Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2015, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 23.11.2015, Qupperneq 14
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum að þessu sinni. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins en náði ekki að setja mark sitt á leikinn gegn Bournemouth. Stærstu úrslitin Jürgen Klopp virðist þegar vera farinn að setja mark sitt á lið Liverpool sem lék eins og Dort- mund undir stjórn Klopp er það sótti Man. City heim. City sá aldrei til sólar og Liverpool vann sinn besta sigur á leiktíðinni. Hetjan Man. Utd virtist vera að mis- stíga sig gegn Watford er Bastian Schweinsteiger steig upp og tryggði þeim sigur með marki sem verður reyndar líklega skráð sem sjálfsmark. Kom á óvart Jamie Vardy er eigin- lega hættur að koma á óvart en það er samt óvænt að hann sé búinn að skora í tíu leikjum í röð og jafna þar með með Hollendingsins Ruud Van Nistelrooy sem lék þann leik fyrstur allra er hann spilaði með Man. Utd. Í dag 19.50 C. Palace - Sunderl. Sport 2 22.00 Messan Sport 2 Olís-deild karla 18.00 ÍBV - Afturelding Eyjar FRáBæR LeiKUR HJá HaUKUM Haukar komu mörgum á óvart í gær er þeir stóðu upp í hárinu á einu besta liði Frakklands, St. Raphael. Haukarnir voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik og munurinn á liðunum var fimm mörk í hálfleik, 10-15. Síðari hálf- leikur var aftur á móti frábær hjá Haukunum sem hófu að saxa á forskot franska liðsins og náðu að jafna, 26-26, þegar þrjár mínútur voru eftir. Mikil spenna var á loka- sekúndunum en Frakk- arnir tryggðu sér sigurinn með marki nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Hauk- arnir grátlega nálægt jafnt- efli. Síðari leikur liðanna fer fram ytra eftir viku. Nýjast Tottenham 4 –1 West Ham Watford 1 –2 Man. Utd Swansea 2 – 2 Bournemouth Southampton 0 – 1 Stoke City WBA 2 – 1 Arsenal Chelsea 1 – 0 Norwich Newcastle 0 – 3 Leicester Everton 4 – 0 Aston Villa Man. City 1 – 4 Liverpool Efst Leicester 28 Man. Utd 27 Man. City 26 Arsenal 26 Tottenham 24 Neðst Norwich 12 Newcastle 10 Bournemouth 9 Sunderland 6 Aston Villa 5 Enska úrvalsdeildin EHF-bikarinn Haukar 28–29 St.Raphael Haukar: Janus Daði Smárason 7/2, Heimir Óli Heimisson 5, Elías Már Halldórsson 5. St. Raphael: Alexandru Simicu 8, Arnór Atlason 6, Adrien Dipanda 5. mma Helgin var heldur betur góð fyrir keppnislið Mjölnis sem tók þátt á evrópumeistaramóti áhugamanna í MMa eða blönduðum bardagalistum. Íslenska liðið kemur heim frá englandi með þrenn verðlaun í dag. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson urðu bæði evrópu meistarar og Pétur Jóhannes Óskarsson fékk brons í sínum flokki. Þetta var í fyrsta sinn sem evrópu- mót áhugamanna í MMa er haldið og voru skráðir keppendur 130 frá þrjátíu löndum. Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermend- zhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. allir dómararnir voru sammála um að Bjarki hefði haft betur en hann var ekki fjarri því að klára bardagann í lokalotunni. Yfirburðir hans leyndu sér þó ekki en Búlgarinn hafði klárað alla aðra andstæðinga sína í fyrstu lotu. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Frábær árangur. „Ég er alveg í skýjunum núna. Þetta er búin að vera ótrúleg vika hjá okkur öllum. Ég er ótrúlega ánægð og stolt,“ segir Sunna Rannveig en hún var enn að ná sér niður á jörðina er íþrótta- deild heyrði í henni. árangurinn kom henni ekki á óvart. „Ég kom hingað til þess að vinna þetta mót.“ Sunna Rannveig segist hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrsta bardag- ann sinn í mótinu en í gær var ekkert slíkt uppi á teningnum. „Ég var minnst stressuð fyrir úrslitabardagann. Mér leið betur með hverjum deginum og leið bara virki- lega vel fyrir úrslitin. Þessi sænska stelpa er mjög góð í búrinu og einnig utan þess. Ég hef spjallað mikið við hana og kann afar vel við hana. Ég hafði bara betur að þessu sinni.“ Þessi þrítuga bardagakona segist seint munu gleyma stundinni er hún steig upp á verðlaunapallinn og svo var íslenski þjóðsöngurinn leikinn henni til heiðurs. „Það var alveg mögnuð stund. Þetta var óraunverulegt en samt svo fallegt. Það tók tíma að gera sér grein fyrir þessu og ég er enn að því en þó með gleði í hjarta,“ segir Sunna. Hún á ell- efu ára gamla dóttur, Önnu Rakel, og fyrsta verk eftir verðlaunaafhending- una var að heyra í dótturinni. „Ég heyrði í henni alveg um leið og ég var farin af pallinum. Ég heyri líka alltaf í henni fyrir bardaga og röddin hennar er venjulega það síðasta sem ég heyri áður en ég fer í hringinn. Mér líður alltaf vel þegar ég hef heyrt í henni.“ Sunna Rannveig ætlar ekki að láta hér við sitja enda á hún sér stærri drauma. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að fara í atvinnumennsku. Ég held að það verði bara næsta skref hjá mér. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég er að vinna mikið með æfingunum sem eru líka í rauninni full vinna. Það væri frábært að fá styrktaraðila sem gætu gert mér það kleift að einbeita mér algjörlega að íþróttinni,“ segir Sunna og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þá styrktaraðila sem hafa hjálpað henni á síðustu árum. „Stóra markmiðið er síðan að kom- ast inn í UFC. Ég er staðráðin í því að fara alla leið.“  henry@frettabladid.is EVRÓPU- MEISTARAR Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bar- dagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. Stoltir Evrópumeistarar með verðlaunin sín í gær. MyNd/kjARtAN Páll SæMuNdSSON 2 3 . n ó v E m b E r 2 0 1 5 m Á n U D a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b L a ð i ð sport

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.