Morgunblaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
Jóhann Ólafsson
Yfirdeild Mannréttindadómstóls
Evrópu hefur fallist á að hún muni
taka fyrir landsréttarmálið svo-
nefnda, en dómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu í mars síðastliðn-
um að ekki hefði verið staðið að
skipun fjögurra dómara við Lands-
rétt með lögmætum hætti. Íslenska
ríkið áfrýjaði niðurstöðunni í apríl.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra sagði í samtali
við mbl.is í gær að það væri gott að
málið yrði tekið fyrir. Hún býst við
að yfirdeildin komist að annarri
niðurstöðu en dómstóllinn gerði.
Sigríður Á. Andersen, fyrrver-
andi dómsmálaráðherra, segir að
ákvörðun yfirdeildarinnar hafi í
sjálfu sér enga þýðingu út frá hags-
munum íslenska réttarríkisins.
„Hvort sem hún hefði ákveðið að
taka málið fyrir eða ekki er það
ekki á valdi þessa dómstóls, hvorki
undirréttar né yfirdeildar, að skera
úr um það hvort íslenskir dómarar
eru löglega skipaðir. Það gerir bara
Hæstiréttur Íslands, og hann hefur
með dómi í maí 2018 kveðið upp úr
um það að þeir séu löglega skip-
aðir,“ segir Sigríður. „Dómstigin
hér eru bara þrjú, og Hæstiréttur,
hið æðsta þeirra, hefur kveðið úr
um að dómararnir séu löglega skip-
aðir. Það er því engin „réttar-
óvissa“ hér á landi,“ segir Sigríður.
Aðspurð segist hún ekki hafa
skýringu á því hvers vegna tveir af
dómurunum fjórum séu nú komnir í
launað leyfi. Ekki sé skýr laga-
heimild fyrir launuðu leyfi með vís-
an til álits Mannréttindadómstóls-
ins. „Annaðhvort telja menn sig
löglega skipaða eða ekki og ef
menn eru í vafa um það, þá er lík-
lega sjálfhætt,“ segir Sigríður. Hún
bætir við að dómararnir 15 sem
skipaðir voru í Landsrétt hafi haft
fordæmalausan stuðning á bak við
sig, þar sem allar greinar ríkis-
valdsins hafi komið að skipun
þeirra.
Yfirdeild MDE samþykkir
áfrýjunarbeiðni ríkisins
Sigríður Andersen segir enga réttaróvissu uppi
Fyrrverandi
gjaldkeri Ung-
mennafélags
Grundarfjarðar
(UMFG) hefur
verið ákærður af
embætti héraðs-
saksóknara fyrir
rúmlega 12 millj-
ón króna fjár-
drátt af reikn-
ingum félagsins
yfir sex ára tímabil. Er hann jafn-
framt ákærður fyrir peningaþvætti
með því að hafa nýtt fjármunina í
eigin þágu.
Maðurinn var ólaunaður
stjórnarmaður í félaginu um langt
skeið, meðal annars gjaldkeri. Er
hann samkvæmt ákæru málsins
talinn hafa dregið sér samtals
12.337.897 krónur í 248 milli-
færslum. Flutti hann peninga af
fjórum reikningum ungmenna-
félagsins yfir á eigin reikninga, eða
reikninga ófjárráða dóttur sinnar.
Fyrstu millifærslurnar sem
ákært er fyrir áttu sér stað í mars
árið 2011 og tók maðurinn reglu-
lega tugi þúsunda út af reikning-
um félagsins fram í október árið
2017.
Hæstu einstöku millifærslurnar
voru 250 þúsund krónur.
Ákærður
fyrir fjár-
drátt
Grundarfjörður Fé
dregið frá UMFG.
Dró sér 12 millj-
ónir frá UMFG
Stefán Gunnar Sveinsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður
bæjarráðs í Garðabæ, gaf í gær kost
á sér í starf ritara Sjálfstæðisflokks-
ins, en Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, nýr dómsmálaráðherra, sem
gegnt hefur stöðunni undanfarin
fjögur ár, mun láta af störfum á
flokksráðsfundi sem haldinn verður
næstkomandi laugardag. Jón
Gunnarsson, þingmaður og fyrrver-
andi samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, tilkynnti framboð sitt til
ritara um helgina.
Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
segir í samtali við Morgunblaðið að
hann sé að íhuga framboð og meta
kosti og galla þess. „Það hafa mjög
margir komið að máli við mig, bæði
frá Reykjavík og utan af landi,“ segir
Eyþór, sem segir ákall um að meiri
breidd þurfi í for-
ystu flokksins.
„Flokkurinn kom
mjög vel út úr síð-
ustu sveitar-
stjórnarkosning-
um, og erum til
dæmis lang-
stærsti flokkur-
inn af átta í
Reykjavík, og því
væri eðlilegt að
það endurspeglaðist í forystusveit
flokksins,“ segir Eyþór.
Vala Pálsdóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, liggur
einnig undir feldi, en hún segir að
skorað hafi verið á sig að gefa kost á
sér. „Það er bæði hvatning til staðar,
sem og áhugi fyrir starfinu,“ segir
Vala, en hún telur einnig að gott væri
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leita út
fyrir þingflokkinn þannig að nýr rit-
ari geti einbeitt sér að styrkja
tengslin við flokksmenn.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðis, hefur tvisvar sinnum
boðið sig fram til starfsins. Hún seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að hún
hafi fengið þó nokkrar áskoranir, en
að það sé „algjörlega öruggt“ að hún
bjóði sig ekki fram að þessu sinni.
Áslaug Hulda og Jón bjóða sig fram
Kosið um stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn Vala Pálsdóttir og Eyþór Arnalds íhuga
framboð Segja nú tækifæri til þess að leita út fyrir þingflokkinn Aldís ekki í framboð að þessu sinni
Áslaug Hulda
Jónsdóttir
Eyþór
Arnalds
Vala
Pálsdóttir
Jón
Gunnarsson
Aldís
Hafsteinsdóttir
Bláþyrill hefur verið við Mógilsá síðustu þrjár vikur og er fyrsti fuglinn af
þessari tegund sem sést hefur á Íslandi, að sögn Yanns Kolbeinssonar, nátt-
úrufræðings hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Margir fuglaáhugamenn
hafa farið að Mógilsá síðustu daga til að sjá þennan fallega fugl en hann er
mjög fælinn og sést oftast í mikilli fjarlægð í skamman tíma í senn.
Bláþyrillinn lifir við ár og vötn í Evrasíu og Norður-Afríku.
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Bláþyrill heimsækir Ísland í fyrsta sinn