Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Pepsi Max-deild karla
FH – Grindavík......................................... 3:0
Stjarnan – ÍBV ......................................... 3:2
Breiðablik – KR........................................ 1:2
Valur – HK................................................ 2:0
KA – Fylkir ............................................... 4:2
ÍA – Víkingur R ........................................ 1:5
Lokastaðan:
KR 22 16 4 2 44:23 52
Breiðablik 22 11 5 6 45:31 38
FH 22 11 4 7 40:36 37
Stjarnan 22 9 8 5 40:34 35
KA 22 9 4 9 34:34 31
Valur 22 8 5 9 38:34 29
Víkingur R. 22 7 7 8 37:35 28
Fylkir 22 8 4 10 38:44 28
HK 22 7 6 9 29:29 27
ÍA 22 7 6 9 27:32 27
Grindavík 22 3 11 8 17:28 20
ÍBV 22 2 4 16 23:52 10
Markahæstir:
Gary Martin, ÍBV/Val ............................... 14
Steven Lennon, FH................................... 13
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki ............... 13
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA .................. 13
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni ..... 13
Rússland
Rostov – Dinamo Moskva ....................... 3:0
Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með
Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson
var ekki í hópnum.
Ural – CSKA Moskva .............................. 0:3
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
tímann með CSKA og skoraði eitt mark og
Arnór Sigurðsson lék fyrstu 60 mínúturnar
og skoraði eitt mark.
Rubin Kazan – Ufa .................................. 0:0
Viðar Örn Kjartansson lék síðasta hálf-
tímann fyrir Rubin Kazan.
Krasnodar – Arsenal Tula...................... 2:0
Jón Guðni Fjóluson lék allan tímann með
Krasnodar.
Þýskaland
Augsburg – Leverkusen ......................... 0:3
Alfreð Finnbogason lék fyrstu 68 mín-
úturnar með Augsburg.
Wolfsburg – Jena..................................... 8:1
Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli á
76. mínútu í liði Wolfsburg.
B-deild:
St. Pauli – Sandhausen ........................... 2:0
Rúrik Gíslason lék ekki með Sandhausen
vegna veikinda.
Bochum – Darmstadt .............................. 2:2
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tím-
ann með Darmstadt.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – ÍR................................ 19
Origo-höllin: Valur – ÍBV .................... 19.15
Enski boltinn á Síminn Sport
Manchester United – Arsenal .................. 19
Í KVÖLD!
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
FH-ingar tryggðu sér þriðja sætið og
þar með síðasta Evrópusætið sem var
í boði þegar þeir lögðu Grindvíkinga
3:0 í lokaumferð Pepsi Max-
deildarinnar í knattspyrnu í Kapla-
krika á laugardaginn. Í fyrra höfnuðu
FH-ingar í fimmta sæti í deildinni og
voru ekki með í Evrópukeppninni í ár
í fyrsta sinn í 15 ár en Hafnarfjarðar-
liðið þurfti sigur gegn föllnum Grind-
víkingum til að tryggja sér Evrópu-
farseðilinn og það tókst. Steven
Lennon skoraði tvö af mörkum FH og
Daninn Morten Beck Guldsmed setti
eitt. Lennon skoraði 13 mörk í deild-
inni og fékk silfurskóinn en Guldsmed
skoraði átta mörk í þeim átta leikjum
sem hann spilaði með FH eftir að
hann kom til liðsins um mitt tímabil.
Gary Martin marka-
kóngur í annað sinn
Baráttan um markakóngstitilinn
var gríðarlega spennandi en það fór
svo að lokum að enski framherjinn
Gary Martin varð markakóngur
deildarinnar og það í annað skipti.
Hann tryggði sér gullskóinn með því
að skora bæði mörk Eyjamanna í 3:2
tapi gegn Stjörnumönnum. Martin
skoraði mörkin í aðeins fimmtán leikj-
um. Tvö þeirra komu í þremur leikj-
um með Val í upphafi tímabils og tólf
þeirra í tólf leikjum með ÍBV síðari
hluta tímabilsins.
Martin skoraði alls 14 mörk, einu
marki meira en Steven Lennon,
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, Elfar
Árni Aðalsteinsson, KA, og Hilmar
Árni Halldórsson úr Stjörnunni, sem
var einn markahæstur fyrir loka-
umferðina.
Martin varð einnig markakóngur
2014 og varð hann markahæstur í
deildinni árið 2013 ásamt Atla Viðari
Björnssyni og Viðari Erni Kjartans-
syni. Lennon fékk silfurskóinn þar
sem hann spilaði átján leiki og Mikk-
elsen fékk bronsskóinn með tuttugu
leiki.
Frábært tímabil KR-inga
Íslandsmeistarar KR-inga enduðu
frábært tímabil með 2:1 útisigri gegn
Breiðabliki og jöfnuðu þar með eigið
stigamet frá árinu 2013 og Stjörn-
unnar 2014. KR fékk 52 stig en liðið
tapaði aðeins tveimur leikjum, gegn
Grindavík og HK. KR-ingar voru
langbestir í sumar sem sést best á því
að þeir enduðu mótið 14 stigum á eft-
ir Breiðabliki, sem hafnaði í öðru
sæti. Blikarnir kvöddu Ágúst Gylfa-
son en nýr maður er á leið í brúna hjá
þeim grænklæddu og bendir allt til
þess að það verði Óskar Hrafn Þor-
valdsson sem hefur gert kraftaverk
með Gróttu. Undir hans stjórn fóru
Gróttumenn upp um tvær deildir á
tveimur árum og spila í deild þeirra
bestu í fyrsta sinn á næsta tímabili.
Elfar Árni með þrennu
Elfar Árni Aðalsteinsson kórónaði
gott tímabil sitt með því að skora
þrennu í 4:2 sigri KA-manna gegn
Fylki á heimavelli. KA-liðið endaði
þar með í fimmta sæti eftir að hafa
verið í fallsæti. KA átti flottan enda-
sprett á mótinu. Liðið var taplaust í
síðustu sjö leikjum sínum og vann
fjóra þeirra. Allan stöðugleika vant-
aði hjá Fylkismönnum í ár en þeir
enduðu í áttunda sæti deildarinnar.
Helgi Sigurðsson stýrði Árbæjarlið-
inu í síðasta sinn en sterkur orðrómur
er um að Ágúst Gylfason taki við
starfi hans.
Valsmenn kvöddu Ólaf Jóhann-
esson með 2:0 sigri á móti HK en eftir
leikinn tilkynntu Valsmenn að samn-
ingur við Ólaf yrði ekki endurnýj-
aður. Ólafur stýrði Valsliðinu í fimm
ár og undir hans stjórn varð liðið tví-
vegis Íslandsmeistari og tvisvar bik-
armeistari. Fyrrverandi lærisveinn
hans hjá FH, Heimir Guðjónsson, er
sagður vera á leið á Hlíðarenda og er
reiknað með að hann verði kynntur til
leiks þar í vikunni.
Skagamenn gáfu heldur betur eft-
ir. Þeir byrjuðu mótið frábærlega og
voru efstir um tíma en náðu aðeins að
vinna tvo leiki í seinni umferðinni.
Þeir steinlágu fyrir sprækum Vík-
ingum á heimavelli, 5:1.
FH-ingar endurheimtu
Evrópufarseðilinn
Gary Martin hreppti gullskóinn eftir æsilega baráttu KR jafnaði stigametið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markakóngur Gary Martin, framherji ÍBV, endaði sem markakóngur. Hér er hann í baráttu við Martin Rauschen-
berg á Stjörnuvellinum í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar en Martin skoraði bæði mörk Eyjamanna.
KA – Fylkir 4:2
0:1 Ólafur Ingi Skúlason 1.
1:1 Elfar Á. Aðalsteinsson 16. (v)
2:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 28.
3:1 Andri Fannar Stefánsson 64.
3:2 Geoffrey Castillon 81.
4:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 90.
MMElfar Árni Aðalsteinsson (KA)
MCallum Williams, Hrannar Björn
Steingrímsson, Andri Fannar Stef-
ánsson, Nökkvi Þeyr Þórisson (KA),
Ólafur Kristófer Helgason, Leonard
Sigurðsson, Valdimar Þór Ingimund-
arson, Geoffrey Castillion (Fylki).
Dómari: Helgi Mikael Jónasson 6.
ÍA – Víkingur R. 1:5
1:0 Bjarki Steinn Bjarkason 13.
1:1 Örvar Eggertsson 16.
1:2 Kwame Quee 23.
1:3 Óttar Magnús Karlsson 56.
1:4 Kwame Quee 75.
1:5 Ágúst E. Hlynsson 89.
MÓttar Bjarni Guðmundsson, Vikt-
or Jónsson, Bjarki Steinn Bjarkason
(ÍA), Halldór Smári Sigurðsson, Sölvi
Geir Ottesen, Kári Árnason, Kwame
Quee, Óttar Magnús Karlsson (Vík-
ingi).
Dómari: Elías Ingi Árnason 8.
Breiðablik – KR 1:2
0:1 Kennie Chopart 24.
0:2 Kristján F. Finnbogason 26.
1:2 Thomas Mikkelsen 89. (v)
MMKennie Chopart (KR).
MElfar Freyr Helgason, Alexander
Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkels-
en Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor
Örn Margeirsson (Breiðabliki), Beitir
Ólafsson, Finnur Tómas Pálmason,
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Pálmi
Rafn Pálmason, Kristinn Jónsson,
Kristján Flóki Finnbogason, Óskar
Örn Hauksson (KR).
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson 8.
Valur – HK 2:0
1:0 Andri Adolphsson 17.
2:0 Patrick Pedersen 45.
MMHannes Þór Halldórsson (Val)
MHaukur Páll Sigurðsson, Patrick
Pedersen, Kristinn Freyr Sigurðs-
son, Sigurður Egill Lárusson, Andri
Adolphsson, Eiður Aron Sigur-
björnsson (Val), Ásgeir Börkur Ás-
geirsson, Ásgeir Marteinsson, Atli
Arnarson, Birnir Snær Ingason, Arn-
þór Ari Atlason (HK).
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 5.
FH – Grindavík 3:0
1:0 Steven Lennon 16.
2:0 Steven Lennon 48. (v)
3:0 Morten Beck Guldsmed 60.
MM Steven Lennon (FH)
MGuðmann Þórisson, Guðmundur
Kristjánsson, Davíð Þór Viðarsson,
Björn Daníel Sverrisson, (FH), Mar-
inó Axel Helgason, Elias Tamburini
(Grindavík).
Dómari: Þorvaldur Árnason 8.
Stjarnan – ÍBV 3:2
1:0 Alex Þór Hauksson 39.
1:1 Gary Martin 64.
2:1 Sölvi S. Guðbjargarson 74.
3:1 Guðjón Baldvinsson 84.
3:2 Gary Martin 87. (v)
MAlex Þór Hauksson, Eyjólfur Héð-
insson, Þorsteinn Már Ragnarsson
(Stjörnunni), Gary Martin, Jonathan
Franks, Sigurður Arnar Magnússon
(ÍBV).
Dómari: Erlendur Eiríksson 8.
Lokaumferðin 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Tracker
úlpa
• Stærðir S–4XL
• Hentar báðum kynjum
• Vatnsþolin, þykk og hlý úlpa
• 100% pólýester ytra efni
• Má þvo og hengja upp
• Hægt er að losa hettu og kraga af
• Tveir innanverðir vasar og 8 að
utanverðu
Vnr: 1899 448 8XX
Verð: 15.990 kr.