Morgunblaðið - 30.09.2019, Side 17

Morgunblaðið - 30.09.2019, Side 17
MINNINGAR 17Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 ✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fæddist 8. ágúst 1922 á Ósi í Breiðdal. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19. september 2019. Foreldrar Sól- veigar voru Sig- urður Jónsson (f. 19.12. 1886) og Jó- hanna Þorbjörg Sig- urðardóttir (f. 14.4. 1890). Eftirlifandi systir Sól- veigar er Jóhanna (f. 18.5. 1932) en látin systkini hennar eru Hrefna (f. 27.3. 1915), Pétur (f. 22.1. 1917), Jóhann (f. 13.11. 1919), Kristján (f. 11.9. 1926) og Svanur (f. 17.9. 1929). Á Ósi ólust upp frá unga aldri Hlíf Bjarna- dóttir (f. 19.12. 1914) og Bergur Sólmundsson (f. 4.5. 1931) sem Sólveig leit ævinlega á sem upp- eldissystkini sín. Sólveig giftist Gunnari Guð- jónssyni (f. 7.8. 1925, d. 12.2. 1995) í desember 1948. Börn Sól- veigar og Gunnars eru fjögur: 1) Ragnheiður Guðrún Gunn- arsdóttir (f. 16.7. 1948), maki Ás- geir Kaaber (f. 10.8. 1946). Börn: 1a) Gunnar Þór (f. 4.11. 1967), 1b) Sunna (f. 11.7. 1990), maki Chris Petter Spilde. 4) Sigurður Gunn- arsson (f. 11.9. 1959), maki Magn- ea Björk Ísleifsdóttir (f. 11.8. 1960). Börn: 4a) Ísleifur Örn (f. 23.7. 1980), maki Edda Rún Knútsdóttir. Dætur: Elísa Dröfn og Guðný Magnea 4b) Sólveig Rún (f. 10.10. 1985), maki Björn Brekkan Björnsson. Dætur: Birta María og óskírð, börn Björns: Erika Ýr, Íris Eva og Viktor Húni, 4c) Sólbjört (f. 13.10. 1994), maki Einar Hrafn Stefánsson. Dóttir: Ylfa Björk. d) Silja Karen (f. 27.9. 2002). Sólveig ólst upp í foreldra- húsum á Ósi í Breiðdal. Mann- margt var á Ósi og um tíma tví- býlt. Sólveig hlaut barnaskólamenntun sína í far- skóla í Breiðdal. Hún var síðar við nám við Héraðsskólann á Laugarvatni í tvo vetur. Hún fluttist til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, var m.a. í vist og vann á saumastofu. Eftir að Gunnar og Sólveig stofnuðu sína fjölskyldu var hún húsmóðir og vann að auki oft hlutastörf við ræstingar. Sólveig og Gunnar áttu heimili sitt í Reykjavík, lengst af í Ásgarði 40. Þegar Gunnar lést flutti Sólveig í Ár- skóga 6 en þar bjó hún þar til hún flutti fyrir rúmu ári á hjúkr- unarheimilið Eir. Útför Sólveigar fer fram frá Seljakirkju í dag, 30. september 2019, klukkan 13. Ingibjörg (f. 10.3. 1970), 1c) Elín (f. 29.4. 1973). Dætur Elínar: Berglind Ída og Nína. 2) Jóhanna Gunnarsdóttir (f. 3.8. 1949), maki Hjörtur Bjarni Jóns- son (f. 2.10. 1942). Börn: 2a) Gunnar Veigar Ómarsson (f. 22.5. 1970), maki Kristín Sæmunds- dóttir. Börn Gunnars eru Krist- inn, Kristófer Veigar og Eirdís Inga. Synir Kristínar eru Sæ- mundur og Margeir. Dóttir Mar- geirs er Íris Lind. Dóttir Kristins er Andrea Katrín. 2b) Hjördís Arna (f. 3.9. 1977), maki Jón Atli Bjarnason. Börn: Ísar Freyr, Kristbjörg Jóhanna og Hjörtur Bjarni. 2c) Jón Hjörtur (f. 5.3. 1980), maki Hugborg Erla Bene- diktsdóttir. Dætur: Sóldís Lilja, Eygló Ósk og Sóley María. 3) Erla Gunnarsdóttir (f. 4.4. 1953), maki Ástþór Gíslason (f. 11.10. 1951). Börn: 3a) Eldar (f. 29.5. 1977), maki Eva Einarsdóttir. Börn: Saga, Hugi og Vaka. 3b) Hrefna (f. 5.2. 1981), maki Steffen Sprotte Olsen. Sonur: Bjarki. 3c) Lögmálið segir lúta skal hver einn til foldar hverfi til duftsins í djúp hinnar heilögu moldar þó hjarta vort kalli heitt eftir ástvini kærum er dauðinn oft líkn með djúpum svefni og værum. Er sú stund rennur upp Þá stöndum vér vinfærri að kveldi hugurinn leitar í leiftur frá minningaeldi. Óbrotgjörn vakna atvik í sálinni er blunda. Aftur vér lifum atburði fegurstu stunda. Úr kveðju Guðjóns Sveinsson- ar til mömmu þegar pabbi dó. Mamma og pabbi voru lífsföru- nautar í rúm 50 ár eftir að hafa kynnst í Reykjavík. Þar bjuggu þau sér framtíðarheimili í Ásgarði 40 allt þar til pabbi dó. Uppbygging Bústaða- og Foss- vogshverfisins var spennandi vettvangur fyrir krakka, þegar ég var að alast upp, klifrandi á stil- lönsum og á þökum nýbygginga. Ég fékk ákveðið frjálsræði og traust. Ég fór í Ísaksskóla 5 eða 6 ára, sendur einn með strætó þang- að daglega. Þau hefðu sennilega verið kærð fyrir vanrækslu í dag. Mamma hafði mikinn áhuga á garðrækt og saman lögðu þau pabbi mikla vinnu í garðinn. Ör- verpið ég var ekki vinsælastur þegar ég átti það til að safna sam- an í tvö fótboltalið í garðinum í hverfakeppni, sérstaklega þegar þau voru einhvers staðar fjarver- andi. Í Ásgarði var alltaf gestkvæmt, pláss fyrir alla, ekki síst börnin sem þau umgengust sem jafn- ingja. Alla sunnudaga, eins langt aftur og ég man, safnaðist stór- fjölskyldan saman yfir veitingum, fullboðlegum í hvaða fermingar- veislu sem er. Mamma og pabbi voru mjög samrýnd og samstiga, gerðu allt saman. Pabbi var þó úti- vinnandi í tveimur störfum og mamma mest heimavinnandi. Það var gott að alast upp á þessu ást- ríka heimili. Þau sinntu samt margvíslegum áhugamálum, m.a. garðinum, þau lásu mikið, elskuðu lautarferðir og styttri bíltúra. Hvert sumar ferðuðust þau innan- lands og líka erlendis en þá að- allega til að heimsækja börnin sín sem þar bjuggu tímabundið. Það var alltaf gaman að fá þau í heim- sókn. Það klikkaði ekki að gera þurfti leit að myndavél mömmu, nokkrum sinnum, áður en hún týndi henni endanlega. Kaflaskil urðu hjá mömmu þeg- ar pabbi dó. Hún flutti í blokk í Ár- skógum þar sem hún var mjög virk í félagsstarfi íbúa, spilaði, ferðaðist innan- og utanlands, var í gönguhóp og sótti allskonar námskeið. Hún byrjaði að mála myndir eins og enginn væri morg- undagurinn. Listmálunin varð að ástríðu og eftir hana er til mikill fjöldi fallegra mynda sem prýða heimili afkomenda hennar. Mamma var skaprík, auðveld- lega kát, samúðarfull og allt þar á milli, en alltaf stillingarmann- eskja. Það var einna helst að það þyngdist á henni brúnin ef rétt- lætiskenndinni var misboðið. Hún hafði mikil áhrif á samferðafólk sitt með hógværð sinni og vænt- umþykju. Talaði aldrei illa um nokkurn mann, gerði ekki manna- mun og var gjarnan málsvari þeirra sem áttu í vök að verjast. Hún fylgdist vel með þjóðfélags- málum, grundvallaði sína afstöðu til mála á eigin hyggjuviti, var vel lesin, ræðin og stálminnug. Hún heklaði heimkomuteppi handa öllum nýburum í fjölskyld- unni, rétt náði að klára það síð- asta, eitt af þremur á þessu ári. Vel gert hjá 97 ára gamalli konu. Mamma kvaddi eftir langa og farsæla ævi. Því fylgir sorg og söknuður, en þakklæti um leið. Við fengum drjúgan tíma með henni, fögnum lífi hennar, gildum og björtum og fallegum minning- um, sem eiga eftir að fylgja okkur alla ævi. Mamma, takk fyrir allt og „gangi þér allt í haginn“. Sigurður G. Gunnarsson. Tengdamóðir mín, Sólveig Sig- urðardóttir eða Solla eins og við sem stóðum henni næst kölluðum hana alltaf, er dáin. Hún missti Gunnar, mann sinn, alltof snemma en að öðru leyti átti hún farsæla ævi. Solla var einstök manneskja, Hún var afskaplega gestrisin. Ég man vel eftir því hvað það var oft gestkvæmt og mikið líf í Ásgarð- inum. Þar var mikið spjallað, og það truflaði ekkert þótt stundum væri útvarp og jafnvel sjónvarp í bakgrunni. Það var bara hluti af stemningunni. Þessu fannst mér verðmætt að verða hluti af og dá- lítið ólíkt því sem ég átti að venjast úr foreldrahúsum. Og það brást ekki að hjá Sollu var alltaf nóg í boði með kaffinu. Solla var jákvæð í hugsun, tal- aði aldrei illa um nokkra mann- eskju og lagði alltaf gott til mála. En hún fylgdist vel með og hafði skoðanir. Ef hún var ekki sam- mála einhverju sem var til umfjöll- unar sagði hún kannski „ja ég veit það nú ekki“. Hún tók ekki dýpra í árinni, en við sem þekktum hana vissum vel hvað það þýddi. Hún var einstaklega góð við börn, sýndi þeim mikinn áhuga og fannst þau mikilvægar persónur. Barnabörnin voru orðin mörg og heimsóttu hana oft. Og hjá Sollu voru alltaf til leikföng, litir, spil o.fl. fyrir yngstu gestina. Solla var mjög dugleg. Hún vildi bjarga sér sjálf og vera öðr- um óháð. Þegar Gunnar tengda- pabbi dó fyrir næstum 25 árum lagði hún áherslu á að flytja sem fyrst í hentugra húsnæði sem lægi vel við samgöngum og þar sem stutt væri í búðir og aðra þjón- ustu. Það var til þess að hún gæti sjálf annast sín mál. Og hún fór lengstum allra sinna ferða annað- hvort gangandi eða í strætó. Stundum þegar talið barst að örlögum annarra sagði Solla að það væri skrýtið þetta líf. Og núna þegar við höfum misst svo mikið get ég svo sannarlega tekið undir það. En minningin um góða konu lifir. Ástþór. Það eru ótal margar skemmti- legar og hlýjar minningar sem koma upp í huga okkar frænd- systkinanna þegar við minnumst ömmu Sollu saman. Við erum mörg og aldursbilið er breitt svo að minningarnar eru mismunandi. Þegar litið er til baka standa sam- verustundir stórfjölskyldunnar upp úr hjá okkur öllum, en hún amma var mikil fjölskyldukona og það er henni einna helst að þakka hvað þessar stundir voru margar og góðar. Við barnabörnin áttum alltaf athvarf hjá ömmu og afa. Við gleymum aldrei sunnudags- heimsóknunum, jólunum, gisti- heimsóknunum, Þingvallaferðun- um, bláu töskunni með öllum bókunum, öllum englunum í stof- unni, tágatöskunni sem var full af töppum, sykurskúffunni góðu (og stóru) svo fátt eitt sé nefnt. Það er vitað mál hvað amma sagði um leið og hún rétti okkur afmælisgjafirnar eða annan glaðning. Yfirleitt baðst hún af- sökunar um leið og hún rétti okk- ur gjafirnar og svo fylgdi í kjölfar- ið hin klassíska setning; „það má skipta þessu“. Fastur punktur í tilveru okkar var lengi vel sunnudagsheimsókn til ömmu og afa í Ásgarðinn og síð- ar til ömmu í Árskógana. Þar svignuðu öll borð undan ofgnótt veitinga því mottó ömmu var að mátulegt er of lítið. Það fór enginn svangur heim frá henni á sunnu- dögum. Amma Solla var okkur góð fyr- irmynd. Hún var töffari og dugn- aðarforkur sem klæddist buxum þegar það tíðkaðist lítið meðal kvenna, bjargaði sér í einu og öllu og var óhrædd við að prófa nýj- ungar. Um leið og hún var alla tíð boðin og búin að aðstoða fólkið sitt þá bað hún helst aldrei um aðstoð sjálf. Hún var listræn að eðlisfari og eftir að afi dó byrjaði hún að mála fallegar landslagsmyndir af krafti, föndra og lita silki. Mörg barna- barnanna eiga eftir hana hand- prjónaða vettlinga og málverk og barnabarnabörnin eiga flest hekl- að teppi. Síðasta teppinu skilaði hún af sér í júlí síðastliðnum, tæp- lega 97 ára gömul, til yngsta af- komandans. Amma tók öllum opn- um örmum og talaði fallega og af virðingu um annað fólk. Hún gat fundið jákvæða hlið á öllu og var leikin við að afstýra ósætti í sam- ræðum. „Það getur vel verið,“ sagði amma stundum og þá viss- um við að hún var að hlusta en var ekki endilega sammála okkur. Innan fjölskyldunnar eigum við sérstakan frasa yfir hlýjuna og já- kvæðnina sem einkenndi ömmu. Í raun erum við afkomendurnir öll „sollótt“ á einn eða annan hátt og okkur þykir vænt um að amma fylgi okkur þannig áfram í lífinu. Amma Solla átti langa og far- sæla ævi. Við kveðjum hana með þakklæti í huga og óhjákvæmilega minnumst við hennar eigin kveðjuorða sem voru alltaf þau sömu: Gangi þér allt í haginn og hafðu það sem allra best. Barnabörnin, Gunnar Veigar, Hjördís, Jón Hjörtur, Gunnar Þór, Ingibjörg, Elín, Eldar, Hrefna, Sunna, Ísleifur Örn, Sólveig Rún, Sólbjört og Silja Karen. Mig langar hér að kveðja móð- ursystur mína Sólveigu Sigurðar- dóttur með nokkrum orðum. Fyrstu kynni mín af Sollu eins og hún var ætíð kölluð í mínu um- hverfi voru austur á Ósi í Breiðdal hjá foreldrum hennar og afa mín- um og ömmu. Þau hjónin, Gunnar og hún, komu oft austur á sumrin með eldri dætur sínar sem þá voru fæddar, sem var töluverður við- burður enda langt að fara og taf- samt. Fara þurfti norður um land þar sem ekki var hægt að fara syðri leiðina. Engar brýr voru þá á ám á Suðurlandi. Stoppa þurfti við hvern bæ á leiðinni, oftast tvisvar til að opna og loka hliðum á girð- ingum í kringum tún. Þau stopp voru mæld í hundruðum og víða þurfti að fara á vaði yfir óbrúaðar ár og læki. Alltaf var jafn gaman fyrir börn og fullorðna að taka á móti slíkum gestum og oft mikið fjör hjá ung- viðinu. Þetta voru skemmtilegir tímar fyrir þau í sveitinni, flest unnið með handaflinu og með hjálp hesta og einfaldra véla og tækja. Það var því oft mikið fjör á góðum dögum í heyskapnum og gott að fá fleiri hendur til að létta störfin. Solla og Gunnar bjuggu í Reykjavík og höfðu byggt sér rað- hús í Bústaðahverfinu þar sem all- ir voru alltaf velkomnir, einnig unglingar sem voru að þreifa fyrir sér í framandi umhverfi eins og ég, þegar að því kom. Man ég m.a. eftir að ég gisti á sófanum hjá þeim í nokkrar nætur á meðan ég var að finna mér varanlegra hús- næði við komuna til borgarinnar, ekkert var sjálfsagðara. Oft hef ég hitt Sollu síðan og notið góðrar nærveru hennar og góðmennsku. Í minningu minni mun Solla lifa lengi sem ein af mínum uppá- haldsfrænkum. Ég sendi börnum og afkomend- um Sollu samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar. Sigurður Ingólfsson. Sólveig Sigurðardóttir Við horfum fram til forseta- kosninga á kom- andi ári. Tæpast mun þjóðin vilja hafa þann áfram, sem þar situr nú í boði fréttastofu RÚV og fjörutíu pró- senta eða mikils minnihluta þjóðarinnar, a.m.k. eftir að hann staðfesti orkupakka þrjú, enda vantar hann alveg traustið til þess. Án trausts getur enginn setið neins stað- ar í forsæti. Það er vitað mál, enda er traustið grundvallar- atriði í öllum samskiptum manna í milli, en það þarf líka að vinna fyrir því. Að ætla líka að samlíkja sér við Krist- ján Eldjárn er heldur ekki til þess að afla sér trausts meðal fólksins, því að sá ágæti for- seti var svo sannarlega for- seti fólksins, enda er leitun á annarri eins yfirburðakosn- ingu og hann fékk í fyrsta kastinu. Kristján var líka þannig, að það getur ekki hver sem er farið í fötin hans. Það sýndi hann og sannaði, svo um munaði á sinni tíð, enda hefði hann heldur ekki fengið jafn afgerandi kosn- ingu og raun bar vitni. Ég er líka alveg sannfærð um það, að hann hefði ekki veigrað sér við að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar, sem er bráðnauðsynlegt að hafa þar, líkt og Ólafur Ragnar gerði, ef honum hefði þótt ástæða til þess eða fengið þá ástæðu inn á borð til sín. Þjóðin treysti honum það vel, og þekkti hann ekki að öðru. Það er því nokkuð mikil- mannlegt að ætla, að nokkur geti orðið eins og hann, þótt hann sé að vísu ákaflega góð fyrirmynd á margan hátt. Hér er það líka spurningin, hvernig forseti þarf að vera á þeim flóknu tímum, sem við lifum í dag. Tími þess forseta, sem fyrrverandi forsetar á liðinni öld mótuðu hver af öðrum á sinn hátt, er liðinn að miklu leyti. Það er á marg- an hátt flóknara að vera for- seti landsins í dag en þá. Það gerði Ólafur Ragnar sér ljóst og mótaði því embættið eftir því, því að það liggur alveg ljóst fyrir, að sá, sem ætlar sér að verða forseti í dag, getur tæpast verið „bara“ fræðimaður eða hafa tak- markaða þekkingu á ýmsum sviðum. Eins og tímarnir eru í dag, þá þarf forsetaefni helst að tileinka sér góða grundvallarþekkingu á stjórnmálum, ekki aðeins hér á landi heldur líka á al- þjóðavísu og vera vel inni í al- þjóðaviðskiptum að auki, fyr- ir utan góða þekkingu á sögu landsins, enda hefur þjóðin áttað sig vel á því, að við er- um ekki afskekkt eyland, hvað pólitík og viðskipti varð- ar, þótt langt uppi í norðri sé fjarri öðrum þjóðum og þannig nokkuð afskekkt landfræðilega séð, sem betur fer, gætu margir sagt. Það er því mikill vandi að standa í fararbroddi þjóðar og ætla bæði að vera sannur og þjóðhollur Íslendingur (sem virðist nú vera orðið skammarheiti í dag), sem virðir vel lýðræðið, og vera að því leyti góður leiðtogi þjóðar sinnar, samtímis því að horfa til landsins í hring- iðu alheimsins, eftirsótt af mörgum vegna gæða þess og kosta, og verja auðlindir lands- ins fyrir ásælni hinna erlendu, þegar þurfa þykir. Það hefur sýnt sig, að það er ekki öllum gefið, því miður, eins og dæmin sanna núna ný- lega varðandi orkupakka þrjú. Forseti þarf líka að geta hlustað á rödd þjóðar sinnar og vilja fólksins, ef því er að skipta, og bregðast með af- gerandi hætti við því. Það þarf því meira en einhvern áhugamann á ýmsum sviðum til þess að leiða þjóðina á þeim tímum, sem við erum að lifa í dag. Tími menningarpáfanna í forsetastóli er liðinn. Nú þurfa þeir að stíga fram, sem eru vel að sér í stjórnmálum og alþjóðamálum og -við- skiptum líðandi stundar, og manneskja, sem er reiðubúin að berjast fyrir réttindum þjóðar sinnar, og standa með henni, ef þarf, og jafnvel taka slaginn við Alþingi, þegar það fer fram úr sér, og leiðrétta kúrsinn þar, þegar sýnt er, að fólkið þar inni er ekki á réttri leið. Þessu áttaði Ólafur Ragnar sig fljótlega á, enda gjörþekkti hann störf Alþing- is innan frá eftir að hafa bæði verið þar sem óbreyttur þing- maður og ráðherra. Þó að Ás- geir Ásgeirsson væri guð- fræðingur að mennt, þá var hann búinn að vera nógu lengi í stjórnmálum og á þingi til þess að geta verið á vaktinni í dag líka. Við lifum í síbreytilegum heimi í dag, og heimi, sem er að smækka með tilkomu al- þjóðasamskipta, og því þarf forsetaframbjóðanda með vítt þekkingarsvið á þeim sviðum í stjórnmálum og viðskiptum jafnt sem sögu til þess að geta leitt þjóðina í gegnum þá flóknu tíma og ólgusjó, sem við hrærumst í nú og fram undan eru. Við þurfum á slík- um forseta að halda, en ekki einhverjum meðalskussum á fræðimannasviðum, jafnvel þótt þeir hafi skrifað ein- hverjar bækur um forseta- embættið, eins og Rúv vill hafa þar, enda er þjóðin alveg fullfær um að velja sér sjálf sína forseta og þarf enga hjálp til þess frá fréttastofu Rúv, enda átta þeir sig ekki á því, að Rúv er þjónustustofn- un en ekki hluti af stjórnkerf- inu og á heldur ekki að vera það, og á því ekkert með að blanda sér beint í stjórnmál líðandi stundar og heldur ekki í þeirra verkahring. Í kom- andi kosningum sem og öðr- um kosningum hér á landi frábiðjum við kjósendur okk- ur því öll bein afskipti frétta- stofu Rúv af þeim, enda erum við alveg einfær um að velja okkur forseta og fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum án pólitískrar aðstoðar þeirra. Hvernig á for- seti að vera? Eftir Guð- björgu Snót Jónsdóttur Guðbjörg Snót Jónsdóttir » Án trausts getur enginn setið neins staðar í for- sæti. Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.