Morgunblaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 27
Knattspyrnumaðurinn Danny
Drinkwater verður frá keppni í ein-
hvern tíma eftir að sex menn réðust á
hann fyrir utan næturklúbb í Man-
chester. Var Drinkwater töluvert ölv-
aður þegar atvikið átti sér stað, en
hann er á láni hjá Burnley frá Chelsea
og er því samherji Jóhanns B. Guð-
mundssonar. Drinkwater er bólginn í
andliti og slasaður á ökkla, en menn-
irnir eru sagðir hafa reynt að fótbrjóta
hann.
Eitt Íslandsmet var sett og annað
var jafnað í haglabyssugreininni Skeet
á Reykjavík Open. Dagný Huld Hin-
riksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur
bætti fyrra met um eitt stig og endaði
með 44 stig (88). Pétur T. Gunnars-
son, einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur,
jafnaði Íslandsmetið í undankeppninni
og fékk 121 stigi af 125 mögulegum.
Urðu þau bæði Reykjavíkurmeistarar.
Fjölnir/Björninn er bikarmeistari
karla í íshokkíi árið 2019, en keppnin
fer fram áður en Íslandsmótið hefst.
Fjölnir/Björninn vann tvo leiki af fjór-
um og tapaði tveimur, öðrum eftir
framlengdan leik.
Liðið fékk með sjö
stig, einu meira en
SR og tveimur meira
en SA. Ólafur Hrafn
Björnsson, leikmaður
Fjölnis/Bjarnarins,
varð markahæst-
ur í kepninni
með fjögur
mörk.
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
Á HLÍÐARENDA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur átti ekki í teljandi vandræðum
með að vinna slaka Framara, 20:14, á
heimavelli sínum í 1. umferð Olís-
deildar karla í handbolta í gærkvöldi.
Valsmenn eiga býsna mikið inni,
þrátt fyrir auðveldan sigur. Ef ekki
hefði verið fyrir góða frammistöðu
Lárusar Helga Ólafssonar í marki
Fram, hefði sigurinn orðið mikið mun
stærri.
„Hver sem er getur séð akkilesar-
hæl okkar í þessum leik með því að
skoða þessar tölur,“ sagði Lárus
Helgi við Morgunblaðið eftir leik.
„Sóknarleikurinn gekk ekki upp í
þessum leik. Það vantaði eitthvert
tempó í hann sem hefur gengið betur
í síðustu leikjum. Við verðum að
vinna í þessu fyrir næsta leik,“ bætti
hann við. Framarar virtust ekki hafa
mikla trú á að þeir væru að fara að
vinna Val og fóru þeir af hálfum hug í
einvígi.
Eins og lokatölurnar gefa til kynna
réðu Framarar lítið við sterka vörn
Vals og var Daníel Freyr Andrésson
auk þess sterkur þar fyrir aftan í
markinu. Það vantaði alla ógn utan af
velli hjá Fram og eru skytturnar ekki
nógu góðar til að rífa sig upp og skora
glæsileg mörk fyrir utan. Þegar
Framarar sóttu svo á vörnina lentu
þeir oftar en ekki í klóm sterkra Vals-
ara. Bjóði Framarar ekki upp á meira
en þetta í vetur verður þetta langt og
strangt í Safamýrinni. Liðið er búið
að missa sterka leikmenn og ekki fá
eins sterka leikmenn inn í staðinn.
Ekki munaði miklu að sterkari leik-
mannahópur Framara félli á síðustu
leiktíð. Jákvæðu fréttirnar eru vissu-
lega þær að þetta var aðeins fyrsta
umferðin.
Valsmenn geta spilað mikið betur,
en í gær þurftu þeir þess ekki.
Magnús Óli Magnússon er búinn að
jafna sig á meiðslum sem hrjáðu
hann í lok síðustu leiktíðar og hafði
mikil áhrif á frammistöðu Vals í úr-
slitakeppninni. Magnús var besti
leikmaður Vals í gær, ásamt Daníel
Frey, og er liðið töluvert betra með
hann í liðinu. Valur á svo Svein Aron
Sveinsson og Agnar Smára Jónsson
inni og svo var Hreiðar Levý Guð-
mundsson ekki í leikmannahópnum í
gær.
Meiri ábyrgð er á herðum Ýmis
Arnar Gíslasonar í vörninni eftir að
bróðir hans Orri Freyr Gíslason
hvarf á braut.Ýmir átti gríðarlega
góðan leik með Alexander Júlíussyni
í vörninni. Arnór Snær Óskarsson
kom svo með skemmtilega innkomu
og skoraði tvö afar falleg mörk. Það
verður spennandi að sjá þetta vel
mannaða Valslið spila við sterkari
andstæðing. Prófið í gær var ekki
þungt, en Valsmenn stóðust það með
ágætum.
Öruggur sigur ÍR á nýliðum
ÍR-ingar unnu nokkuð öruggan
sigur gegn nýliðum Fjölnis 33:26
þegar liðin áttust við í Grafarvogi.
ÍR-ingar voru með yfirhöndina all-
an tímann og voru sex mörkum yfir
eftir fyrri hálfleikinn, 16:10.
Breki Dagsson var markahæstur í
liði Fjölnismanna með 10 mörk og
Brynjar Óli Kristjánsson kom næst-
ur með sex. Hjá ÍR-ingum vorum
Hafþór Vignisson og Kristján Orri
Jóhannsson atkvæðamestir með átta
mörk hvor.
Valur þurfti
ekki að fara úr
öðrum gír
Léttur sex marka sigur Vals á Fram
Framarar skoruðu fjórtán mörk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflugur Magnús Óli Magnússon var atkvæðamikill og skoraði sex mörk.
Hlíðarendi, Olísdeild karla, mánu-
daginn 9. september 2019.
Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 4:5,
7:6, 9:6, 10:7, 13:7, 16:9, 17:12,
19:13, 20:14.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnús-
son 6/4, Anton Rúnarsson 3,
Stiven Tobar Valencia 3, Arnór
Snær Óskarsson 2, Vignir Stef-
ánsson 2, Róbert Aron Hostert 2,
Alexander Örn Júlíusson 1, Ásgeir
Snær Vignisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andr-
ésson 17/2.
VALUR – FRAM 20:14
Utan vallar: 14 mínútur
Mörk Fram: Matthías Daðason
3/1, Andri Heimir Friðriksson 2,
Andri Dagur Ófeigsson 2, Arnar
Snær Magnússon 2, Valdimar Sig-
urðsson 2, Þorgrímur Smári Ólafs-
son 1/1, Sigurður Örn Þorsteins-
son 1, Hallur Kristinn Þorsteinsson
1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson
20/1.
Utan vallar: 4 mínútur
Áhorfendur: 252.
Spánverjinn Rafael Nadal gat ekki
leynt tilfinningunum eftir sigur á
Daniil Medvedev frá Rússlandi í úr-
slitaleik Opna bandaríska meistara-
mótsins í tennis í gær. Nadal hafði
betur í æsispennandi viðureign eft-
ir tæplega fimm klukkutíma bar-
áttu.
Nadal vann fyrstu tvö settin, 7:5
og 6:3, en Rússinn svaraði með 7:5-
og 6:4-sigrum í þriðja og fjórða
setti. Nadal var raunar aðeins stigi
frá því að vinna 3:0 þegar Medved-
ev reis upp á afturlappirnar með
eftirminnilegum hætti. Í úrslita-
settinu vann Nadal 6:4 og tryggði
sér nítjánda sigur sinn á risamóti.
Hann er aðeins einum sigri frá því
að jafna met Rogers Federers yfir
sigra á risamótum.
Hann segist ekki hugsa um met
Svisslendingsins.
„Ég horfi ekki á þannig á málið.
Auðvitað væri ég til í að vera sá
sigursælasti en ég verð ekki sár ef
það tekst ekki. Ég spila tennis því
ég nýt þess og það snýst um fleira
en risamótin.“ sport@mbl.is
AFP
Sigurstund Maraþonúrslitaleikur reyndi mjög á Rafael Nadal.
Langur úrslitaleikur
á Opna bandaríska