Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Fram – Haukar..................................... 22:24
Selfoss – HK ......................................... 29:25
FH – Afturelding.................................. 25:24
Staðan:
Haukar 4 4 0 0 101:89 8
ÍR 3 3 0 0 95:79 6
ÍBV 3 3 0 0 80:69 6
Afturelding 4 3 0 1 107:97 6
Selfoss 4 2 1 1 116:117 5
FH 4 2 0 2 103:102 4
Valur 3 1 1 1 70:67 3
Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3
KA 3 1 0 2 82:79 2
Stjarnan 4 0 1 3 90:107 1
HK 4 0 0 4 99:111 0
Fram 4 0 0 4 82:96 0
Undankeppni EM kvenna
6. riðill:
Ísland – Frakkland............................... 17:23
Tyrkland – Króatía............................... 21:30
Staðan:
Króatía 2 2 0 0 59:29 4
Frakkland 2 2 0 0 61:34 4
Tyrkland 2 0 0 2 38:68 0
Ísland 2 0 0 2 25:52 0
7. riðill:
Færeyjar – Rúmenía ........................... 20:25
Ágúst Jóhannsson þjálfar Færeyjar.
Meistaradeild karla
Zagreb – Barcelona ............................ 19:36
Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir
Barcelona.
Pick Szeged – Flensburg.................... 24:24
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1
mark fyrir Pick Szeged.
Celje Lasko – Aalborg ........................ 26:28
Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er
frá keppni vegna meiðsla.
Elverum – París SG............................. 22:25
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3
mörk fyrir Elverum.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki
fyrir PSG.
Wisla Plock – Kristianstad................. 36:29
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 12
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 6.
Þýskaland
Minden – Lemgo .................................. 33:31
Bjarki Már Elísson skoraði 12 mörk fyr-
ir Lemgo.
Erlangen – Nordhorn ......................... 26:25
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Göppingen – Stuttgart........................ 31:22
Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir
Stuttgart.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – GOG............................ 25:29
Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 2 og
Gunnar Steinn Jónsson 1.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark
fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson skor-
aði ekki. Viktor Gísli Hallgrímsson varði
ekki skot.
HANDBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
Guðmundur Karl
Það var hart tekist á þegar FH hafði
betur gegn Aftureldingu 25:24 í
fjórðu umferð Olís-deildar karla í
handknattleik í Kaplakrika í gær-
kvöld. FH-ingar innbyrtu þar með
sinn annan sigur í deildinni en Aft-
urelding tapaði sínum fyrstu stigum
í vetur.
Leikurinn sveiflaðist til og frá þar
sem varnarleikur og markvarsla var
í góðu lagi hjá báðum liðum. Aftur-
elding var skrefinu á undan FH-
ingum í fyrri hálfleik þar sem Arnór
Freyr Stefánsson, markvörður Mos-
fellinga, gerði FH-ingum lífið leitt
Afturelding náði mest fjögura
marka forystu í fyrri hálfleik en
heimamenn tóku sig saman í andlit-
inu og náðu að jafna metin áður en
hálfleikurinn var allur.
FH-liðið mætti sterkt til leiks í
seinni hálfleik. Birkir Fannar Brag-
son leysti Þjóðverjann Phil Döhler
af hólmi á milli stanganna og Birkir
lagði svo sannarlega sitt af mörkum
til að tryggja FH sigurinn. FH-
ingar virtust vera að sigla fram úr
um miðjan seinni hálfleikinn þegar
þeir komust þremur mörkum yfir en
Afturelding svaraði vel fyrir sig,
skoraði fjögur mörk í röð og komst í
forystu á nýjan leik. Í stöðunni 20:20
og rúmar sjö mínútur til leiksloka
misstu Mosfellingar mann af velli og
það þegar þeir voru í sókn. Gestur
Ólafur Ingvarsson meiddist illa á
hné og starfsmaður Aftureldingar
hljóp inn á til að hlúa að Gesti. En
þar sem hann hafði ekki fengið leyfi
frá eftirlitsmanni missti Afturelding
mann af velli í tvær mínútur og það
reyndist Mosfellingum dýrkeypt.
FH skoraði fjögur mörk í röð, þar af
tvö í autt markið og lagði þar með
grunninn að sigri sínum.
Nýliðarnir stóðu í meisturunum
Íslandsmeistarar Selfoss áttu fullt
í fangi með að landa sigri gegn nýlið-
um HK þegar liðin mættust í
Hleðsluhöllinni á Selfossi á laug-
ardagskvöld.
Selfyssingar náðu góðu forskoti
strax í upphafi og var útlit fyrir
mjög erfiðan leik fyrir gestina. Um
miðjan fyrri hálfleikinn tók HK
leikhlé þar sem Elías Már Hall-
dórsson þjálfari, hristi hrollinn úr
sínum mönnum og eftir það var allt
annað að sjá til nýliðanna. Þeir náðu
að vinna upp fjögurra marka forskot
Selfoss og gott betur en það.
Staðan var 12:14 í leikhléi en Sel-
fyssingar gáfu sér góðan tíma til
þess að fara yfir hlutina í leikhléinu.
Þeir breyttu um varnarafbrigði, fóru
í 3-2-1, sem hefur gefist vel og það
gekk eftir. Grímur Hergeirsson,
þjálfari Selfoss, orðaði það þannig
að Íslandsmeistararnir hefðu verið
sjálfum sér líkir í seinni hálfleiknum.
Selfoss skoraði fyrstu þrjú mörkin
í seinni hálfleiknum og komst þann-
ig strax yfir aftur. Meistararnir litu
ekki til baka eftir það og reyndust of
sterkir fyrir nýliðana þegar leið á
leikinn. Að lokum skildu fjögur
mörk liðin að, 29:25.
Leikurinn var sýning markmann-
anna á löngum köflum. Sölvi Ólafs-
son í marki Selfoss og Davíð Svans-
son í marki HK voru funheitir frá
fyrstu mínútu og vörðu jafnt og þétt
allan leikinn. Davíð var frábær á
lokakafla fyrri hálfleiks, sem var
besti kafli HK, en Sölvi var öflugur í
seinni hálfleiknum en hann varði
meðal annars þrjú vítaskot í leikn-
um.
Leikmenn HK hafa fæstir reynslu
af úrvalsdeildinni, ef Davíð mark-
vörður er undanskilinn. Stökkið upp
úr 1. deildinni er talsvert en spila-
mennska HK var mjög góð á köflum
og nái þeir að nýta sóknirnar sínar
betur þá munu þeir byrja á að reita
inn stig. HK er með snögga og
áræðna menn fyrir utan, til dæmis
Blæ Hinriksson sem var lykilmaður
í flestum sóknum liðsins, sem og
Garðar Svansson, en þeir félagar
voru óhræddir við að keyra á Sel-
fossvörnina.
Hjá Selfyssingum var Haukur
Þrastarson gríðarlega mikilvægur
og hann steig upp í seinni hálf-
leiknum þegar þeir vínrauðu þurftu
mest á því að halda.
Fram enn á stiga
Haukar héldu sigurgöngu sinni
áfram en þeir lögðu Fram í Safa-
mýri 24:22. Framarar voru lengi vel
með undirtökin. Þeir voru 13:8 yfir í
hálfleik og komust í 17:11 en þá
vöknuðu Haukarnir til lífsins og
tryggðu sér sigur. Þeir hafa unnið
alla fjóra leiki sína en Framarar eru
án stiga. Brynjólfur Snær Brynjólfs-
son skoraði sex mörk fyrir Hauka og
þeir Atli Már Báruson og Adam
Haukur Baumruk voru með fimm
hvor. Þorgrímur Smári Ólafsson var
markahæstur í liði Fram með 10
mörk.
FH stöðvaði
sigurgöngu
Mosfellinga
Fyrsti tapleikur Aftureldingar kom í
Kaplakrika Haukar með fullt hús
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gegnumbrot Bjarni Ófeigur Valdimarsson að skora fyrir FH.
Þátttöku Íslendinga á heimsmeistaramótinu í frjáls-
um íþróttum í Doha í Katar er lokið. Ísland átti einn
fulltrúa á mótinu en það var kringlukastarinn Guðni
Valur Guðnason. Guðni keppti í undankeppninni á
laugardaginn þar sem honum tókst ekki að tryggja
sig inn í úrslitin. Hann náði aðeins einu gildu kasti af
þremur og var það rúmum tíu metrum frá hans besta
árangri.
Guðni gerði ógilt í fyrsta og þriðja kasti og kastaði
53,91 metra þess á milli. Hann endaði í 16. og síðasta
sæti í sínum riðli en þetta var fyrsta heimsmeist-
aramótið sem Guðni tekur þátt í. Til þess að tryggja
sig beint inn í úrslitin hefði Guðni þurft að kasta yfir 65,50 metra eða
enda á meðal tólf efstu í báðum kasthópum.
Besti árangur Guðna Vals í greininni er 65,53 metrar. Hann hefur
hins vegar lítið getað kastað síðastliðið ár vegna veikinda og meiðsla.
Guðni hefur nú náð sér af meiðslunum og vonandi nær hann sér aftur
á strik og tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.
gummih@mbl.is
Þátttöku Íslands á HM lokið
Guðni Valur
Guðnason
Kjartan Henry Finnbogason var svo sannarlega á skot-
skónum með liði Vejle í dönsku B-deildinni í fótbolta í
gær. Kjartan skoraði öll þrjú mörk sinna manna í 3:2
sigri gegn Næstved og kom sigurmark hans átta mín-
útum fyrir leikslok.
Kjartan Henry hefur þar með skorað níu mörk í níu
leikjum með Vejle í deildinni og er hann markahæstur.
Vejle féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Kjartan
ákvað að framlengja samning sinn við félagið og er
samningsbundinn því til ársins 2021. Hann gekk í raðir
félagsins frá ungverska liðinu Ferencváros í janúar og
skoraði fimm mörk í 13 leikjum með liðinu í úrvalsdeild-
inni.
Vejle er í öðru sæti deildarinnar, er stigi á eftir Fredericia en á leik til
góða. gummih@mbl.is
Kjartan skoraði þrennu
Kjartan Henry
Finnbogason
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn