Morgunblaðið - 30.09.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
60 ára Aðaheiður er
Akureyringur og hefur
ávallt búið á Akureyri.
Hún er viðskiptafræð-
ingur að mennt frá Há-
skólanum á Akureyri
og er verkefnastjóri
launa og kjaramála hjá
HA.
Maki: Sigurgeir Sigurðsson, f. 1956,
húsasmiður hjá Hyrnu ehf.
Börn: Halldóra Friðný Sigurgeirsdóttir, f.
1980, og Heimir Sigurgeirsson, f. 1989.
Barnabörnin eru Aðalheiður Karen og Jó-
hanna Kristín, dætur Halldóru, og Viktor
Freyr Heimisson.
Foreldrar: Magnús Lórenzson, f. 1934,
vélstjóri, og Elínbjörg Eyjólfsdóttir, f.
1936, húsmóðir. Þau eru búsett á Akur-
eyri.
Aðalheiður Magnúsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að slást í hópinn með
kunningjunum því öll sameiginleg upplyft-
ing er góð skemmtan og styrkir vinaböndin.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér kann að finnast samstarfsmenn
þínir einum of gagnrýnir á þín störf. Láttu
fara eins lítið fyrir þér og þú getur þar til
stormurinn er genginn yfir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnast alls kyns áhrif steðja
að þér svo þú átt erfitt með að vinna úr
þeim. Gættu að fjárhagsstöðu þinni og
reyndu að hafa hana í lagi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hættu að láta þér leiðast allir skap-
aðir hlutir. Hlustaðu á það ef viðbrögð þín
við fréttum vinar eru tilfinningaleg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst þú hafa gert skýra grein fyr-
ir þinni afstöðu og skilur ekki viðbrögð
sumra. Þetta er tímabundið, það léttir
bráðum til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert engu bættari, þótt þú hafir
síðasta orðið í deilum við kunningja þína.
Þú átt á hættu að leiðindi skapist vegna
umtals um fyrirætlan þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þú hafir margt á þinni könnu
máttu ekki hunsa vin sem væntir þess að
heyra frá þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Góðir eru gamlir siðir en
stundum er þó nauðsynlegt að breyta til.
Leggðu þig fram um að sinna smáatrið-
unum um leið og þú reynir að afkasta sem
mestu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú gætir lent í deilum við for-
eldra þína eða yfirmenn í dag. Ef þér finnst
einhver hegða sér undarlega er líklegra en
ekki að eitthvað sé á seyði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fólk leggur meira á sig fyrir við-
urkenningu en efnislega umbun. Vertu
tilbúinn að aðstoða vin þurfi hann á stuðn-
ingi þínum að halda.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú munt ekki sjá eftir því að
leggja mikið á þig í dag. Tilfinningar þínar
eru sterkari en vanalega, ekki síst gagnvart
þínum nánustu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú hafir ýmislegt fyrir stafni er
eins og þér finnist eitthvert tómahljóð í til-
verunni. Gerðu hreint og komdu hlutum í
röð og reglu.
Sigurður stundaði mikið íþróttir á
yngri árum og varð Íslandsmeistari
með Val í fótbolta í 2., 3. og 4. flokki.
Hann var einnig í körfubolta og
handbolta á Akureyri og var knatt-
spyrnudómari. Sigurður var valinn
Fjárfestir ársins af Vísbendingu árið
1993. Helstu áhugamál Sigurðar eru
skógrækt, brids, stangveiði, göngu-
ferðir og útivist. „Ég spila ennþá
brids með félögum úr MA frá 1957 og
fór að veiða á hverju ári í Selá í
Vopnafirði og veiddi mikið í vötn-
unum þar upp frá, auk þess sem ég
veiddi í mörgum öðrum ám.“
Sigurður og eiginkona hans, Svala,
byggðu hús í Heiðarlundi í Garðabæ
og bjuggu þar 1972-2006 og stunduðu
mikið garðrækt. Þau keyptu 30 hekt-
ara lands í landi Skammbeinsstaða í
Holtum, byggðu þar bústað og rækt-
uðu þar skóg frá 1994.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar var Amalía
Svala Jónsdóttir, f. 1.8. 1943, d. 17.9.
2012, en þau gengu í hjónaband 6.7.
1968. Svala var hjúkrunarkona og
deildarstjóri á skurðstofudeild Land-
unnar Esju, Fellalax hf., Steins hf.,
Plastprents hf., Jökuls hf., Reyk-
vískrar endurtryggingar hf., Sam-
bands íslenskra brunatrygginga,
Stjórn P.Samúelsson, Toyota og Al-
menna líftryggingafélagsins hf.
Hann er í stjórn Félags skógareig-
enda á Suðurlandi og stjórn Skóg-
ræktarfélags Garðabæjar.
S
igurður Karl Sigurkarls-
son er fæddur 30. sept-
ember 1939 í Reykjavík.
Hann ólst upp á Bar-
ónsstíg 24 í Reykjavík og
var í sveit á sumrin í Hvítárhlíð í
Bitrufirði, Gaulverjabæ og Litlu-
Sandvík í Flóa. „Þegar ég var í sveit í
Hvítárhlíð var ekki búið að leggja veg
til Hólmavíkur. Ég tók rútuna upp að
Ásgarði í Dölum og svo var farið á
hestbaki í gegnum Saurbæ, í Gils-
fjarðarbotn og þaðan yfir á Strandir.
Sú ferð tók tvo daga.“
Sigurður gekk í Austurbæjarskóla,
var við nám í húsasmíði 1956 og gekk
í Menntaskólinn á Akureyri 1957-
1960. Hann tók skógræktar-
námskeiðið Grænni skógar við Há-
skólann á Hvanneyri 2013.
Sigurður vann í brúarvinnu á Aust-
urlandi og Norð-Austurlandi á sumr-
in á unglingsárum. Hann vann í
Landsbanka Íslands 1960-62 og hjá
Almennum tryggingum hf. frá 1962.
Hann varð aðalgjaldkeri þar 1965,
fjármálastjóri 1970, framkvæmda-
stjóri 1982 og forstöðumaður fjár-
málasviðs Sjóvár-Almennra hf. 1989-
2004 en þá fór hann á eftirlaun.
„Starfið gekk sinn vanagang, en það
var þó fjölbreytt, það er óhætt að
segja það. Hvað varðar breytingar á
þessum tíma þá var lánastarfsemi
töluverður þáttur í starfi trygginga-
félaga. Ég vann mikið í kringum út-
veginn, en við lánuðum töluvert til út-
gerða. Það gekk upp og niður hjá
þeim og þær fóru meira og minna á
hausinn á tímabili en það gjörbreytt-
ist eftir að kvótakerfinu var komið á.
Svo má nefna að Sjóvá-Almennar
voru fyrsta tryggingafélagið til að
bjóða upp á bílalán, sem varð stór
hluti af fjármálastarfseminni, auk
þess sem félagið var það fyrsta til að
bjóða upp á að iðgjöldum væri dreift
á kreditkort.“
Sigurður sat í skólanefnd Grunn-
skóla Garðabæjar, í stjórn íþrótta-
bandalags drengja, Knattspyrnu-
dómarafélags Reykjavíkur,
íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garða-
bæ, Taflfélags Garðabæjar og var
fyrsti formaður þess; hann sat í
stjórn Stangaveiðifélags Ármanna,
Loftpressunnar sf., Glerverksmiðj-
spítala á Hringbraut. Foreldrar
hennar voru hjónin Jón Pálsson
sundkennari, f. 6.6. 1904, d. 21.2.
1983, og Þórunn Sigurðardóttir, f.
9.9. 1899, 9.5. 1991, húsfreyja í
Reykjavík.
Börn Sigurðar og Svölu eru 1)
Sindri Karl Sigurðsson, f. 20.3. 1970,
verkefna- og þróunarstjóri hjá
Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Kvæntur Elínu Hjaltalín Jóhannes-
dóttur, hjúkrunarfræðingi og hjúkr-
unarforstjóra á hjúkrunarheimilinu
Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Þau eru
búsett í Neskaupstað. Börn þeirra
eru Sigurpáll, f. 1996, Elísa Björg, f.
2001, og Jón Theódór, f. 2003; 2) Þór-
unn Sigurðardóttir, frjálsíþrótta-
þjálfari og píanókennari, búsett í
Hafnarfirði. Unnusti hennar er Jó-
hann Kristinn Rafnsson rannsóknar-
tæknir. Barn hennar og Jóhanns
Helgasonar, fv. maka, er Svala. f.
1995; 3) Anna Sigríður Sigurð-
ardóttir, spænskukennari og
kennslustjóri í Lýðskólanum á Flat-
eyri, búsett þar. Börn hennar eru
Alma Sóley, f. 2005, en faðir hennar
er Eric Wolf; Sigurður Stefán, f.
Sigurður Karl Sigurkarlsson, fv. forstöðumaður hjá Sjóvá-Almennum – 80 ára
Fjölskyldan Sigurður og Svala ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum á jólunum 2011.
Vann við tryggingar í rúm 40 ár
Úr Heiðarlundi Svala og Sigurður.
40 ára Erla er Reyk-
víkingur, nánar tiltekið
Árbæingur, og hefur
búið í Árbænum frá
eins árs aldri. Hún er
með BA-gráðu í fé-
lagsráðgjöf frá HÍ og
grunn- og framhalds-
skólakennararéttindi. Hún er grunnskóla-
kennari í Rimaskóla.
Maki: Friðrik Grétarsson, f. 1972, kvik-
myndagerðarmaður og vinnur hjá Tales
from Iceland og sér um það safn.
Börn: María Rut Arnarsdóttir, f. 2001, og
Aþena Rut Friðriksdóttir, f. 2012.
Bróðir: Arnar Ragnarsson, f. 1988.
Foreldrar: Ragnar Gunnarsson, f. 1956,
blikksmiður, og Ásgerður Karlsdóttir, f.
1958, ræstitæknir í Rimaskóla. Þau eru
búsett í Árbænum.
Erla Ragnarsdóttir
Til hamingju með daginn
B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is