Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.09.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Flugfarþegi sem var að koma frá Newark-flugvelli í Bandaríkjunum tilkynnti flugstöðvardeild lögregl- unnar á Suðurnesjum í liðinni viku að stolið hefði verið úr tösku hans. Fannst honum taskan létt þegar hann tók hana af færibandinu í Leifsstöð. Jón Þór Karlsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeildinni, sagði í samtali við mbl.is að mál af þessu tagi gætu verið erfið úrlausnar. „Það er alls ekki auðvelt að leysa þetta. Við höfum ýmis úrræði hérna á svæðinu til þess að kynna okkur þetta og fylgjast með farangri. Stóra vandamálið er náttúrlega ef þetta gerist ekki hérna á okkar svæði,“ sagði hann. Skömmuðust sín Þá var lögreglu tilkynnt að myndavél hefði verið stolið af far- þega í flugstöðinni. Í myndavéla- kerfi flugvallarins sást að farþeg- inn hafði misst litla tösku með myndavélinni án þess að taka eftir því. Skömmu síðar bar að tvo menn sem skoðuðu það sem var í töskunni og hirtu myndavélina. Lögreglan hafði uppi á þeim fingralöngu sem skömmuðust sín og skiluðu mynda- vélinni. Flókið þeg- ar stolið er úr farangri Morgunblaðið/Frikki Stuldur Taskan léttist á leiðinni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi skóladaga á Íslandi á grunn- og framhaldsskólastigi er 180 dag- ar á ári, sem er sama og meðaltal fjölda skóladaga í Evrópulöndum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Eurydice-rannsóknar þar sem gerður var samanburður á lengd skólaársins 2019/2020 og fjölda frídaga á grunn- og framhalds- skólastigi í 38 Evrópulöndum. Menntamálastofnun (mms.is) kynnti niðurstöður rannsókn- arinnar. Á Norðurlöndunum fimm eru fæstir skóladagar í Svíþjóð þar sem þeir eru 178 á ári. Næst kem- ur Ísland með 180 daga, í Noregi og Finnlandi eru skóladagar rétt um eða innan við 190 á ári. Danir eru með flesta skóladaga, 200 á ári, en þeir og Ítalir eru með lengstu skólaárin í Evrópu. Skólaárið er styst í flæmska hluta Belgíu þar sem það er 157,5 dag- ar. Misjafnlega löng sumarfrí Sumarfrí í skólum á Norð- urlöndum eru lengst 9-11 vikur og á það við um Ísland, Svíþjóð og Finnland. Sumarfrí í norskum skólum eru 7-9 vikna löng. Dansk- ir nemendur þurfa hins vegar að sætta sig við sumarfrí sem er inn- an við sjö vikna langt. Sé litið til allra landanna 38 sem rannsóknin náði til er ljóst að skólafrí eru mislöng milli landa en samt er skólaárið svipað að lengd í Evrópulöndum þegar heildarfjöldi skóladaga er skoðaður. Skólaárið hefst yfirleitt í ágúst í tíu löndum eða svæðum. Danir og Finnar eru fyrstir til að hefja kennslu hvert skólaár. Skólaárið hófst hins veg- ar 2. september í átján löndum/ svæðum og víða í Suður-Evrópu, Búlgaríu og Lúxemborg er al- gengt að skólaárið hefjist um miðj- an september. Öll löndin eiga það sameiginlegt að gefin eru tveggja vikna löng frí um jól og áramót í skólum. Þó eru dæmi um vikulöng jólafrí eins og í Slóveníu og Serbíu og allt upp í þriggja vikna löng frí í Þýska- landi. Einnig er algengt að gefin séu haustfrí, páskafrí og vetrarfrí nálægt föstubyrjun. Eurydice, sem gerði rannsókn- ina, er upplýsinganet Evrópusam- bandsins um menntamál í Evrópu. Það nær til 38 landa sem taka þátt í Erasmus+-áætluninni en í þeim hópi eru m.a. EFTA-ríkin. Ísland hefur tekið þátt í Eurydice frá 1994. Skólaárið á Íslandi er meðallangt  Næstfæstir skóladagar hér á Norðurlöndum  Rannsókn á lengd skólaárs og skólafríum í Evrópu Björgunarsveitarmenn björguðu í gær fólki sem lenti í sjálfheldu í brattlendi við Tröllafoss í Mosfells- dal. Útkall barst skömmu eftir há- degi og fannst fólkið skömmu síðar. Björgunarmenn létu sig síga nið- ur til fólksins og aðstoðuðu það við að komast niður brattann. Fólkið var óslasað, en skelkað. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að aðgerðin hafi gengið vel og fólkið verið ánægt að komast niður. Bjargað úr sjálfheldu við Tröllafoss Aðgerð Björgunarsveitarmenn láta sig síga við Tröllafoss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.