Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
England
Everton – Manchester City .................... 1:3
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann
með Everton.
Aston Villa – Burnley.............................. 2:2
Jóhann Berg Guðmundsson var ónotað-
ur varamaður hjá Burnley.
Sheffield United – Liverpool................... 0:1
Bournemouth – West Ham...................... 2:2
Chelsea – Brighton................................... 2:0
Crystal Palace – Norwich........................ 2:0
Tottenham – Southampton...................... 2:1
Wolves – Watford..................................... 2:0
Leicester – Newcastle ............................. 5:0
Staðan:
Liverpool 7 7 0 0 18:5 21
Manch. City 7 5 1 1 27:7 16
Leicester 7 4 2 1 11:5 14
West Ham 7 3 3 1 10:9 12
Tottenham 7 3 2 2 14:9 11
Chelsea 7 3 2 2 14:13 11
Bournemouth 7 3 2 2 13:12 11
Arsenal 6 3 2 1 11:10 11
Crystal Palace 7 3 2 2 6:7 11
Burnley 7 2 3 2 10:9 9
Manch. Utd 6 2 2 2 8:6 8
Sheffield Utd 7 2 2 3 7:7 8
Wolves 7 1 4 2 9:11 7
Southampton 7 2 1 4 7:11 7
Everton 7 2 1 4 6:12 7
Brighton 7 1 3 3 5:10 6
Norwich 7 2 0 5 9:16 6
Aston Villa 7 1 2 4 8:11 5
Newcastle 7 1 2 4 4:11 5
Watford 7 0 2 5 4:20 2
Holland
AZ Alkmaar – Heracles .......................... 2:0
Albert Guðmundsson fór meiddur af
velli hjá AZ á 28. mínútu.
Belgía
Oostende – Antwerpen ........................... 1:1
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
Kasakstan
Astana – Kaisar Kyzylorda .................... 3:0
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan tím-
ann með Astana.
Búlgaría
Levski Sofia – Botev Vratsa................... 3:1
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann
með Levski og skoraði eitt mark.
Noregur
Bodö/Glimt – Tromsö ............................. 4:0
Oliver Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahóp Bodö/Glimt.
Vålerenga – Ranheim ............................. 1:1
Matthías Vilhjálmsson lék síðasta hálf-
tímann með Vålerenga.
Molde – Lilleström .................................. 2:1
Arnór Smárason lék allan seinni hálf-
leikinn með Lilleström.
Hvíta-Rússland
BATE Borisov – Neman Grodno ........... 1:0
Willum Þór Willumsson lék allan tímann
með BATE.
KNATTSPYRNA
Bikarmeistarar Stjörnunnar höfðu
betur gegn Íslandsmeisturum KR í
karlaflokki í meistarakeppni KKÍ
sem fram fór í Origo-höllinni á Hlíð-
arenda í gær. Leiknum lauk með 12
stiga sigri Garðbæinga, 89:77 en
Vesturbæingar leiddu með þremur
stigum í hálfleik, 45:42. Stjarnan
vann hins vegar þriðja leikhluta með
20 stigum, 32:12, og Íslandsmeist-
urnum tókst ekki að koma til baka í
fjórða leikhluta. Kyle Johnson fór
mikinn í liði Stjörnunnar og skoraði
21 stig og tók fimm fráköst. Hjá KR
var Matthías Orri Sigurðarson
stigahæstur með 18 stig og sex frá-
köst.
Þá unnu þrefaldir meistarar Vals
sannfærandi sigur gegn Keflavík í
kvennaflokki, 105:81. Valskonur
voru með frumkvæðið í leiknum all-
an tímann og leiddu með ellefu stig-
um í hálfleik, 53:42. Keflavík skoraði
aðeins átta stig í þriðja leikhluta
gegn 27 stigum Vals og Íslands-
meistararnir sigldu sigrinum þægi-
lega heim í fjórða leikhluta. Guð-
björg Sverrisdóttir var stigahæst í
liði Vals með 22 stig og tvö fráköst
en hjá Keflavík var Daniela Morillo
atkvæðamest með 36 stig og sjö frá-
köst. bjarnih@mbl.is
Stjarnan lagði Íslandsmeistarana
Valskonur bættu fjórða bikarnum í safnið eftir öruggan sigur á Keflavík
KR án fyrirliðans og þriggja sterkra leikmanna Íslandsmótið hefst 2. október
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átök Helena Sverrisdóttir og Daniela Morillo.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta Michael Craion og Hlynur Bæringsson.
Íslandsmeistararnir Elín Metta Jen-
sen, Val, og Óskar Örn Hauksson,
KR, voru valin bestu leikmenn úr-
valsdeilda karla og kvenna, Pepsi
Max-deildanna, á lokahófi deildanna
sem fram fór í Gamla bíói í gær-
kvöldi. Það voru Leikmannasamtök
Íslands sem stóðu fyrir lokahófinu í
samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.
Finnur Tómas Pálmason, KR, var
valinn efnilegastur karlamegin og
Hlín Eiríksdóttir, Val, var valin efni-
legust kvennamegin.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR,
var valinn þjálfari ársins í karla-
flokki og Pétur Pétursson, þjálfari
Íslandsmeistara Vals, var valinn
besti þjálfarinn kvennamegin.
Pétur Guðmundsson var dómari
ársins karlamegin og Gunnar Oddur
Hafliðason kvennamegin.
Þá var einnig valið lið ársins þar
sem Íslandsmeistarar KR áttu sjö
fulltrúa en kvennamegin áttu Ís-
landsmeistarar Vals þrjá fulltrúa.
bjarnih@mbl.is
Elín Metta og Óskar Örn
bestu leikmenn sumarsins
Morgunblaðið/Eggert
Best Elín Metta Jensen, framherji
Vals, var valin best.
Morgunblaðið/Hari
Bestur Óskar Örn Hauksson,
fyrirliði KR var valinn bestur.
Fullkomin byrjun Liverpool í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram
um helgina. Liverpool hafði betur
gegn Sheffield United á útivelli á
laugardag, 1:0, og er með fullt hús
stiga eftir sjö leiki. Liverpool spilar
oftast betur, en með lukkudísirnar
sér í liði, tókst Liverpool að knýja
fram nauman sigur. Staðan var
markalaus fram að 70. mínútu en
þá skoraði Georginio Wijnaldum
sigurmarkið. Skotið hans utan teigs
virtist meinlaust en Dean Hend-
erson í marki Sheffield missti bolt-
ann ótrúlega klaufalega á milli fóta
sér og Liverpool gat fagnað enn
einum sigrinum. Það virðist allt
falla með Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði vel
fyrir Everton á heimavelli gegn
meisturum Manchester City. Það
dugði hins vegar ekki til. Staðan í
hálfleik var 1:1, en City-liðið var
sterkt í seinni hálfleik og vann 3:1-
sigur. City er enn fjórum stigum á
eftir Liverpool og getur aðeins ósk-
að þess að lærisveinar Jürgen
Klopp fari að misstíga sig.
Leicester virðist eiga fína mögu-
leika á að ná einu af fjórum efstu
sætunum. Liðið er í þriðja sæti með
14 stig og hefur aðeins tapað einum
leik. Leicester fór illa með New-
castle á heimavelli í gær, 5:0.
Tottenham og Chelsea eru sam-
stiga. Bæði lið unnu sína þriðju leiki
á laugardag. Tottenham hafði bet-
ur gegn Southampton og Chelsea
vann Brighton. Þau eru í fimmta og
sjötta sæti með ellefu stig.
Fyrir ofan þau er West Ham með
tólf stig. West Ham gerði vel í að
jafna tvívegis á útivelli gegn Bour-
nemouth og verður forvitnilegt að
sjá hversu langt West Ham kemst á
leiktíðinni.
Lukkudísirnar með
Liverpool í liði
AFP
Heppinn Georginio Wijnaldum
hafði heppnina með sér.
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til