Morgunblaðið - 30.09.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Marokkó
24. október - 9 nætur Verð frá kr.
89.995
Agadír
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Þetta er heillitur veðhlaupari, ekki
satt? Ég er bara með hvítan,“ heyr-
ist úr einu horni. „Ég er með bleik-
an gyðing. Hann þarf bara smáljós
og þá verður hann góður,“ heyrist
úr öðru.
Þetta var á meðal þess sem mátti
heyra þegar pottaplöntuunnendum
var boðið að koma með blóm og
græðlinga sína til að skiptast á við
aðra ræktendur í Borgarbókasafn-
inu Árbæ í gær. Þar kenndi ýmissa
grasa, í orðanna fyllstu merkingu,
og mátti fljótt sjá að blóm og græð-
lingar geta gefið lífinu mikinn lit ef
rétt er farið að.
Hertaka helming hússins
„Ég hætti að drekka og vantaði
eitthvað að gera,“ segir Viðar Örn
Pálsson, einn plöntuunnenda, þegar
blaðamaður spyr hann hvernig
áhuginn fyrir pottaplöntum hafi
kviknað. Viðar sökkti sér í plöntu-
ræktina fyrir um tveimur árum og
hafa plönturnar síðan þá „hertekið
hálft húsið“. „Konan er sem betur
fer ekki búin að henda mér út,“
bætir hann við og glottir. Á meðal
þess sem hann býður til skipta eru
piparplöntur, sætur og sterkur pip-
ar, sem hann notar sjálfur gjarnan í
matargerð, sem dæmi til sósu- og
sultugerðar.
Annar blómaunnandi, Nilsína
Larsen Einarsdóttir, er búinn að
skipta stórum hluta ræktunar sinn-
ar þegar blaðamaður kemur við hjá
henni. „Ég er komin með freknulauf
og indíánafjöður,“ segir hún og
blaðamaður rekur upp stór augu,
enda alger nýgræðingur þegar kem-
ur að grasafræði. „Veðhlaupari, frið-
arliljur og gangandi gyðingur,“ seg-
ir hún svo spurð um hvað hún hafi
komið með til skiptanna. Aðspurð
segir hún að plönturæktin hafi átt
hug hennar og hjarta síðasta eina
og hálfa árið og segir ástæðuna fyr-
ir áhuganum vera að henni þyki
gott að hafa lifandi hluti í kringum
sig.
Plöntuunnandi í tugi ára
Í samtali segir Katrín Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri Borgarbóka-
safnsins Árbæ, að plöntuskiptin hafi
verið haldin í bókasafninu í annað
skipti í gær. Þau hafi fyrst verið
haldin í vor, þá hafi margir komið
með útiblóm líka, en inniblómin hafi
verið í forgrunni í gær. Segir hún
að plöntuskiptin séu hluti af því
fjölbreytta starfi sem staðið er að á
bókasafninu.
Aðspurð segir hún að ívið fleiri
hafi mætt í gær en í vor og áhugi á
pottaplöntum sé greinilega mikill
hjá sumum. Hún hafi sjálf verið
mikill pottaplöntuunnandi lengi,
jafnvel þegar færri gáfu slíku
gaum, upp úr 1980-90. „Það var
bara eitthvert gamaldags fólk eins
og ég sem var með pottaplöntur
þá,“ bætir hún við og hlær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markaðurinn Plöntuunnendur voru þægilegustu viðsemjendur og skiptust bróðurlega á plöntum og græðlingum.
Hætti að drekka og
fór að safna plöntum
Plöntuunnendur skiptu á gyðingum og veðhlaupurum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skoðað Fólk með græna fingur athugar plönturnar hvað hjá öðru.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Upplýsingaöflun um akstursferðir landsmanna
til innheimtu veggjalda gæti brotið í bága við
persónuverndarlög. Verði gjöldin innheimt
með því að greina bílnúmer bifreiða væru
stjórnvöld að safna persónugreinanlegum upp-
lýsingum, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra
Persónuverndar.
„Þetta er stórt atriði í nýrri persónuvernd-
arlöggjöf, hversu mikið við viljum láta rekja
okkar ferðir,“ sagði Helga. Séu upplýsingarnar
persónugreinanlegar þurfi að tryggja að heim-
ild sé til vinnslu upplýsinganna og öryggi
þeirra sé tryggt svo fátt eitt sé nefnt.
Helga segir þó að yfirvöld geti skoðað hvort
slík vinnsla persónuupplýsinga sé heimil á
grundvelli almannahagsmuna.
„Ef þessar upplýsingar eru taldar nauðsyn-
legar í þágu samgöngumála í Reykjavík þá
þarf sá sem vinnur upplýsingarnar að hafa
skýra heimild til þess,“ sagði hún til útskýr-
ingar. Sé hún til staðar þá gæti jafnframt verið
nauðsynlegt að fræða fólk um hvað felist í upp-
lýsingasöfnuninni.
Sem dæmi nefnir Helga að í Kína reki
stjórnvöld ferðir einstaklinga óspart og safni
gögnum fyrir svokallað „credit-score“ sem fel-
ur meðal annars í sér stigagjöf fyrir hvern
íbúa.
„Þá er spurningin hvernig samfélagi við vilj-
um lifa í. Við höfum skilning á því að fleiri og
fleiri skref borgara séu skráð en sá skilningur
á sér ákveðin takmörk,“ sagði hún.
Ekki er enn ljóst með hvaða hætti veggjöld-
in verða innheimt en búast má við því að gjald-
heimtan verði rafræn og muni hafa takmörkuð
áhrif á umferðarhraða. Því er ekki gert ráð fyr-
ir því að sett verði upp gjaldhlið líkt og við
Hvalfjarðargöngin. Áætlað er að gjaldtakan
hefjist árið 2022.
Veggjöld standist persónuverndarlög
Gæta þarf þess að nýtilkomin veggjöld standist persónuverndarlög Innheimtan verður líklega
rafræn Upplýsingar um akstur eru persónugreinanlegar sé þeirra aflað með því að greina bílnúmer
Morgunblaðið/Hari
Gjöld Innheimta þeirra verður líklega rafræn
en hún þarf að standast persónuverndarlög.
Um 18% grunnnema við Háskóla Ís-
lands þjást af miklum tannlæknaótta,
-kvíða og -fælni og 19,2% hafa slíkan
ótta á miðstigi, að því er fram kemur í
BS-lokaverkefni Ölrúnar Bjarkar
Ingólfsdóttur í tannsmíði við Tann-
læknadeild Háskóla Íslands.
„Það er hætta á því að vítahringur
myndist hjá þeim sem upplifir þenn-
an ótta. Til eru dæmi um það að fólk
leiti ekki til tannlæknis fyrr en allt er
komið í það mikið óefni að fólk getur
ekki tuggið mat af sársauka. Þá tek-
ur við mikil meðferð sem felur í sér
mikinn sársauka og getur jafnvel
aukið kvíðann,“ sagði Ölrún.
Rafræn könnun var send á alla
nemendur á aldrinum 20-25 ára,
skráða í grunnnám við Háskóla Ís-
lands í febrúar 2019 og voru þeir
spurðir um líðan sína gagnvart ýms-
um aðstæðum tengdum tann-
læknaheimsóknum. Af niðurstöð-
unum má ætla að umfang
tannlæknaótta sé sambærilegt í öðr-
um kimum samfélagsins, að því er
ályktað er í lokverkefninu.
Tannlæknaótti, -kvíði eða -fælni
getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir
tannheilsu þeirra sem þjást af slíku
og forðast tannlæknaheimsóknir af
þeim sökum. Ölrún segir að erlendar
rannsóknir bendi til þess.
Þó höfðu 88% þátttakenda rann-
sóknarinnar sótt sér tannlæknaþjón-
ustu síðastliðin tvö ár, sem bendir til
þess að kvíðinn aftri ekki öllum þeim
sem af honum þjást.
„Þessi 12% hafa kannski ekki farið
einmitt vegna kvíða,“ sagði Ölrún.
Kostnaður vegna tannlæknaþjónustu
var aðalástæða þess að þátttakendur
fóru ekki eins oft til tannlæknis og
þeir myndu helst vilja, en 73,2% þátt-
takenda tóku ekki undir það.
Efnisval Ölrúnar er ekki tilviljun
þar sem hún hefur sjálf glímt við
tannlæknaótta frá unga aldri. Hún
lenti í miður skemmtilegri reynslu
hjá tannlækni sem gerði það að verk-
um að hún hefur ávallt kviðið fyrir
því að setjast í tannlæknastólinn. Þá
var tannlæknirinn of harðhentur og
hugaði lítið að þægindum og nær-
gætni.
„Ef ég myndi halda áfram með
rannsóknina þá myndi mig langa til
að vita hvaða ástæða liggi að baki
hræðslunni, hvort sem það er vond
reynsla, uppeldi eða annað,“ sagði
hún. Hún tekur fram að viðhorf og
viðmót tannlækna hafi þó breyst til
hins betra með árunum, hvað þessi
mál varðar.
Margir þjást af
tannlæknaótta
Kvíðinn kemur niður á tannheilsu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvíði Margir háskólanemar óttast
að setjast í tannlæknastólinn.