Fréttablaðið - 23.11.2015, Page 10

Fréttablaðið - 23.11.2015, Page 10
Mannbjörg varð í erfiðri og flókinni björgunaraðgerð á vegum breska sjó- og flughersins  við Falklands- eyjar  á miðvikudag. Þá kviknaði í vélarrúmi Le Boréal – 10.000 tonna fransks skemmtiferðaskips í eigu fyrirtækisins Compagnie du Pon- ant – sem krafðist þess að farþegar og áhöfn þurftu að yfirgefa skipið við mjög erfiðar aðstæður. Atvikið er áminning um mikilvægi þess að öflug björgunarmiðstöð sé til staðar fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland, en skipið hefur nokkur undanfarin sumur verið í siglingum við Íslands- strendur með erlenda farþega og gert út frá Hafnarfirði, en frá Reykjavík síðastliðið sumar. Litlu mátti muna Í fréttatilkynningu frá breska varnar- málaráðuneytinu kemur fram að mikill eldur kom upp í vélarrúmi skipsins sem varð vélarvana og tók þegar að reka að austurströnd Falk- landseyja og var um tíma aðeins þrjár sjómílur frá landi. Þegar voru tvær björgunarþyrlur breska flughersins af Sea King gerð sendar í loftið ásamt tveimur aðstoðarþyrlum, C-130 Hercules-flugvél og Voyager-flugvél til að annast fjarskipti og stjórnun á slysstað. Miklu virðist þó hafa skipt að breska freigátan HMS Clyde, sem er með þyrlu um borð, var á svæð- inu. Eins voru tveir stórir hollenskir dráttarbátar þegar sendir af stað til að fyrirbyggja að skipið ræki upp í klettótta strönd Falklandseyja og til að reyna að koma skipinu til hafnar. Alls voru  90 farþegar hífðir um borð í þyrlur frá skipinu og björgun- arbátum á sjó. HMS Clyde bjargaði á þriðja hundrað manns úr björgunar- bátum. Breski varnarmálaráðherrann, Michael Fallon, segir í fréttatilkynn- Sagðir hafa komið í veg fyrir harmleik Skemmtiferðaskip sem hefur verið fastagestur á Íslandi varð vélarvana og var rétt rekið upp í land á Falklandseyjum. Stór björgunaraðgerð sjó- og flughers Breta tókst giftusamlega. Minnir á mikilvægi samstarfs um leit og björgun. Le Boréal er 10.000 lestir, smíðað árið 2010 – farþegar og áhöfn getur mest talið 400 manns. mynd/EPA/BRITISH mInISTRy OF dEFEnCE Mikilvægi Þórs mikið „Það væri á svipuðum nótum sem yrði unnið hér. Þyrlurnar okkar yrðu notaðar til að koma fólki um borð í varðskip eða önnur skip sem kæmu á svæðið, þ.e.a.s. ef staðsetning atviks væri innan viðráðanlegrar vegalengdar frá landi. Munurinn er hins vegar sá að þyrlurnar gætu ekki lent með fólkið á þilfari varð- skipanna. Gætu tyllt sér hugsanlega þannig að fólk gæti stokkið út en annars þyrfti að hífa það niður líka. Það munar um tímann. Mikilvægt yrði því að kalla til t.d. dönsku varð- skipin sem eru með þyrlu um borð sum hver,“ segir Ásgrímur. Ef skip yrði fyrir skakkaföllum lengra frá ströndinni þar sem þyrlum yrði ekki komið við segir Ásgrímur að stefna þyrfti sem flestum skipum á svæðið og nota allt sem tiltækt er til að koma fólki á milli. „Það yrði að láta sum skipin mynda skjól á meðan önnur væru að taka fólk um borð. Aðstæður hverju sinni hafa svo mikið að segja hvernig björgun yrði framkvæmd. Fjarlægð frá landi er stór þáttur í þessu líka,“ segir Ásgrímur og ítrekar mikilvægi þess að hér sé til staðar viðbragðsgeta, t.d. varð- skipið Þór sem hefur dráttargetu til að bjarga skipi eins og Le Boréal. ingunni að samhæfðar aðgerðir flota og flughers hafi bjargað fjölmörgum mannslífum og „komið í veg fyrir harmleik“. Fréttablaðið greindi frá því í lok október þegar Ísland, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finn- land, Noregur og Svíþjóð undirrituðu samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægi þess. Þá má minna á hugmyndir um stofnun alþjóðlegrar björgunarmið- stöðvar á Íslandi Alvarleg áminning Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Land- helgisgæslunni, segir björgunina á miðvikudaginn minna sterklega á hversu mikilvægt það er að hafa tækjabúnað, þjálfaðan mannskap, áætlanir og alþjóðlegt samstarf til að bregðast við svona atviki því að þrátt fyrir að skemmtiferðaskipin séu í góðu ástandi, nýleg og með við- eigandi öryggisbúnað þá geti atvik sem þessi átt sér stað hvenær sem er og hvar sem er. „Þetta sýnir að samstarfssamningar um leit og björgun á norðurslóðum, samæfingar, eins og haldnar hafa verið undanfarin ár með það að markmiði að æfa viðbrögð við því að skip með fjöldann allan af farþegum verði fyrir skakkaföllum, eru nauð- synlegar og eiga fullan rétt á sér. Þær æfingar hafa m.a. sýnt fram á nauð- syn þess að á hafsvæðinu umhverfis Ísland, á milli Íslands, Grænlands og Svalbarða, er nauðsynlegt að til staðar sé öflug björgunarmiðstöð sem tekið getur á móti og þjónustað björgunar- tæki, björgunarlið og e.t.v. í framhald- inu skipbrotsfólk sem þarf að koma fyrir áður en hægt er að koma því til síns heima,“ segir Ásgrímur og bætir við að margt megi læra af björgun fólksins um borð í Le Boréal. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Þyrlurnar okkar yrðu notaðar til að koma fólki um borð í varðskip eða önnur skip sem kæmu á svæðið, þ.e.a.s. ef staðsetning atviks væri innan viðráðanlegrar vegalengdar frá landi. Ásgrímur L. Ásgrímsson 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.