Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 8

Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Styrmir Gunnarsson skrifar umsundrungaraflið ESB: „Fólk horfir agndofa til Bretlands og þeirra miklu átaka, sem þar standa yfir um þá einföldu aðgerð að framfylgja vilja meirihluta brezku þjóðarinnar í þjóð- aratkvæðagreiðslu um útgöngu úr ESB. Það virðist ekkert lát á mark- vissum og skipuleg- um aðgerðum Brussel til að koma í veg fyrir að sá lýðræðislegi vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Bretland er að sjálfsögðu skýr- asta dæmið um það hvílíkt sundr- ungarafl Evrópusambandið er orðið, sem í upphafi fór af stað sem viðleitni Evrópuþjóða til að binda enda á styrjaldir þeirra í milli.    Jafnvel hér á Íslandi hefur þettasundrungarafl skilið eftir sig spor. Innan Sjálfstæðisflokksins ríkti mikil samstaða allt kalda stríðið og þau ágreiningsmál sem upp komu voru smávægileg sbr. aronskuna. En ólík afstaða til ESB hefur þegar leitt til klofnings þess flokks sem á ríkan þátt í því að hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Og jafnvel raddir um að hann gæti klofnað aftur vegna sama máls.    Er ekki kominn tími til að Evr-ópuþjóðir horfist í augu við að það sem átti að sameina þær er að sundra þeim?“    Vissulega er mikið áhyggjuefnihve ókjörnir embættismenn ESB hafa náð að valda miklum skaða með ofsafenginni fram- göngu. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings verða að grípa í taumana ef ekki á verr að fara. Líka hér á landi. Styrmir Gunnarsson Sundrandi sameiningarafl STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA „Lítil og meðalstór ríki, sem reyndar eru þorri aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, ættu ekki að skorast und- an því að láta meira að sér kveða á al- þjóðavettvangi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna aðfaranótt laugardags og bætti við að Ísland væri fyrir sitt leyti reiðubúið til að axla ábyrgð og hefði jafnt og þétt bætt í framlag sitt til Sameinuðu þjóðanna. Guðlaugur Þór sagði í ræðunni að loftslagsbreytingar væru ein mesta áskorun okkar tíma, ef ekki sú mesta. Þær hefðu áhrif á öryggi heimsins, sjálfbæra þróun, heilbrigði umhverfisins og þegar upp væri staðið siðmenningu okkar. „Á norðurslóðum, þar á meðal í landi mínu, sjáum við jökla hverfa og bráðna og höfin og lífið í höfunum tekur hröðum breytingum,“ sagði hann og lagði áherslu á að Ísland væri staðráðið í að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins 2030. Hann lagði einnig áherslu á mann- réttindi og sagði að þar sem á næsta ári yrði 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna minnst væri rétt að hafa í hávegum arfleifð þeirrar kynslóðar, sem stofnaði þær eftir hrylling seinni heimsstyrjaldarinnar. Lítil og meðalstór ríki láti að sér kveða  Utanríkisráðherra ræddi loftslagsmál og mannréttindi á allsherjarþingi SÞ Á allsherjarþingi Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpar SÞ. Verslunarmiðstöðin Kringlan var verðlaunuð á alþjóðlegri verð- launahátíð alþjóðlegra samtaka verslunarmiðstöðva, sem á ensku heita International Council of Shopping Centers (ICSC). Verðlaun Kringlunnar voru veitt á föstudag í flokknum þjónusta fyrir rafræna aðstoð við viðskiptavini í jólagjafaleit síðustu dagana fyrir jól, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Verkefnið hét Neyðarpakkatakk- inn og var hann hannaður eins og sos-merki og auglýstur á fé- lagsmiðlinum Facebook. Með því að ýta á takkann fékkst samband við þjónustufulltrúa hjá Kringlunni í gegnum samskiptaforritið Messen- ger. Fengu yfir eitt þúsund við- skiptavinir aðstoð með þessum hætti. Í tilkynningunni segir einnig að keppt hafi verið í 10 flokkum. Í þjón- ustuflokknum voru einnig tilnefnd verkefni frá Danmörku, Ítalíu, Portúgal, Danmörku, Belgíu og Lettlandi. Kringlan hefur tvisvar áð- ur hlotið verðlaun frá samtökunum, árið 2012 fyrir Miðnætursprengju og árið 2014 fyrir leikinn Kringlu- kröss. Kringlan fær alþjóðleg verðlaun Verðlaun Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, og Bald- vina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, taka við verðlaununum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.