Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 11
Trollbátur Farsæll glæsilegur að sjá í Grundarfjarðarhöfn á laugardag. Morgunblaðið/Alfons Finsson Bæjarstjórinn Sjávarútvegur virkur þátttakandi í atvinnuháttabreytingum, segir Björg. Bátarnir nýju í baksýn. Morgunblaðið/Alfons Finsson Smáir en knáir trollbátar í nýrri höfn  Tveir til Grundarfjarðar  Notaðir úr Grindavík  Þriðji á morgun  Bylting , segir bæjarstjóri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Útgerðir FISK Seafood og Soff- aníasar Cecilssonar í Grundarfirði tóku á laugardaginn við tveimur bátum sem leysa eldri skip af hólmi. Nýju bát- arnir, Farsæll SH-30 og Sig- urborg SH-12, komu inn til Grundarfjarðar laust eftir há- degi og tók fjöl- menni þar á móti skipunum og áhöfnum þeirra við athöfn sem var hátíðleg. Sækja á fleiri mið Bátarnir, sem keyptir voru af Gjögri hf., verða gerðir út frá Grundarfirði og er þeim ætlað að sinna veiðum á til dæmis sólkola, skarkola og steinbít. Farsæll, skip frá 2009, hét í eigu fyrri útgerðar Áskell EA og er 362 brúttótonn. Sigurborgin, pólsk smíði frá 2006, var áður Vörður EA og er 485 brúttótonn. „Núna erum við að fá smáa en knáa trollbáta sem vonandi munu gera okkur kleift að sækja á fleiri mið en fyrr, fjölga aflategundum og auka um leið rekstraröryggið,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson út- gerðarstjóri um skipin nýju. Reiknað er með að gamli Farsæll SH og Sigurborg SH, sem nú víkja fyrir yngri skipum, verði seld og ef ekki fari þau í pottinn Stórstígar breytingar „Engum dylst að það eru tímar stórstígra breytinga í samfélaginu, sem eru þegar farnar að hafa mik- il áhrif. Breytingarnar eru svo víð- tækar að talað er um fjórðu iðn- byltinguna,“ sagði Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grund- arfirði, í ávarpi sem hún flutti við móttöku skipanna tveggja. „Þess vegna er það ánægjulegt að ekki síst sjávarútvegurinn er virkur þátttakandi í þeim tækni- og at- vinnuháttabreytingum sem nú eiga sér stað. Með því skapar hann sér einmitt stöðu til að vera áfram undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar.“ Við þetta er því að bæta að á morgun, þriðjudag, kemur þriðja nýja skipið til Grundarfjarðar. Það er nýr Runólfur SH 135 í eigu fyrirtækisins Guðmundar Runólfs- sonar hf. Skipið, sem er 486 brúttótonn, hét áður Bergey VE 544 og var í eigu Bergs-Hugins/ Síldarvinnslunnar. Fer á Vestfjarðamið „Mér líkar vel við skipið,“ segir Guðmundur Kristján Snorrason, skipstjóri á Farsæli SH. „Við sigld- um úr Reykjavík hingað til Grund- arfjarðar í leiðindaveðri aðfara- nótt laugardags en alls gekk vel.“ Ráðgert er að Farsæll fari til veiða um næstu helgi og er skip- stjóranum uppálagt að veiða ýsu, kola og steinbít á Breiðafirði og Vestfjarðarmiðum. Níu menn verða eru í áhöfn Farsæls og hver túr verður sex dagar hið mesta. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Áhugavert Margir skoðuðu bátana sem breytu miklu í Grundarfirði. Guðmundur K. Snorrason FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Deigla Hross og fólk. Réttarstörfunum fylgir jafnan stemning og gleði. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hross Hvar er klárinn minn í stóðinu? sagði hestamaðurinn með hattinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.