Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opin
handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Félagsvist
með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir inn-
ipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Mánudagur: Boccia kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10:30. Bingó kl.
13. Myndlist kl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur Boðans hittist
uppi í Kríusal kl. 15.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-
10.30. Jóga með Carynu kl. 8.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með
Ragnheiði kl. 11:10. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20 og
kaffi kl. 14.30-15.30. Jóga með Ragnheiði kl. 12:05. Tálgun – opinn
hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska 13. Liðleiki í stólum 13.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7. Kaffi, spjall og
blöðin við hringborðið kl. 8.50. ATH. NÝTT, Erum komin með
púsluspil. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Byrjen-
danámskeið í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlis-
tarnámskeið kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13-15. Foreldras-
tund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. ATH. Salatbarinn
byrjar aftur 1. okt. allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Núvitund kl. 10.30.
Silkimálun kl. 12.30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.50. Göngutúr
um hverfið kl. 13. Bridge kl. 13. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist
kl. 15.30. Á morgun kl. 15. verður Bergur Ebbi rithöfundur og
ljóðaskáld með upplestur á Vitatorgi. Heitt á könnunni. Verið öll hjar-
tanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikf. Sjál kl.7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9.30. Kvenna-
leikf Ásg. kl.11. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Zumba salur Strikið 8. kl.
16.15
Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 100-11. Leikfimi Helgu Ben 11-
11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia-æfing, kl. 9.30 Post-
ulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta.
Gullsmári Mánudagar: Postulínshópur kl.9. Jóga kl.9.30 og kl.17.
Handavinna kl.13.00. Bridge kl.13.00. Félagsvist kl.20.00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 –14. Jóga kl. 10 – 11. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9, ganga kl. 10. frá Borgum og
Grafarvogskirkju, dans í Borgum kl. 11. og prjónað til góðs kl. 13. í lis-
tamiðjunni í Borgum og gefið til líknarmála. Félagsvist kl. 13. í dag í
Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum,
Hádegsiverður á sínum stað og kaffiveitingar frá kl. 14.30 í dag. Allir
hjartanlega velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45,Opin
lístastofa kl.9-16, Upplestur kl.11,Trésmiðja kl.13-16, ganga m.starfs-
manni kl.14, bíó í betri stofunni kl.15. Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir
Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl,
10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Síðsti séns að
skrá sig í ferðina á morgun á Kjarvalsstaði. Leiðsögn og kaffi.
Skráning hjá Kristínu í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Al-
lir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold fram-
hald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30
umsjón Tanya.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
með
morgun-
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Jónas Jónssonfæddist á Ref-
steinsstöðum í
Víðidal 7. maí
1925. Hann lést á
Sólvangi í Hafn-
arfirði 21. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Lárusson
bóndi og kvæða-
maður frá Hlíð, f.
26. desember
1873, d. 14. apríl 1959, og
Halldóra Margrét Guðmunds-
dóttir húsfreyja í Hlíð, f. 26.
júní 1886, d. 28. ágúst 1963.
Systkini Jónasar eru: 1) Sig-
ríður, f. 29.12. 1915, d. 17.1.
1999. 2) Pálmi, f. 10.2. 1917, d.
3.6. 2011. 3) María, f. 15.4.
1918. 4) Kristín, f. 1.9. 1922, d.
20.7. 2009. 5) Guð-
mundur, f. 7.5.
1925, d. 22.12.
2015. Auk systk-
inanna ólst Vignir
Árnason upp í
Hlíð, f. 15.8. 1934.
Jónas ólst upp í
Hlíð á Vatnsnesi,
en þangað flutti
hann barnungur
með foreldrum
sínum og systk-
inum. Skólahald með farand-
kennara var í Hlíð og síðar
sóttu tvíburabræðurnir héraðs-
skólann á Reykjum í Hrúta-
firði.
Jónas, eða Jonni eins og
hann var og er kallaður af
systkinum sínum, hleypti heim-
draganum og hélt til Reykja-
víkur. Hann aflaði sér sveins-
réttinda í húsasmíði og síðar
meistararéttinda.
Í Reykjavík kynntist hann
Jóhönnu Gunnarsdóttur og
giftust þau 2. ágúst 1952. Jó-
hanna var dóttir Kristrúnar
Jóhannesdóttur frá Brekku-
holti við Bræðraborgarstíg og
Gunnars Sigurðssonar, kaup-
manns í Von við Laugaveg.
Jónas og Jóhanna bjuggu
fyrst í Tjarnargötu 10a en
byggðu síðar raðhús að Álf-
hólsvegi 2a í Kópavogi þar
sem þau bjuggu lengst af. Þau
eignuðust fjögur börn: 1)
Kristrún, f. 28.10. 1952, d.
12.4. 1975. 2) Gylfi Jónasson, f.
26.8. 1955, sölumaður hjá
Dynjanda, kvæntur Kristínu
Huldu Hauksdóttur, f. 1.12.
1951. Dóttir Gylfa er Kristrún
Ýr, f. 14.9. 1980, sambýlis-
maður hennar er Jón Björns-
son, f. 21.5. 1972, og eiga þau
þrjár dætur, Bríeti Elvu, Birg-
ittu Kamí og Bergdísi Leu.
Börn Huldu eru Unnur Hrefna
Jóhannsdóttir, f. 25.1. 1971, og
Guðgeir Snorri Jóhannsson, f.
21.1. 1976. 3) Jón Halldór Jón-
asson, f. 19.4. 1958, upplýs-
ingafulltrúi hjá Reykjavíkur-
borg, kvæntur Guðrúnu G.
Gröndal, framhaldsskólakenn-
ara. Þeirra synir eru Össur
Ingi, f. 16.5. 1988, og Hjálmar
Snorri, f. 10.2. 2001. 4) Þórir
Jónasson, f. 15.10. 1963.
Jóhanna lést 29. maí 1993.
Jónas kynntist í september
1994 Sólveigu Helgadóttur frá
Hvaleyri í Hafnarfirði og hafa
þau verið lífsförunautar síðan.
Lengst af bjuggu þau á Arn-
arhrauni í Hafnarfirði en á
þessu ári saman á Sólvangi í
Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 30. sept-
ember 2019, klukkan 15.
Jónas Jónsson, sambýlismað-
ur móður minnar í aldarfjórð-
ung, hefur nú kvatt og haldið
inn í Sumarlandið.
Við hittum Jónasi fyrst fyrir
um 25 árum eftir að hann og
mamma kynntust, þá bæði búin
að missa sína fyrri maka. Sagan
af þeirra fyrstu kynnum er okk-
ur vel kunn enda þótti þeim
báðum hún bráðskemmtileg. Í
stuttu máli er hún á þá leið að
Jónas mætti á Kringlukrána
eitt laugardagskvöld, sá út und-
an sér hóp vinkvenna sem móð-
ir mín var stödd með og til-
kynnti yfir hópinn að hann væri
að leita sér að ekkju. Þar með
hófst þeirra vinskapur sem hef-
ur varað æ síðan.
Jónas var mikill kvæðamaður
og orti hann ótal ljóð til
mömmu sem mörg hafa varð-
veist.
Nú sé ég á lífinu lit
Með ljósbrota fegursta glit
Nú sólin mér lýsir
Og Sólveig mig hýsir
Þá sæll henni ástarljóð flyt
(úr kvæðabálknum um
þeirra fyrstu kynni)
Fljótlega eftir að þau kynnt-
ust flutti Jónas úr Reykjavík og
settist að á Arnarhrauni 7 í
Hafnarfirði og móðir mín flutti
að sama skapi af Öldugötunni í
Hafnarfirði á Arnarhraun 9. Á
milli húsanna liggur Sléttahraun,
sem þau kölluðu Ástarbrautina,
og titlaði Jónas sig sem kost-
gangarann hennar Sólveigar. Í
rauninni bjuggu þau þó alla tíð
saman.
Flestar rósir falla í dá
Fái þær ekki hlýju
Ein þó lifir ágæt á
Arnahrauni níu
Þau voru samstiga í því sem
þau tóku sér fyrir hendur, hvort
sem það voru ferðalög, bíltúrar á
Toyotunni, kleinubakstur, kæfu-
gerð, Olsen Olsen með Hvaleyr-
arreglum eða hvað annað sem
þeim datt í hug að gera.
Fyrir um tveimur árum fór að
halla undan fæti þegar Jónas
fékk heilablóðfall. Mamma ann-
aðist hann eins vel og hún gat á
meðan beðið var úrræða um vist-
un fyrir Jónas, sem síðar varð á
Sólvangi í Hafnarfirði. Fljótlega
fór heilsu móður minnar einnig
hrakandi og fyrir tilstilli stjórn-
enda og starfsfólks Sólvangs
fengu þau að sameinast og
dvelja saman á sömu stofu sem
gaf þeim mikla gleði. Miðviku-
dagurinn 18. september var mik-
ill tilhlökkunardagur hjá Jónasi,
en þá fluttu vistmenn Sólvangs í
nýtt og glæsilegt húsnæði –
Nýja Sólvang. Í samtali sem ég
átti við Jónas eftir fyrstu nóttina
hans þar geislaði af honum
fölskvalaus gleði yfir nýja her-
berginu sem honum þótti ævin-
týralega fallegt og með góðu út-
sýni. Honum auðnaðist að eiga
tvær nætur til viðbótar á þessum
góða stað.
Betri og ljúfari mann en Jón-
as er ekki hægt að hugsa sér og
var það mikill happafengur okk-
ar allra að fá hann inn í líf okkar.
Hann sýndi börnunum okkar
mikinn áhuga og reyndist þeim
hinn besti afi.
Fjölskyldu Jónasar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Skemmtilegar minning-
ar munu fylgja okkur um alla tíð.
Rögnvaldur og Lísa.
Jónas Jónsson
✝ Unnur Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. febr-
úar 1927. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 14. sept-
ember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurást
Kristjánsdóttir,
húsfreyja og verka-
kona, f. 1891 í Eyr-
arsveit, og Jóhann Pétur
Hraunfjörð skipstjóri og verka-
maður, f. 1885 Í Helgafellssveit.
Systkini Unnar eru; Ingvi
Hraunfjörð Pétursson, f. 1914,
eiginkona hans var Guðrún H.
Pétursdóttir, f. 1916. Guðrún
átti eitt barn frá fyrra sam-
bandi en saman áttu þau sjö
börn. Pétur Kristinn Pétursson,
f. 1916.
Hugi Hraunfjörð Pétursson,
f. 1918, eiginkona hans var Lilja
Zóphaníasardóttir,
f. 1925, þau eign-
uðust 10 börn.
Hulda Hraunfjörð
Pétursdóttir, f.
1921, eiginmaður
hennar var Alfred
Hólm Björnsson, f.
1915, þau áttu fjög-
ur börn en Alfreð
átti barn frá fyrra
sambandi. Pétur
Hraunfjörð, f.
1922, eiginkona hans var Helga
I. Tryggvadóttir, f. 1924, þau
áttu fjögur börn. Ásta María
Pétursdóttir, f. 1928. Guðlaug
Pétursdóttir Hraunfjörð, f.
1930, eiginmaður hennar var
Sigfús J. Tryggvason, f. 1923.
Þau áttu fimm börn saman en
Guðlaug átti eitt barn frá fyrra
sambandi. Ólöf Pétursdóttir
Hraunfjörð, f. 1932, eiginmaður
hennar var Karl Árnason, f.
1932, þau áttu þrjú börn saman.
Unnur giftist Skúla Hafsteini
Magnússyni árið 1946, f. 29.
nóvember 1915, d. 1. nóvember
1976. Skúli starfaði við kennslu
og blaðamennsku. Börn þeirra
eru: Stúlka, f. 1946, dó samdæg-
urs. Sjöfn Skúladóttir, f. 1948,
hún var gift Jósep Leóssyni, f.
1947, þau skildu og eru barn-
laus. Kristín Huld Nielsen, f.
1953, eiginmaður hennar er
Peer Nielsen, f. 1950, þau eiga
Belindu Huld, f. 1974, Annette,
f. 1977, og Peter Claus, f. 1982,
þau búa í Danmörku. Ásta
María Jepsen, f. 1954, eig-
inmaður hennar er Frank Jeps-
sen, f. 1952, þau eiga Helenu
Unny, f. 1973, og Tomas
Christían, f. 1979, þau búa í
Danmörku. Ingvar Unnsteinn
Skúlason, f. 1956, eiginkona
hans er Oddný Ólafsdóttir, f.
1955, þau eiga Elfar Aðalstein,
f. 1979, og Kristínu Maríu, f
1985, stjúpbörn eru Ólafur
Brynjar, f. 1972, og Guðrún
Unnur, f. 1974. Magnús Skúla-
son, f. 1958, eiginkona hans er
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f.
1958. Börn þeirra eru Skúli
Hafsteinn, f. 1979, Gunnar
Bjarni, f. 1986, og Davíð Freyr,
f. 1990, þau búa í Danmörku.
Unnur fæddist í Vesturbæ
Reykjavíkur en fjölskylda henn-
ar fluttist fljótlega í eigið hús-
næði í Sogamýri í Austurbæ
Reykjavíkur þar sem hún bjó
þangað til hún og eiginmaður
hennar Skúli byggðu hús við
hliðina á foreldrum Unnar þar
sem þau bjuggu þar til Skúli
lést 1976 langt fyrir aldur fram.
Unnur lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
og lagði stund á nám í Hús-
mæðraskóla í Stokkhólmi. Eftir
að Skúli lést hóf hún störf hjá
félagsþjónustu Reykjavíkur við
að hjálpa sjúkum og öldruðum,
það ásamt aðstoð við sína nán-
ustu var hennar meginstarf það
sem eftir lifði starfsævinnar.
Síðustu æviárin bjó Unnur hjá
yngsta syni sínum eða þangað
til hún fór á Sunnuhlíð árið
2017.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Þú ert farin rósin rjóða
reifast móðu dagur hver.
Þig ég man og minnist góða
mun ég aldrei gleyma þér.
Svo orti Pétur J. Hraunfjörð
skipstjóri til dóttur sinnar þeg-
ar hún hélt til Svíþjóðar í nám í
kjólasaumi.
Unnur móðursystir mín var
alltaf í miklu uppáhaldi hjá
mér. Hún var alltaf kát og
skemmtileg og það var virki-
lega gaman að hitta hana og
spjalla um alla heima og geima.
Ég var mikið hjá Unni sem
barn, en hún gekk mér í móð-
urstað þegar mamma gekk með
bróður minn og lá á spítala í
hálft ár.
Unnur átti þá heima í Rauða-
gerði, við hliðina á ömmu, og
var ég þar löngum stundum.
Síðar flutti Unnur heim til
mömmu og fékk ég að njóta
saumakunnáttu hennar þegar
hún saumaði á mig forláta tery-
lene-buxur, útvíðar og gríðar-
lega flottar.
Svo óx ég úr buxunum og
Unnur flutti burt en alltaf var
jafngaman að hitta hana, káta
og hláturmilda.
Enn leita ég í smiðju afa míns:
Þú ert Unnur vonin væn
veröld tók þig frá mér.
Ósk mín er, að engin græn
ætíð verði hjá þér.
Við sendum systkinunum í
Rauðagerði og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Jóhannes Hraunfjörð
Karlsson.
Unnur Pétursdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn
úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á
útfarardegi verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í
Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000
slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar