Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
✝ Einar Þorkels-son fæddist í
Reykjavík 14.
september 1937.
Hann andaðist á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir að
morgni 17. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Þorkell
Einarsson húsa-
smíðameistari, f.
26.12. 1910, d. 11.6. 2003, og
Alfa Regína Ásgeirsdóttir, f.
8.7. 1911, d. 17.10. 1965.
Systkini Einars eru Friðþjófur
Þorkelsson, f. 29.8. 1932, d.
20.2. 2008, kona hans var Lo-
uise Anna Schilt, Sigurlaug
Þorkelsdóttir, f. 19.11. 1933,
d. 25.9. 2017, Þorkell Alfreð
Þorkelsson, f. 16.12. 1935, d.
Hildur Einarsdóttir, f. 2.3.
1990, sambýlismaður Arnór Á.
Jónasson, f. 25.4. 1987. 2) Ey-
dís Rún Einarsdóttir, f. 30.7.
1993, sambýlismaður Jóhann
Daði Magnússon, f. 15.5. 1991.
3) Guðrún Alfa Einarsdóttir, f.
11.7. 1998, unnusti Tryggvi
Þór Árnason, f. 30.8. 1996.
Einar fæddist í Skerjafirð-
inum í Reykjavík og ólst upp í
Krossamýri þar sem nú er
Höfðahverfið við Ártúns-
brekku. Hann gekk í Laugar-
nesskóla, lærði húsasmíði og
fór síðan í meistaranám. Einar
starfaði alla tíð við smíðar og
rak sitt fyrirtæki í tengslum
við það. Hann sat um tíma í
byggingarnefnd Mosfellsbæjar
og stjórn Meistarafélags húsa-
smiða. Hann var félagi í
Skíðadeild KR og Lionsklúbbi
Reykjavíkur.
Útför Einars verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
2.2. 1963, Ásgeir
Halldór Þorkels-
son, f. 14.9. 1937,
d. 6.4. 1957, Svan-
hildur Þorkels-
dóttir, f. 14.3.
1943, d. 23.7.
2017, maðurinn
hennar var Jó-
hann S. Björnsson,
d. 20.8. 2006,
Brynhildur Þor-
kelsdóttir, f. 9.12.
1946, gift Valdimar Krist-
inssyni.
Einar kvæntist 1980 Krist-
ínu Guðrúnu Jóhannsdóttir, f.
4.1. 1955, foreldrar hennar
eru Guðrún Hildur Friðjóns-
dóttir, f. 6.7. 1934, og Jóhann
Ingimarsson, f. 23.7. 1926 , d.
10.1. 2016 Dætur þeirra Ein-
ars og Kristínar eru: 1) Elísa
Það er skrítið að fá ekki að
ganga í gegnum lífið lengur með
pabba og hafa hann á hliðarlín-
unni að gefa manni ráð. Pabbi
var alltaf hress og í góðu skapi og
nýtti sér öll tækifæri sem hann
gat til að grínast í manni. Pabbi
og mamma kynntust í Kerling-
arfjöllum sumarið 1979 þar sem
pabbi var skíðakennarinn henn-
ar. Þau hittust aftur um haustið á
skíðaballinu og eftir það varð
ekki aftur snúið. Þau giftu sig
1980 og eftir tíu ára barnleysi
kom loks fyrsta stelpan árið
1990. Við höfum alla tíð búið í
sama húsinu sem pabbi byggði í
Mosfellsbæ.
Pabbi átti tvíburabróður sem
lést 19 ára, hann missti eldri
bróður sinn eftir bílslys sex árum
síðar og svo lést móðir hans
tveimur árum eftir það. Hann
fékk krabbamein seinna á ævinni
en læknaðist af því. Hann vissi að
lífið væri stundum ósanngjarnt
en kenndi okkur alltaf að vera
sterkar sama hvað á gekk.
Pabbi var mikill tónlistarunn-
andi og vann fyrir sér sem
trommari þegar hann stundaði
nám í Iðnskólanum við húsasmíð-
ar. Við sérstök tilefni tók hann
svo upp fiðlubogann og spilaði á
Stradivarius-sögina sína. Hann
var iðinn í íþróttum, byrjaði að
æfa á skíðum mjög ungur og
keppti mikið. Þegar hann var 19
ára hjólaði hann yfir Kjöl og
Auðkúluheiði með tveimur vinum
sínum og var alla sína ævi mjög
orkumikill og duglegur. Hann fór
oft í veiðiferðir og seinna á æv-
inni fór hann að spila badminton
sem honum þótti mjög gaman og
spilaði einnig golf af og til.
Þrátt fyrir aldur og fyrri störf
var pabbi tæknilega sinnaður og
hafði gaman af því að fylgjast
með nýjustu tækninni. Hann
fylgdist vel með tímaritinu Lif-
andi vísindum, keypti sér iPad og
gerði sér lítið fyrir og sendi okk-
ur snapchat-skilaboð þegar við
vorum í skólanum.
Síðastliðið ár var erfitt fyrir
hann vegna veikinda og einnig
var erfitt að sjá hann fjara út –
þennan orkumikla einstakling
sem hann var alltaf. Þrátt fyrir
allt hélt pabbi alltaf í húmorinn
sinn fram á það síðasta. Við eig-
um svo margar góðar og
skemmtilegar minningar og
munu þær ylja okkur um ókomin
ár.
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig, –
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig
kyssi fast mitt eftirlæti.
(Jónas Hallgrímsson)
Blessuð sé minning elsku
pabba og við kveðjum hann með
söknuð í hjarta.
Þínar dætur,
Elísa Hildur Einarsdóttir,
Eydís Rún Einarsdóttir,
Guðrún Alfa Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við minn kæra
bróður Einar og eru systkini mín
sex, þar með öll horfin á braut.
Hugurinn reikar til æsku-
heimilisins í Krossamýri þegar
þau hafa kvatt hvert af öðru og
gerir nú við fráfall Einars. Bú-
skaparstússins í kringum hesta
og kindur sem við tókum þátt í af
mismiklum áhuga. Hjá Einsa lá
áhuginn á vélum, þar var hann á
heimavelli.
Seigla og áræði voru hans ein-
kenni og kom það skýrt fram í
mörgum ferðum hans um fjöll og
firnindi þar sem glíma þurfti við
ýmis úrlausnarefni.
Segja má að Einar hafi ánetj-
ast veiðiskap í Krossamýrinni og
þar hafi kviknað veiðibakterían
þar sem hann, ásamt pabba og
bræðrum, lagði stund á netaveið-
ar í Elliðavogi. Síðar færðist
áhugasviðið yfir í stangveiðina og
var það eitt af aðaláhugamálun-
um, ásamt skíða- og fjalla-
mennsku.
Ekki má svo gleyma einu af
áhugamálum Einars á yngri ár-
um sem var að stríða okkur
systkinunum og þá sér í lagi mér.
Rifjuðum við það oft upp saman
er hann eitt sinn bauðst til að
hjálpa mér upp í fiskitrönur í ná-
grenninu því þaðan væri svo
gott útsýni. Þegar upp var kom-
ið og ég að njóta laumaðist hann
niður og „gleymdi“ mér lengi
dags.
Tvíburabróðir Einars var Ás-
geir Halldór, Þorkell var tveim-
ur árum eldri og voru mjög
sterk bönd á milli þeirra þriggja.
Það var mikill missir fyrir Einar
er þeir féllu frá langt um aldur
fram. Geiri lést 19 ára eftir lang-
varandi veikindi og Keli 27 ára í
bílslysi fimm árum síðar. Mikið
tóm hefur vafalítið orðið hjá
Einari en þar hjálpaði mikið öfl-
ugur vinahópur þeirra bræðra,
sá vinskapur hélst alla tíð.
Einar var framsækinn og
fylgdist vel með nýjungum og
eignaðist hluti eins og grammó-
fón. Var það stór stund þegar
menn eins og Fats Domino,
Chuck Berry og fleiri frægir
kappar fóru að hljóma í kjall-
aranum í Krossó og vinsældir
Einsa meðal okkar systkina juk-
ust um heilan helling.
Síðan kom að því að þeir fóru
að gera sig gildandi á tónlist-
arsviðinu, Geiri og Keli spiluðu á
harmonikkur og Einar á tromm-
ur. Eftir brotthvarf þeirra
bræðra spilaði Einar með öðrum
við hin ýmsu tækifæri og þá ekki
síst í Kerlingarfjöllum, þar sem
hann dvaldi oft í góðra vina hópi.
Það var einmitt þar sem hann
fann Stínu sína og var það okkur
systrum mikill léttir að hann
skyldi loksins ná sér í konu, vor-
um búnar að gefa slíkt upp á
bátinn. En það var í þessu eins
og mörgu öðru að Einar fór sér
hægt og af öruggi í hlutina.
Byggði fyrst hús, síðan kom
konan og síðast en ekki síst
þrjár yndislegar dætur.
Einar lærði ungur trésmíði og
vann alla tíð við iðnina, síðastur
af mörgum lærlingum Einars
var sonur minn, Alfreð Mounir.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa átt Einar að í gegnum lífið,
alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd af sínu öryggi og rósemi.
Notalegt var að fá hann í morg-
unverð síðustu árin að loknum
göngutúr með henni Loppu.
Að endingu sendum við í Víði-
teignum hlýjar samúðarkveðjur
„yfir stokkinn“. Megi minningin
um ástríkan föður og eiginmann
veita ykkur styrk í sorginni.
Brynhildur.
Þá hefur hann Einar mágur
minn og vinur kvatt þessa tilvist
eftir erfið veikindi.
Það eru líklega einhver 40 ár
síðan hún systir mín kynnti
hann fyrir okkur. Tæplega með-
almaður á hæð en nokkuð sam-
anrekinn og bar sig vel. Hann
átti rauðan Bronco-jeppa sem
unga manninum þótti spennandi
farkostur. Svo spilaði hann á
sög. Ekki skemmdi fyrir að
hann átti Labradorhundinn
Týra sem var einstakur. Svo
Einari var vel tekið og ekki síst
vegna þess að hann var stór-
skemmtilegur og síðar góður fé-
lagi.
Við brölluðum margt.
Kerlingarfjöll voru oft heim-
sótt þar sem hann var skíða-
kennari og hafði heillað systur
mína upp úr skónum. Veiðiferðir
jafnt í laxveiðiár sem og eftir-
minnileg bátsferð út á Hestvatn
þar sem net kom við sögu og
mesta vinnan var að koma aflan-
um óséðum frá borði, enda höfð-
um við „villst“ aðeins of langt út
á vatnið. Eina skiptið sem ég hef
séð mann dansa í vöðlum var
þarna um kvöldið.
Eitt sinn á gamlárskvöldi
fannst Einari útsýnið hjá henni
móður minni ekki alveg nógu
gott til að fylgjast með flugeld-
unum. Sagan segir að hann hafi
manað mig til að fylgja sér upp á
þak hússins en allavega er til
mynd af okkur þar sem við erum
að skríða eftir þakinu í sparföt-
unum við hróp og köll skelfingu
lostinna fjölskyldumeðlima. En
við sáum flugeldana vel.
Minningar um góðan og heil-
steyptan mann munu ylja
manni. Hann reyndist mér alltaf
vel og ég gat alltaf leitað til
hans.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Ég kveð vin minn og mág.
Jóhann Steinar
Guðmundsson.
Í dag kveðjum við Einar móð-
urbróður minn. Þau orð sem
koma helst upp í hugann, ef ég
ætti að lýsa honum, eru rólegur,
yfirvegaður, ekkert stress, þetta
kemur allt. Þessum hliðum Ein-
ars kynntist ég best þegar ég fór
að læra húsasmíði hjá honum
strax eftir grunnskóla. Á þeim
tíma rak hann ásamt Kela afa,
Fiffa frænda og pabba Tré-
smiðjuna K-14 sem þýddi Kros-
samýrarblettur 14 en það var
einmitt heitið á æskuheimili
Einars, þar sem hann ólst upp
ásamt sex systkinum sínum við
gott atlæti foreldranna. Einar
var tvíburi við Ásgeir sem lést
úr nýrnasjúkdómi 19 ára gamall.
Það hefur eflaust verið áfall fyr-
ir Einar að missa Geira og síðar
eldri bróður þeirra, Þorkel, sem
lést 27 ára gamall í kjölfar bíl-
slyss. Þetta var stórt skarð í
samhentan systkinahóp, en þau
fimm sem eftir voru héldu alla
tíð vel saman. Það eru margar
skemmtilegar grallarasögur til
af Einari frá æskuárum þeirra í
Krossamýrinni, sem móðir mín
sagði mér. Einar var sá frændi
sem hafði gaman af að espa mig,
strákpjakkinn, upp og atast í
mér, þurfti kannski ekki mikið
til. Hann kallaði mig Bjössa,
sem enginn annar gerði og þótti
mér það skemmtilegt viðurnefni.
Einar var meistarinn minn í
húsasmíðanáminu. Við vorum
þrír ungir lærlingar hjá honum á
sama tíma og fundum allir fljótt
fyrir því að okkur var treyst fyr-
ir verkefnum, vélum sem og
öðru. Við fengum kennslu og
fórum síðan beint í verkefnin.
Það var gott að finna þetta
traust sem varð til þess að við
urðum sjálfstæðir í verki. Ein
saga kemur upp í hugann sem
lýsir bæði húmor og yfirvegun
Einars. Við vorum að vinna uppi
í Kerlingarfjöllum við smíðar,
Einar hafði verið þar í gegnum
sína tíð við skíðaiðkun og skíða-
kennslu. Ég og annar lærling-
anna ætluðum að fara á bíl yfir
Ásgarðsá sem á það til að verða
mjög vatnsmikil ef svo ber undir.
Við, ungir menn, á 4x4 fólksbíl
töldum ána ekki fyrirstöðu. Allt
kom fyrir ekki og bíllinn stopp-
aði í miðri á, nú voru góð ráð dýr,
langt í aðstoð og gsm-símar ekki
til. Úr varð að félagi minn hljóp
af stað að ná í Einar og fá hann
til að koma og hjálpa okkur á
sínum fjallabíl. Ég beið og horfði
á vatnið flæða um bílinn í ánni.
Löngu, löngu síðar, tíminn leið
hægt hjá mér, kom Einar á jepp-
anum með félaga minn, lærling-
inn sinn, skömmustulegan. Ein-
ar tók þessu öllu með ró, byrjaði
á að stíga rólega út úr jeppanum,
náði í myndavél, ég spurði hvort
hann væri ekki með tóg, jú jú
vertu rólegur þetta kemur allt.
Myndir voru teknar á meðan Ás-
garðsá hreinsaði bílinn að utan
sem innan, já ekki var vanþörf á
fannst frænda. Að lokinni
myndatöku var loks bundið í bíl-
inn og hann dreginn á þurrt.
Strákar mínir, þið reddið þessu
ég er farinn á kvöldvöku upp í
skála. Enginn asi, ekkert stress.
Einar hefur kvatt jarðlífið, ef-
laust hvíldinni feginn eftir erfið
veikindi og er nú umvafinn for-
eldrum sínum og þeim systkin-
um sem farin eru. Innilegar sam-
úðarkveðjur til Stínu, Elísu,
Eydísar og Guðrúnar frá okkur í
Markholti 18. Minningin um góð-
an frænda mun lifa.
Þorbjörn V. Jóhannsson.
Það var í skíðaskála ÍK í
Skálafelli sem ég kynntist Einari
og Þorkeli bróður hans en þar
vorum við í góðu yfirlæti hjá
Íþróttafélagi kvenna sem átti
skálann. Þarna tókst fljótt góð
vinátta milli okkar þar sem skíði
voru stunduð á daginn í kvenna-
brekkunni en kvöldvökur og
skemmtan í lok dags. Þeir bræð-
ur áttu þá heima á Krossmýr-
arbletti 14 (þar sem nú er
steypustöðin Vallá) sem á þeim
tíma taldist nánast upp í sveit
Þarna kom ég oft á unglingsár-
um og seinna bættist í hópinn
Guðný kærasta mín. Var þá
margt brallað með þeim bræðr-
um. Þorkell lést ungur í sviplegu
bílslysi og var mörgum harm-
dauði. Við skíðaiðkun í Skálafelli
komumst við í kynni við skíða-
menn í KR en skíðaskáli félags-
ins hafði brunnið til kaldra kola
árið 1955. Til þess að hægt væri
að stunda skíði í Skálafelli leit-
uðu KR-ingar á náðir ÍK með að-
stöðu. Í framhaldinu gerðumst
við KR-ingar og kepptum á skíð-
um fyrir félagið um leið og unnin
var sjálfboðavinna við að byggja
nýjan skála félagsins. Í kjölfarið
gerðist Einar formaður Skíða-
deildar KR og stóð fyrir því
ásamt öðrum góðum mönnum að
byggja fyrstu stólalyftu landsins
ásamt tveim toglyftum. Einar
var vakinn og sofinn yfir verk-
efninu og þetta varð til þess að í
Skálafelli var besta skíðaaðstaða
fyrir almenning á höfuðborgar-
svæðinu. Hann var með í fyrstu
ferð Valdimars og félaga í Kerl-
ingarfjöll þar sem stunduð var
skíðamennska allt sumarið og
varð í framhaldinu geysivinsæll
áfangastaður til skíðaiðkunar.
Einar gerðist þar skíðakennari
og í Kerlingarfjöllum kynntist
hann Kristínu sem seinna varð
konan hans. Þau eignuðust þrjár
myndarlegar dætur.
Hann var lærður trésmiður og
smíðaði meðal annars forláta
eldhúsinnréttingu í húsið sem
við Guðný vorum að byggja. Var
innréttingin sannkölluð völund-
arsmíð enda hefur ekki þótt
ástæða til að endurnýja hana.
Einar var alla tíð mikill sprelli-
gosi, hafði gaman af ýmsum
uppátækjum og var oftar en ekki
hrókur alls fagnaðar. Hin síðari
ár hefur Einar átt við heilsu-
brest að stríða. Við Guðný kveðj-
um nú góðan og kæran vin.
Kristínu og dætrum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Hinrik og Guðný.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Reykjavíkur.
Lionsklúbbur Reykjavíkur
var stofnaður þann 14. ágúst
1951 og er elsti Lionsklúbbur á
Íslandi. Klúbburinn gekk í end-
urnýjun lífdaga um síðustu
aldamót þegar vaskur hópur fé-
laga úr Skíðadeild KR gekk þar
inn. Einar Þorkelsson, sem við
kveðjum í dag, var mikilvægur
félagi í þessum hópi. Hans verð-
ur sárt saknað.
Einar var ávallt mikill fé-
lagsmaður. Hann var léttur í
lund og sagði skemmtilega frá.
Hann lét til sín taka hvar sem
hann kom og nærvera hans fór
ekki framhjá neinum.
Nú þegar að kveðjustund er
komið þökkum við félagarnir í
Lionsklúbbi Reykjavíkur Einari
fyrir áratuga samfylgd og send-
um Kristínu, konu hans, dætr-
um þeirra og öðrum aðstand-
endum innilegar
samúðarkveðjur. Þeirra missir
er mikill.
Blessuð sé minning Einars
Þorkelssonar.
Ragnar Arnbjörnsson,
formaður.
Kveðja frá Skíðadeild KR
Í dag kveðjum við góðan fé-
laga í Skíðadeild KR, Einar
Þorkelsson, sem var einn af for-
ystumönnum deildarinnar um
langt árabil. Einar hóf ungur að
stunda skíðaíþróttina í Skála-
felli og fyrst fara sögur af hon-
um í gamla ÍK-skálanum sem
Íþróttafélag kvenna átti. Síðar
flutti hann sig ofar í fjallið og
gerðist félagi í Skíðadeild KR.
Hann var formaður deildarinn-
ar árin 1968-1976 og síðan for-
maður rekstarstjórnar skíða-
svæðisins í Skálafelli árin
1981-1986. Heimili Einars var
einnig lengi á þessum árum aðal
funda- og samkomustaður
skíðadeildarinnar. Var þar oft
glatt á hjalla og þjappaði þetta
hópnum vel saman.
Í formannstíð Einars var ný
skíðalyfta reist á austursvæði
Skálafells árið 1974 en þar voru
aðstæður sérstaklega ákjósan-
legar fyrir skíðaiðkun almenn-
ings. Þetta olli byltingu í aðsókn
á skíðasvæðið og efldi mjög alla
starfsemi deildarinnar. Á þess-
um árum voru skíðaferðir skóla-
nema liður í starfi skólanna og
var skáli félagsins þétt setinn
frá miðjum janúar og fram á
vor. Þetta útheimti mikla vinnu
sem Einar stjórnaði af festu
sem formaður. Hann var einnig
formaður rekstarstjórnar KR á
skíðasvæðinu þegar stóra stóla-
lyftan var reist af skíðadeildinni
en það var mikil og erfið fram-
kvæmd.
Auk þess að vera stórtækur í
framkvæmdum í Skálafelli unni
Einar skíðaíþróttinni mjög.
Hann keppti á skíðum um tíma
og var umhugað um framgang
og árangur allra þeirra sem
kepptu fyrir hönd deildarinnar.
Hann var léttur í lund og hrókur
alls fagnaðar á mannamótum.
Einnig lét hann oft í sér heyra á
aðalfundum KR, þar sem hann
brýndi félaga í öðrum deildum
félagsins til dáða, einkum knatt-
spyrnumennina.
Við í Skíðadeild KR munum
sakna Einars og að leiðarlokum
þökkum við honum samfylgd-
ina. Hann skilur eftir sig stórt
skarð í hópnum og margar góð-
ar minningar. Við sendum
Kristínu, eiginkonu hans, og
dætrunum Elísu, Eydísi og
Guðrúnu ásamt öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í
sorg sinni. Far þú í friði, góði fé-
lagi.
Guðmundur Guðjónsson,
formaður Skíðadeildar KR.
Einar Þorkelsson
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
REYNIR SIGURÐUR GÚSTAFSSON
rafvirkjameistari,
lést á heimili sínu, Hrannarstíg 40,
Grundarfirði, fimmtudaginn 26. september.
Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. október
klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á
Björgunarsveitina Klakk í Grundarfirði.
H. Elísabet Árnadóttir
Árni Ólafur Reynisson Sólveig María Aðalbjörnsdóttir
Helga Ingibjörg Reynisdóttir Bent Christian Russel
Anna María Reynisdóttir Ágúst Jónsson
Reynir Freyr Reynisson
Grétar Þór Reynisson Svandís Hallbjörnsdóttir
Helga Z. Gústafsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson
barnabörn og langafabörn