Morgunblaðið - 30.09.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 30.09.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Í marga mánuði hafa íslenskir frétta- menn haft frammi sví- virðingar um forseta Bandaríkja Norður- Ameríku og stjórn- völd þar í landi fyrir framkomu sína gagn- vart fólki sem hefur viljað komast til BNA frá Mexíkó og víðar. Helstu rök í frétt- unum hafa verið harð- ar ákúrur á stjórnvöld BNA vegna aðskilnaðar barna og foreldra við landamærin. Fréttamenn hafa ekki haft fyrir því að skýra frá staðreyndum í málunum. Af hálfu Bandaríkjanna var farið út í það að framkvæma svokallaðar DNA-rannsóknir á hinum svoköll- uðu foreldrum og hugsanlegum börnum þeirra. Við slíkar rann- sóknir kom fram að hinir svoköll- uðu foreldrar gátu ekki verið líffræðilegir foreldrar sumra barnanna samkvæmt DNA- rannsóknum og það sem verra var; fram kom að sum börnin komu oft- ar en tvisvar með nýjum og nýjum falsforeldrum. Höfðu þessi börn verið seld í hendur falsforeldra í von um að þeir fengju landvistar- leyfi ef þau kæmust yfir landamær- in. Er þar komin skýringin á því að enn eru börn í vörslu bandarískra yfirvalda þar sem ekki hafa fundist neinir líf- fræðilegir foreldrar barnanna sem í sumum tilvikum hafa farið fleiri en eina ferð yfir landamærin. Falsfréttamennska eins og viðhöfð hefur verið í þeim eina til- gangi að sverta stjórn- völd í Bandaríkjunum í þessum málum sýnir hvað rotið hugarfar býr að baki mörgum ósönnum fréttum sem dreift er sem heilögum sannleika. Væri mikið fengið ef íslenskir fréttamenn sneru sér að því að birta sannar fréttir að utan og af innlendum vettvangi en létu ekki falskar upplýsingar frá sér fara að- eins vegna þess að falsfréttir selj- ast betur sem æsifréttir en sann- leikurinn. Að auki er ástæða falsfrétta pólitískur ofstopi sem hrjáir margan fréttamanninn/ konuna. Fréttamennska og falsfréttir Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson » Þvælist sannleik- urinn fyrir frétta- mönnum eða seljast ósannindin betur? Höfundur er fv. skipstjóri. Allt frá því Lands- virkjun setti fram óljós- ar hugmyndir sínar um að flytja út umfram- orku um sæstreng höf- um við undirritaðir haldið því fram, að hag- kvæmt rafmagn fyrir heimili og atvinnuvegi landsins væri forgangs- mál. Þessu grundvallar- sjónarmiði megum við ekki fórna til að leysa vanda ESB í loftslagsmálum. Íslensk stjórnvöld þurfa að finna leiðir til að mæta kröf- um almennings við að efla atvinnu og orkuvinnslu hér á landi óháð þeim vanda sem orkuvinnsla Evrópu stendur frammi fyrir. Þetta, ásamt ráðandi stöðu ESB innan EES- samstarfsins, er og hefur verið grundvöllur þeirrar kröfu almenn- ings að Ísland hafi sjálft full yfirráð yfir orkuauðlindum sínum og þeirri orku sem frá þeim fæst. ESB hefur nú sameinað loftslags- mál og orkumál undir hatti Orku- sambands Evrópu og ætlast til þess að við göngum þar inn á þeirra for- sendum og leggjum okkar hreinu auðlindir undir þeirra stjórn. En loftslagsmál eru ekki einkamál Evr- ópu, heldur alls heimsins. Nýlega hafa verið stofnuð samtök mannvina og hugsuða, þar á meðal fyrrverandi forystumanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, til að berjast fyrir raunveru- lega gagnlegri stefnu í loftslags- málum. Þar má nefna fólk eins og Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritara SÞ, mannvininn Bill Gates og Chris- tiana Figueres, fyrrverandi yfirmann loftslagsmála hjá SÞ. Þau benda á hagkvæmari ráð og aðlögunarráð- stafanir sem gagnast fátækari þjóð- um betur en fjáraustur í að spara kol- efnalosun orkuvera hjá ríku iðnríkjunum en það er einmitt megin- áhersla ESB. Án þess að útiloka sam- starf höfum við því, þegar grannt er skoðað, trúlega betri tækfæri til að gera loftslagsmálum heimsins gagn utan Orkusambands Evrópu. Innan EES-samstarfsins skrifar ESB allar nýjar viðbætur sem EFTA-ríkin eiga síðan að samþykkja. Það er auðvelt að gera mistök þegar þannig er samið og það virðist einmitt hafa verið gert í EES-samningnum hvað varðar orkulindir Íslands. Skýrasta dæmið um þetta er ef til vill úrskurður Eftirlitsnefndar EES og bréf til íslenskra stjórnvalda frá 20. apríl 2016 þess efnis að allur rétt- ur til að nýta náttúrulegar auðlindir í eigu almennings og ríkis fari fram á markaðsforsendum. Þetta felur í sér að markaðurinn á að ráða nýtingu og stjórnun auðlinda okkar en eignar- réttur okkar og fullveldi skulu snið- gengin. Afleiðing þessa úrskurðar ESA verður til þess að hækka orku- verð og minnka samkeppnisforskot íslenskra iðnfyrirtækja gagnvart er- lendum. Þetta hvetur fyrirtæki til að flytja starfsemi eins og fiskvinnslu nær mörkuðunum inn í iðnaðarkjarna ESB en erfitt verður fyrir íslenskan iðnað að keppa á alþjóðlegum mörk- uðum með evrópskt orkuverð. Það sjá allir í hvaða hættu íslenskum efnahag er stefnt ef þessum úrskurði ESA er að fullu fylgt. Á frjálsum markaði sér sam- keppnin um að tryggja samhengi verðs og kostnaðar, en ríkisafskipti af fjárfestingum eins og stunduð eru innan ESB eru talin uppskrift að só- un og spillingu. Eftir að við settum ný orkulög 2003 hefur ESB aukið op- inber afskipti af markaðnum með ýmsum ráðum. Reglum um heild- sölumarkað hefur verið breytt þann- ig, að stopul vind- og sólarorka er seld á sama verði og örugg vatnsorka. Vinnslukostnaði eldsneytisstöðva er stjórnað með kolefnissköttum og -kvótum. Fjárfestingum er stýrt með niðurgreiðslu til vindrafstöðva og sól- arorkuvera sem fjármagnaðar eru með álögum á smásölustigið. Þannig reynir ESB að útrýma eiturspúandi kolastöðvum sínum en þetta er ekki lengur frjáls markaður. Jón Gunnarsson alþingismaður rit- ar grein í Morgunblaðið 6. september sl. og skrifar: „Að þessu [orkpakka-] máli loknu tel ég að mikilvægasta umræðan sé eftir, það hvernig við ætlum að tryggja heimilum og fyrir- tækjum þessa lands næga raforku á lægsta verði sem þekkist í þeim lönd- um sem við berum okkur saman við.“ Þetta má taka undir. Fyrir fólkið í landinu skiptir hrein ódýr orka til heimilanna mestu og uppbygging í framleiðslugreinum gefur atvinnuöryggi, skapar gjald- eyristekjur og eflir stoðgreinar. Loftslagsmál skipta miklu máli, en hina hreinu orku okkar á að nýta til að auka hreinleikann hér undir okkar forræði og án íhlutunar ESB. Mark- mið og leiðir í þessum málum ber stjórnvöldum að setja í opna umræðu. Ísland í Orkusambandi ESB Eftir Elías Elíasson og Svan Guðmundsson »Hina hreinu orku okkar á að nýta til að auka hreinleikann hér undir okkar forræði og án íhlutunar ESB. Elías Elíasson Elías er sérfræðingur í orkumálum. Svanur er fiskeldisfræðingur. Svanur Guðmundsson Hinn 19. september birtist í RÚV viðtal við forstjóra flæðisviðs LSH um vandamál við Sjúkrahótel LSH. Sjúkrahótelið var af- hent LSH til afnota í janúar 2019 og var það tveimur árum seinna en upprunaleg áætlun. Hótelið var tekið í notkun með vorinu og kom þá í ljós að rúmlega 30 af 75 herbergjum hótelsins voru óhæf til notkunar vegna galla. Í viðtalinu kom fram að lokið væri lagfæringum á 15 herbergjanna sem væru nú notkunarhæf, en um hin 15 væri ekki enn vitað hvað gera skyldi. Gólfin í sturtuklefunum hafa rangan halla og vatnið flæðir því inn í her- bergin í stað þess að renna í nið- urföll. Ófært er að setja þröskulda til að veita vatni þar sem þessi herbergi eru sérstaklega ætluð sjúklingum í hjólastólum. Þetta er þó ekki stórmál miðað við það sem er á ferðinni við byggingu nýja meðferðarkjarnans, sem skal byggður á árunum 2018 til 2024. Framkvæmdir við aðstöðu og jarðvinnu hófust samkvæmt áætlun vorið 2018. Í útboði verksins voru greind þau sérstöku tímamörk að út- greftri fyrir hluta meðferðarkjarn- ans skyldi lokið fyrir 1. júní 2019 þannig að verktakinn sem steypa átti upp meðferðar- kjarnann gæti hafið vinnu þar 1. júlí 2019. Í dag er þessum mörk- um ekki enn náð, þremur mánuðum seinna. En þessi seink- un skiptir þó ekki meg- inmáli því útboð upp- steypuverksins hefur ekki enn átt sér stað. Hvað þá að verktaki hafi verið valinn. Ekki er enn vitað hvenær byrjað verður á uppsteypu Meðferðarkjarnans en hún er á krít- ískum ferli verkáætlunarinnar. Margt bendir því til að hér sé um árs seinkun að ræða á fyrsta ári fram- kvæmdarinnar. Vafalítið mun þessi seinkun auka byggingarkostnaðinn. Hvaða yfirvöld ráða þessu og hvers vega? Liggur ef til vill ekkert á meðferðarkjarnanum? Er árs seinkun á byggingu með- ferðarkjarna LSH? Eftir Sigfús Thorarensen Sigfús Thorarensen »Margt bendir til að um sé að ræða árs seinkun á fyrsta ári framkvæmdarinnar. Vafalítið mun þessi seinkun auka bygging- arkostnaðinn. Höfundur er verkfræðingur og hefur starfað sem verktaki í yfir 40 ár. sigfusthor@outlook.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógó- ið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.