Morgunblaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Við fögnum 20 ára afmæli Pappelinu með 20% afslætti af öllum mottum* *gildir til 30. september 2019 »Blúshátíðin Milli fjalls og fjöru fór fram um ný- liðna helgi á Patreksfirði og var mikið fjör. Fram komu CCR Band; Bee Bee and the Bluebirds sem er hljómsveit Brynhildar Oddsdóttur, gítar- leikara og söngvara, og blússveit Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Blúsað milli fjalls og fjöru á Patreksfirði Ljósmyndir/Guðlaugur Albertsson Fingrafim Brynhildur Oddsdóttir leiðir Bee Bee and the Bluebirds. Kraftmikil Kristjana söng blús með sinni kraftmiklu og fögru rödd. Í algleymi Ómar Guðjónsson gítar- leikari var í blússveit Kristjönu. Bandaríska kvikmyndin Joker, eftir leikstjórann Todd Phillips, hlaut Gullna ljónið, aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum, sem lauk um helgina. Segir hún af Jók- ernum sem þekktur er úr sögunum um Leðurblökumanninn. Jókerinn er vitskertur glæpamaður en í kvik- mynd Phillips er forsaga hans rakin og leið hans til glötunar. Joaquin Phoenix leikur Jókerinn og hefur hlotið lof fyrir. Aðalverðlaun dómnefndar hlaut nýjasta kvikmynd leikstjórans Rom- ans Polanskis, An Officer and a Spy, en ekki voru allir sáttir við að hon- um væri boðið á hátíðina þar sem hann nauðgaði 13 ára stúlku árið 1977 og er eftirlýstur í Bandaríkj- unum fyrir þær sakir. Kvikmynd hans er byggð á skáldsögu Roberts Harris þar sem í forgrunni er Drey- fus-málið svonefnda í Frakklandi ár- ið 1895. Aðalpersóna bókarinnar er liðsforinginn Georges Picquart sem fylgist með því þegar Alfred Drey- fus, sem sakfelldur hefur verið fyrir njósnir og dæmdur í lífstíðarfang- elsi, er sviptur tign og fluttur í skelfilegt fangelsi á Djöflaeyju. Jókerinn og Pol- anski sigursælir Pot Joaquin Phoenix og Todd Phillips brugðu á leik með gulljónið góða. Kvikmyndin Hér- aðið eftir leik- stjórann Grím Hákonarson var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir helgi og hefur hún hlotið já- kvæða gagnrýni á vefjum kvik- myndaritanna Variety og Screen Daily. Gagnrýn- andi Screen Daily lofar leikstjórn Gríms og frammistöðu aðalleikkon- unnar Arndísar Hrannar Egils- dóttur. Kvikmyndin verður sýnd á fleiri hátíðum og almennar sýningar á henni hefjast í næstu viku í Frakk- landi og Belgíu. Grímur Hákonarson Héraðinu vel tekið af gagnrýnendum Verkin sýna merkin, einka- sýning Guð- laugar Míu Ey- þórsdóttur, var opnuð í gallerí- inu Harbingber um helgina og stendur yfir til 28. september. Guðlaug „býður áhorfendum í fagurfræðilegan leiðangur um kunnuleg stef úr hversdeginum, skoðar skúlptúríska þætti í mann- gerðu umhverfi okkar, formrænu stigaganga, gluggasylla, anddyra, fatahengja“, eins og segir í tilkynn- ingu. Harbinger er að Freyjugötu 1 í Reykjavík. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir Verkin sýna merk- in í Harbinger Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Gamalt handbragð og nýr tilgangur eru viðfangsefni Eiríks Arnars Magnússonar myndlistarmanns á útisýn- ingunni Turnar sem sjá má á Listasafninu á Akureyri. Verkin eru sköpuð úr veðruðu timbri og gömlum bókum en þær hafa verið helsti efniviður Ei- ríks Arnars um hríð. Þannig upphefur hann gamalt handbragð og gefur því nýjan tilgang í formi skúlptúrbók- verka. „Ég smíðaði lítil hús úr gömlu timbri utan um verkin sem ég kýs að kalla bókaturna. Ég lærði bókband þegar ég var við nám í Listaháskól- anum og heillaðist þar með af hand- verkinu. Það sem hverfist á bak við kjölinn er aðalatriðið. Mér fannst það fallegt,“ segir Eiríkur Arnar. Að hans sögn er titill sýningarinnar, Turnar, tvíþætt- ur: „Þar vísa ég bæði í turninn sem er utan um verkið og svo bókaturninn sjálfan innan í.“ Stjórnar ekki áhrifunum Eiríkur Arnar vinnur aðallega út frá þeirri tilfinningu sem hann hefur fyrir viðfangsefninu og efniviðnum hverju sinni. „Þegar ég leiði hugann að nýju verki þróast vinnan út frá þeirri tilfinningu sem skapast og ég reyni í framhaldinu að útfæra sem einhverja hugmynd að nýju verki,“ segir hann. Eiríkur Arnar lítur helst á sín verk út frá fagurfræði. „Í mínum huga eru þessi verk fyrst og fremst fagur- fræðilegur hlutur. Ég legg áherslu á að stjórna ekki áhrifunum sem áhorfandinn finnur fyrir þegar hann virðir verkin fyrir sér. Fólk kemur og myndar sér skoð- un á því hvort verkin séu falleg eða ekki. Gengur í kring- um turnana og spyr sig jafnvel hvort þetta sé list. Það hafa allir sína skoðun,“ segir Eiríkur Arnar. Eins og áður segir notar Eiríkur Arnar aðallega gaml- ar bækur sem efnivið en innihald bókanna hefur ekki verið hluti af verkum hans hingað til. „Ég vil frekar nota hluti sem eru hlutlausir og óræðir.“ Bók á skurðarborði fær tilgang Ekki stendur á svörum þegar Eiríkur Arnar er spurð- ur hvað sé svo heillandi við þennan tiltekna efnivið. „Mér finnst gamlir hlutir með sögu heillandi og fallegir. Þegar ég handleik gamla bók sé ég fyrir mér gamlan bókbind- ara sem er líklega vegna þess að ég lærði sjálfur bók- band hjá gömlum manni. Þessi bók er jafnvel margra áratuga gömul og hefur gengið manna á milli. Eða átti hún kannski aðeins einn eiganda áður en hún komst í mínar hendur? Það er eitthvað heillandi við hvernig bók- in hefur breyst í tímans rás – elst ef svo má að orði kom- ast – og hvernig hún lítur út eftir öll þessi ár. Kannski er hún illa farin og hefur misst hlutverk sitt. Enginn vill eiga þessa bók lengur og hún er komin í hillu í Rauða krossinum. Þar finn ég hana og hún endar á skurðar- borðinu hjá mér og verður að lokum að ákveðnu verki með nýjum tilgangi.“ Pappír bókanna er Eiríki Arnari hugleikinn. „Áferðin á gömlum pappír vekur hjá mér ákveðnar tilfinningar. Pappírinn er orðinn gulur, skítugur og rifinn. Þetta á líka við um annan efnivið ef hann er orðinn gamall og lú- inn. Það er einhver nostalgíutilfinning sem ég finn fyrir og veitir mér innblástur,“ segir hann. Úti Turnar Eiríks eru byggðir utan um hið eiginlega bókverk. Hér má sjá tvo útiskúlptúra á sýningunni. Það sem hverfist á bak við kjölinn  Eiríkur Arnar sýnir skúlptúra í Listasafninu á Akureyri Eiríkur Arnar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.