Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar efna-hagshremm-ingar gengu
yfir heiminn fyrir
rúmum áratug og
íslensku bankarnir
féllu í kjölfarið
ákváðu nokkrir
miður vandaðir
áróðurs- og stjórn-
málamenn hér á landi að grípa
tækifærið og gera atlögu að
stjórnarskrá landsins samhliða
því að freista þess að koma
landinu inn í Evrópusambandið.
Ýmsar fjarstæðukenndar
ályktanir voru dregnar af falli
bankanna, bæði í pólitískum til-
gangi og til að dreifa athyglinni
frá þeim sem ábyrgðina báru,
en ein þeirra sem er fjærst
veruleikanum hlýtur að vera sú
kenning að stjórnarskráin hafi
brugðist og að eitt af því sem
læra verði af þessum miklu at-
burðum sé að stjórnarskráin sé
ónothæf og að henni verði að
breyta.
Það féll í hlut vinstristjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur og
Steingríms J. Sigfússonar fljót-
lega eftir fall bankanna að ráð-
ast í brýn verkefni sem tengd-
ust endurreisn bankanna og
efnahagslífsins og að tryggja að
áfallið yrði sem minnst fyrir al-
menning í landinu og að þjóð-
arbúið sigldi sem fyrst upp úr
öldudalnum. Í stað þess að setja
alla orkuna í þessi brýnu verk-
efni var mikil orka sett í þau tvö
óþurftarverkefni sem nefnd
voru hér að ofan, að ráðast á
stjórnarskrána og að koma Ís-
landi inn í Evrópusambandið.
Árið 2010 var efnt til kosningar
til stjórnlagaþings þar sem
áhugi almennings, þrátt fyrir
mikinn áróður í aðdraganda
kosningarinnar, var ekki meiri
en svo að aðeins rúmur þriðj-
ungur sá ástæðu til að taka þátt.
Reyndist þetta lélegasta kosn-
ingaþátttaka í sögu lýðveldisins.
Þessum óförum vinstristjórn-
arinnar fylgdi svo að kosningin
var dæmd ógild í hæstarétti,
sem er auðvitað líka einstakt.
Þetta dugði ríkisstjórninni
ekki til að hætta við árásirnar á
stjórnarskrána og einbeita sér
að brýnum verkefnum. Þess í
stað var ákveðið að hafa dóm
hæstaréttar að engu og skipa í
það sem kallað var stjórnlaga-
ráð þá sem engan stuðning
höfðu fengið í ógildri kosningu
til stjórnlagaþings. Þessi ótrú-
legi farsi hélt svo áfram með
öðru þjóðaratkvæði árið 2012,
þá um tillögur hins ógilda
stjórnlagaráðs. Í þeirri at-
kvæðagreiðslu kom aftur í ljós
að minnihluti landsmanna hafði
áhuga á þessu brölti vinstri-
stjórnarinnar.
Þessi endurteknu áföll and-
stæðinga stjórnarskrárinnar
urðu ekki til að eyða rang-
hugmyndum þeirra
um að nauðsynlegt
væri vegna falls
bankanna að endur-
skrifa stjórn-
arskrána og hefur
þeirri umræðu ver-
ið haldið áfram all-
ar götur síðan af
litlum en háværum
hópi.
Nú á enn að leggja á djúpið og
ráðast í breytingar á stjórnar-
skránni. Til undirbúnings að
þessu sinni ákvað ríkisstjórnin
að láta gera skoðanakönnun um
afstöðu almennings til stjórn-
arskrárinnar. Eftir allar árás-
irnar undanfarinn rúman ára-
tug hefði mátt ætla að mikil
óánægja væri með stjórn-
arskrána, en svo er ekki. Ein-
ungis 8% þeirra sem svöruðu
sögðust mjög óánægðir með
stjórnarskrána og aðeins 19%
til viðbótar voru frekar óánægð-
ir. Stærri er vandinn ekki. Um
3⁄4 eru ekki óánægðir með
stjórnarskrá Íslands og mun
fleiri eru beinlínis ánægðir en
óánægðir.
Í ljósi sögunnar, meðal ann-
ars þess litla áhuga sem þjóðin
hefur á undanförnum árum sýnt
á þátttöku í breytingum á
stjórnarskránni, kemur þessi
niðurstaða ekki á óvart. Allir
vita, nema ef til vill nokkrir há-
værir áróðursmenn, að stjórn-
arskráin hefur reynst Íslandi
vel. Og stjórnarskrá er þess eðl-
is að það er ekki ókostur að hún
sé komin nokkuð til ára sinna og
hafi ekki tekið miklum breyt-
ingum, að ekki sé talað um
grundvallarbreytingnum. Þvert
á móti er það kostur að stjórn-
arskráin var ekki sett í gær og
að komin er góð reynsla á hana.
Vissulega hefur henni nokkr-
um sinnum verið breytt í ein-
stökum atriðum, jafnvel all-
mikið, en það hefur ekki verið
gert í andrúmslofti ófriðar og
atlögu að stjórnarskránni þar
sem reynt hefur verið að knýja í
gegn vafasamar breytingar eða
jafnvel að lauma þeim í gegn
eins og nú stendur til með hug-
myndum um að „taka upp nýtt
ákvæði um alþjóðasamstarf“.
Þar er um að ræða ákvæði sem
þeir sem reyndu að nýta fall
bankanna til að koma Íslandi
inn í Evrópusambandið styðja
af miklum ákafa. Með því á að
auðvelda þeim að þoka landinu
enn nær Evrópusambandinu en
þegar hefur verið gert. Ef til vill
er þetta einmitt ástæða þess að
árásin á stjórnarskrána var sett
af stað eftir fall bankanna sam-
hliða tilrauninni til að koma Ís-
landi inn í ESB og því miður er
ekki hægt að útiloka að þetta sé
einnig ástæðan fyrir því að enn
er unnið að því að breyta stjórn-
arskránni, þrátt fyrir augljóst
áhugaleysi þjóðarinnar.
Atlagan að stjórn-
arskránni ætlar
engan enda að taka
þrátt fyrir afstöðu
almennings og
áhugaleysi }
Enn er unnið
óþurftarverk
Þ
að þótti undarleg sú mikla leynd
sem var yfir samkomulagi sem
forsætis-, fjármála- og sam-
gönguráðherra undirrituðu með
borgar- og bæjarstjórum á
höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Þörfin fyr-
ir leyndina varð þó öllum ljós þegar undir-
ritað plaggið birtist loks sl. fimmtudag.
Fyrstu viðbrögð undirritaðs þegar plöggin
voru birt voru að hugsa „Hvað ætli Eyþór
hafi gert Bjarna?“en eftir að hafa lesið sam-
komulagið vandlega situr eftir spurningin
„Hvað hafa skattgreiðendur gert ríkisstjórn-
inni?“
Í samkomulaginu, sem væri réttara að
kalla viljayfirlýsingu, tekst á sex blaðsíðum
að færa ríkinu skyldur upp á rúma 100 millj-
arða – eitt hundrað þúsund milljónir! En
skyldur sveitarfélaganna eru sáralitlar.
Það verður sérstakt rannsóknarverkefni að finna út úr
því hvernig samningamenn ríkisins létu plata sig með
þessum hætti. Höfuðið var svo bitið af skömminni með
því að ramma fullnaðarsigur borgarstjóra inn með því að
sleppa borginni við að takast á hendur skuldbindingar
um legu Sundabrautar og yfirhöfuð að því mikilvæga
verkefni verði sleppt úr gíslingu borgaryfirvalda.
Staðreyndin er sú að engin þeirra framkvæmda sem
ætlunin er að vinna að á stofnbrautakerfi höfuðborgar-
svæðisins er ný af nálinni, nema ef vera skyldi að setja
hluta Sæbrautar í stokk. Öll önnur verkefni voru á áætl-
un en höfðu liðið fyrir samkomulag ríkis og sveitarfélaga
frá 2012 um stórframkvæmdastopp á höfuðborgarsvæð-
inu. Viðbótin í „pakkanum“ felst í verkefnum
tengdum hinni mjög svo óskilgreindu borgar-
línu. Vegna hennar skal sækja 60 milljarða
(nettó) í vasa bifreiðaeigenda.
Gjaldtökuhugmyndirnar eru jafnvel enn
verr skilgreindar en þessi svokallaða borgar-
lína. Í samkomulaginu undirgangast ráðherr-
arnir að flýti- og umferðargjöld verði skil-
greind og innheimt til að ná fram markmiðum
samkomulagsins. Það var ekki liðinn sólar-
hringur frá undirritun þegar fjármálaráð-
herra mætti í prýðisgott viðtal á mbl.is þar
sem hann talaði fyrir því að sala Íslandsbanka
gæti fjármagnað samkomulagið.
Til viðbótar við þær upphæðir sem þegar
hafa verið nefndar var undirritað hlið-
arsamkomulag varðandi rekstur almennings-
samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er
lagður grunnur að því að sækja 12 milljarðar frá rík-
issjóði til viðbótar við þá 10 sem ríkissjóður hefur þegar
ráðstafað í rekstur almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu á grundvelli áðurnefnds sam-
komulags um stórframkvæmdastopp.
Hingað til hafa 7 milljarðar af áður áætluðu fram-
kvæmdafé Vegagerðarinnar farið í rekstur Strætó bs.
með þeim árangri að hlutfall farinna ferða með strætó á
höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haggast á samningstím-
anum, það var 4,0% árið 2012 og er enn 4,0%! Það verður
dýr lexía ef árangurinn verður svipaður af borgarlínu-
ævintýrinu.
Bergþór
Ólason
Pistill
Hvað hafa skattgreiðendur
gert ríkisstjórninni?
Höfundur er þingmaður Miðflokksins bergthorola@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjónvarp Ríkisútvarpsins(RÚV) sýndi meirihlutannaf þeim íslensku kvikmynd-um, heimildamyndum og
sjónvarpsþáttum sem framleiddir
voru hér og fengu endurgreiðslu
vegna kvikmyndagerðar á árunum
2017 og 2018. Framleiðendur um-
rædds efnis fengu endurgreitt allt að
25% framleiðslukostnaðar sem féll til
hér á landi.
Kvikmyndamiðstöð Íslands
(KMÍ) heldur utan um endurgreiðsl-
urnar og birtir yfirlitstöflur um þær á
vef sínum (kvikmyndamidstod.is).
Samkvæmt þeim fengu 54 verkefni
endurgreiðslur á árinu 2017, samtals
um 961 milljón. Um var að ræða
heimildamyndir, sjónvarpsþætti og
kvikmyndir. Langflest verkefnin
voru innlend, tíu voru erlend og í
tveimur tilvikum var um samfram-
leiðslu að ræða.
RÚV tók 24 þessara verkefna til
sýningar og námu endurgreiðslur
KMÍ til framleiðenda þeirra 417
milljónum. Sjónvarpið greiddi sjálf-
stæðum framleiðendum 668 milljónir
vegna kaupa á efni, meðframleiðslu
o.fl. árið 2017. Þar á meðal voru verk
sem hvorki áttu rétt á né fengu end-
urgreiðslu.
Framleiðendur fjörutíu verkefna
fengu endurgreiðslu frá KMÍ á árinu
2018 og námu þær samtals um 1.049
milljónum króna. Af þessum verk-
efnum voru 23 tekin til sýninga í
RÚV og námu endurgreiðslur vegna
þeirra verka rúmum 404 milljónum
króna. Sjónvarp RÚV greiddi sjálf-
stæðum framleiðendum rúmar 777
milljónir árið 2018. Sama gilti um þau
kaup og árið 2017.
Mikill munur á verkefnunum
Skarphéðinn Guðmundsson,
dagskrárstjóri sjónvarps, benti á að
talsverður munur væri á þessum
verkefnum, eðli þeirra og uppruna.
Hann sagði að sum væru framleidd
fyrir sjónvarp en önnur væru heim-
ildamyndir og kvikmyndir fram-
leiddar fyrir almenna dreifingu, þar
með talið í kvikmyndahúsum. Að-
koma sjónvarpsstöðva væri einungis
að vera kaupandi að sýningarrétti.
„Meirihlutinn af þessum verk-
efnum hefur verið sýndur á RÚV,
einkum vegna þess að RÚV hefur
nánast verið eini kaupandinn á sýn-
ingarrétti á nær öllum íslenskum
kvikmyndum og heimildamyndum
síðustu árin,“ sagði Skarphéðinn.
Stöð 2 sýndi fimm sjónvarps-
þáttaraðir sem fengu endurgreiðslur
frá Kvikmyndamiðstöð árið 2018 og
þrjár sjónvarpsþáttaraðir sem fengu
endurgreiðslur árið 2017. Sjónvarp
Símans sýndi a.m.k. níu sjónvarps-
þáttaraðir sem fengu endurgreiðslur
árið 2018.
Misháar endurgreiðslur
Sjónvarpsþættirnir um Stellu
Blómkvist, sem sýndir voru í Sjón-
varpi Símans, fengu hæstu endur-
greiðsluna á árinu 2018 eða tæplega
112 milljónir króna. Umsækjandi um
endurgeiðsluna var Sagafilm. Næst-
hæsta endurgeiðslan var vegna er-
lendu sjónvarpsþáttanna Legend of
Kunlun upp á 75,6 milljónir. Um-
sækjandi var Pegasus. Þriðja hæsta
endurgeiðslan var vegna kvikmynd-
arinnar Víti í Vestmannaeyjum upp
á 75,4 milljónir króna, umsækjandi
var Sagafilm. Myndin var sýnd í
kvikmyndahúsum og á RÚV.
Hæsta endurgreiðslan 2017 var
vegna erlendu kvikmyndarinnar
Justice League upp á tæpar 152
milljónir, umsækjandi var Truenorth.
RÚV sýndi meiri
hluta verkanna
Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að
„viðkomandi framleiðsla sé til
þess fallin að koma íslenskri
menningu á framfæri, kynna
sögu landsins eða náttúrunnar
eða að viðkomandi framleiðsla
sé til þess fallin að stuðla að
aukinni reynslu, þekkingu á list-
rænum metnaði þeirra sem að
framleiðslunni standa,“ að því er
segir á vef Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands (KMÍ).
Endurgreiðslukerfið heyrir
undir atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið sem hefur falið
KMÍ umsjón þess. Ráðuneytið
skipar formann þriggja
manna nefndar sem
metur umsóknir um
endurgreiðslur. Hina
tvo nefndarmenn-
ina skipa fjár-
mála- og efna-
hagsráðuneytið
og mennta- og
menningar-
málaráðu-
neytið.
Íslensk
menning
ENDURGREIÐSLUR
Skarphéðinn
Guðmundsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvikmynd Víti í Vestmannaeyjum var eitt verkefnanna sem fengu endur-
greiðslu árið 2018. Hér er hluti leikaranna við frumsýningu myndarinnar.