Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólin sem kyssti Íslendinga á vangann vítt og breitt um landið í gær heldur kossum sínum áfram eftir morgni og út í vikuna. Sam- kvæmt spám veðurstofunnar verður í dag heiðskírt og sólríkt um landið allt, að undanskildu Austurlandi þar sem líklega verð- ur nokkuð þungbúið. Veðurstöðin á Kárahnjúkum spáir lítilsháttar slyddu þegar líður á daginn og á Egilsstöðum rignir um hádegi. Sólin heldur áfram velli um nánast allt landið á morgun. Minnstu sólskini er spáð í höf- uðborginni og á Suðausturlandi þar sem að líkindum rignir nokk- uð. Svo virðist sem hið milda haust kveðji svo á fimmtudag þegar hefðbundið haustveður, rigning og súld, skellur á með fullum þunga um allt land. Spáð er rign- ingu í öllum landshlutum, sér- staklega mikilli á Vestur- og Suð- urlandi, og heldur hún áfram fram á helgi. Síðustu haust- kossar sólarinnar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vilji almennings og fyrirtækja til að greiða veggjöld hlýtur að ráðast af því hvort þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í geri samgöngur hér á höfuðborg- arsvæðinu greiðari. Öllum er ljóst að grípa þarf til aðgerða. Við fögnum því að ríki og sveit- arfélög ætli í tímabærar sam- göngubætur á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Sigurður Hannes- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samgöngusáttmáli höfuðborgar- svæðisins sem undirritaður var síð- astliðinn fimmtudag gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu ár- um. Götur verða lagðar í stokk, mis- læg gatnamót byggð, vegir breikk- aðir og borgarlínan útbúin. Alls á þetta að kosta 150 milljarða króna og þar af verður hlutur vegafar- enda, sem greiða notendagjöld, um helmingur. Er þá ónefnt að ýmsar vegaframkvæmdir úti á landi eru fyrirhugaðar, og þar er gert ráð fyrir að gjöld sem vegfarendur greiða fjármagni verkefnin að mestu. „Nú þegar útlit er fyrir minni umsvif í byggingariðnaði, til dæmis við framkvæmdir tengdar ferða- þjónustu og byggingu íbúðarhús- næðis, er kærkomið að hið opinbera stuðli að framkvæmdum,“ segir Sig- urður Hannesson. „Hafa verður í huga að fjárfesting í innviðum er fjárfesting í hagvexti framtíðar enda leggja traustir innviðir grunn að verðmætasköpun samfélagsins hvort sem litið er til iðnaðar, sjávar- útvegs eða ferðaþjónustu.“ Sigurður Hannesson bendir á að á síðustu árum hafi verið mikið um- leikis í verktaka- og byggingastarf- semi. Ný hótel hafi verið reist víða um land á undanförnum áratug og hafi kröftum byggingariðnaðar ver- ið beint í þá átt. Nú hefur dregið úr fjárfestingu þar samhliða því sem dregur úr hröðum vexti ferðaþjón- ustunnar. „Ef við lítum aftur á móti til byggingar íbúðarhúsnæðis þá var lítið byggt á árunum eftir 2008 en meira undanfarin ár. Nú eru vís- bendingar um að minna sé í píp- unum. Dregið hefur úr sementssölu og sölu á steypustyrktarjárni auk þess sem nýleg talning Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu bendir til minni umsvifa en áður var talið.“ Nú er rétti tíminn Byggingariðnaðurinn er mjög sveigjanlegur, segir Sigurður. Sem dæmi nefnir hann að þegar mest var voru ríflega 16 þúsund launþeg- ar starfandi í byggingariðnaði árið 2007 en voru um 14.500 í júlí síðast- liðnum. Hafði fjöldinn þá staðið í stað frá fyrra ári. Iðnaðurinn geti því sannarlega tekist á við aukin verkefni. „Nú er rétti tíminn til opinberra framkvæmda og brýn verkefni bíða. Það er slaki í hagkerfinu um þessar mundir sem stjórnvöld eiga einmitt að nýta og ráðast í framkvæmdir sem eru arðbærar á allan mæli- kvarða.“ Opinberar framkvæmdir kærkomnar  SI fagna samgöngusáttmála  Rétti tíminn til verka þegar slaki er í hagkerfinu  Fjárfest í hagvexti Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Framkvæmdir við samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum eiga meðal annars að losa um margvíslegar teppur og tafir. Sigurður Hannesson Köld böð gætu hægt á stækkun vöðva að því er ný rannsókn sem birtist í Journar of Applied Physio- logy hefur leitt í ljós. Að henni stóðu sérfræðingar úr Deakin University og Victoria University í Melbourne í Ástralíu auk annarra fræðimanna. 16 sjálfboðaliðar, heilsuhraustir karlmenn sem voru óvanir að stunda lyftingar, tóku þátt í rannsókninni og var þeim skipt í tvo hópa. Annar hóp- urinn sat í 10 gráða köldu baði að þol- og styrktaræfingum loknum, sem fóru að jafnaði fram þrisvar í viku, en hinn ekki. Eftir sjö vikur höfðu allir þátttakendur rannsókn- arinnar aukinn vöðvamassa en hóp- urinn sem slapp við kalt bað að æf- ingu lokinni státaði af stærri vöðvum með meira vaxtapróteini en raunin varð hjá fyrri hópnum. Rannsóknum á köldum böðum er ábótavant en þó hefur tekist að sýna fram á það að kuldinn hægi á end- urheimtarferli líkamans, sem fer af stað eftir styrktar- eða þolæfingu. Þórarinn Sveinsson, prófessor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að slíkar niðurstöður séu sífellt að koma betur í ljós en hann álíti sjálfur að kæling hljóti að hafa nei- kvæð áhrif á einhverja þætti endur- heimtarferlis líkamans. „Það sem kælingin gerir fyrst og fremst er að deyfa sársauka og auka vellíðan. Hún hefur einnig sálræn áhrif og minnkar sársaukaboð til heilans en þar af leiðandi losnar líka um vellíðanarefni í heilanum. Það er það sem íþóttamenn upplifa,“ sagði Þórarinn. Hann telur að þegar sársaukinn sé minni telji íþróttamenn sig tilbúna í næstu átök. Þá segir hann rannsókn- ir benda til þess að fari íþróttamenn í kalt bað að átökum loknum verði þeir sprækari daginn eftir. Köld böð hægja á stækkun vöðva  Lífeðlisfræðingur segir niðurstöður nýbirtrar rannsóknar ekki koma á óvart  Neikvæð áhrif á endurheimtarferli Morgunblaðið/Valgarður Gíslason Kalt Íþróttamenn hafa lengi stund- að köld böð til að bæta árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.