir heimsókn páfa
LögregLumáL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu er svo illa tækjum
búin að það stendur henni fyrir
þrifum í rannsóknum á umfangs-
m i k l u m s a ka m á l u m . Þ e tt a
staðfestir Aldís Hilmarsdóttir,
aðstoðar yfirlögregluþjónn og yfir-
maður fíkniefnabrotadeildar lög-
reglunnar.
„Ég myndi segja að það vanti
nokkuð mikið upp á að við séum
með þann búnað, eða höfum náð
að uppfæra þann búnað, sem við
þurfum. Þetta gerir það að verkum
að gæði rannsóknanna verða minni
en ella, málsmeðferðartími verður
lengri og í raun er þetta oft meira
íþyngjandi fyrir sakborninga,“ segir
Aldís.
Mikill niðurskurður til lögregl-
unnar hefur valdið því að embættið
hefur dregist aftur úr nágrannalönd-
unum þegar kemur að tækjabúnaði.
Aldís segir að íslenska lögreglan sé
nánast aðhlátursefni vegna þessa
hjá samstarfsfólki ytra.
„Við vitum hvaða lausnir þetta
eru og erum búin að biðja um sum
þessi tæki. Sum þeirra eru jafn-
vel ekki mjög dýr,“ segir Aldís og
nefnir tæki sem kostar tvær millj-
ónir. Tækið gerir afritun á gögnum
úr símum og spjaldtölvum margfalt
fljótlegri og aðgengilegri. Þannig séu
tækin ekki tekin af sakborningum
lengi. „Það eru allir með þetta í
kringum okkur. Það er búið að vera
á innkaupalistanum að mér skilst í
tvö ár, og búið að samþykkja það
en það hefur ekki enn komið pen-
ingur.“
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er eftirfylgni-tæki lög-
reglunnar (e. tracker) klunnalegt og
áberandi tæki sem er langt frá því að
standast þær kröfur sem lögreglan
gerir. Það er með öðrum orðum
ekkert líkt örflögum í James Bond-
myndum sem senda nákvæm GPS-
hnit til rannsakenda.
Aldís segir að lögreglan sé háð
símafyrirtækjunum þegar kemur
að því að fá upplýsingar um sím-
talaskrá fólks. Þá þurfi að treysta
því að gögnin séu rétt. Lögregla hafi
ekki úrræði til að kanna símtala-
skrár sjálf.
„Við erum ekkert að tala um
byssur. Þegar ég tala um tækjakostn-
að þá er ég að tala um síma, mynda-
vélar, hlustunarbúnað og tæki til að
afrita tölvubúnað. Með það litla sem
við höfum náð að endurnýja höfum
við þurft að reiða okkur á velvilja
Lionsklúbba,“ segir Aldís. Lions-
klúbburinn EIR gaf fíkniefnadeild-
inni 400 þúsund krónur í febrúar á
þessu ári. snaeros@frettabladid.is
Lögreglan illa búin tækjum til rannsókna
Niðurskurður til lögreglunnar hefur valdið því að embættið á ekki búnað sem heldur í við nútímatækni. Endurnýjun tækja er háð
velgjörðarfélögum. Rannsóknir eru minni að gæðum og taka lengri tíma. Við erum búin að biðja um sum tækin, segir lögreglustjóri.
Lögreglumenn á vettvangi ásamt tækni-
deild. Búnaður lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu er nánast aðhlátursefni
hjá kollegum á Norðurlöndunum.
FréttaBLaðið/aNtoNBriNk
Ferðaþjónusta Landeigendur hafa
ákveðið að skoða til hlítar þá hug-
mynd að nota bílastæðagjöld til
fjármögnunar á uppbyggingu á fjöl-
sóttum stöðum á suðurströndinni og
fara sameiginlega í viðræður við aðila
um heildarlausn þeirrar hugmyndar.
Þetta var ákveðið á fundi á fimmtu-
daginn. Jafnframt verður unnið að
gerð þjónustusamninga milli ferða-
þjónustuaðila og landeigenda, segir
í tilkynningu. Nokkrir landeigendur
og ferðaþjónustuaðilar á fjölsóttum
ferðamannastöðum á suðurströnd-
inni boðuðu til fundar með sveitar-
stjórum til að ræða aðbúnað og þjón-
ustu við ferðamenn á svæðinu.
Fundargestir töldu brýnt að fara
í mikla uppbyggingu á svæðinu öllu
til að hægt væri að taka á móti öllum
þeim ferðamönnum sem sækja svæð-
in heim. Landeigendur töldu sig geta
ekki beðið lengur eftir úrlausn þessara
mála. - sg
Bílastæðagjöld
fyrir ferðamenn
Seljalandsfoss á Suðurlandi er vinsæll
viðkomustaður. Fréttablaðið/Vilhelm
Maður í Naíróbí í Kenía les kaþólskt dagblað í aðdraganda komu Frans páfa til landsins. Páfinn mun halda messu í Kangemi sem er eitt fátækasta
hverfið í Naíróbí. NordicphotoS/aFp
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð