Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 29

Morgunblaðið - 30.09.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019 Ístórborgum heimsins magnasthúsnæðisvandinn ár frá ári. Húsnæð-isverð hækkar langt umfram tekjur,miðborgir breytast og margir hafa ekki lengur efni á að búa í hverfinu sem þeir hafa búið í frá fæðingu. Í Berlín er ástandið orðið þannig að farið er að impra á hugmyndum á borð við að taka húsnæði eignanámi og sú um- ræða fer ekki fram á jaðri stjórnmálanna. Í sænsku heimildarmyndinni Þvingun (Push) er fjallað um ástandið á húsnæðismark- aði víða um heim. Fredrik Gertten, leikstjóri myndarinnar, fylgir eftir Leilani Farha, sem fer um heiminn á vegum Sameinuðu þjóðina með einhvers konar umboð til að ýta undir rétt fólks til að búa í viðunandi húsnæði. Farha er frá Kanada og í upphafi myndar er hún að fara yfir tölur, sem sýna að á undan- förnum 20 árum hefur verð á húsnæði í Tor- onto hækkað ferfalt á við laun. Leiðin liggur til Harlem í New York þar sem leigjandi lítillar íbúðar borgar 90% af tekjum sínum í leigu og sér fram á rækilega hækkun. Í London hafa fjárfestar, margir frá Rúss- landi og olíuríkjunum við Persaflóa, keypt upp íbúðarhúsnæði í stórum stíl. Iðulega eru íbúð- irnar tómar mestan part ársins. Fyrir vikið hverfur þjónusta fyrir íbúana og svæði, sem áð- ur iðuðu af lífi eru að breytast í draugahverfi. Helstu kaupendur íbúða eru hins vegar fjár- festingafyrirtæki og oft eru lífeyrissjóðir á bak við fjárfestingar þeirra. Mikið er fjallað um eitt atkvæðamesta fyrirtækið á þessum markaði, Blackstone, sem hefur keypt húsnæði allt frá Svíþjóð til Spánar. Í einni kynningarmynd þeirra sést að íbúðakaupin snúast nánast ein- göngu um eignir. Fólkið sem í þeim býr er aukaatriði. Við sjáum dæmi um það hvernig þrengt er að leigjendum til að koma þeim út. Eigandinn er andlitslaus, en einn leigjandi sýn- ir hvernig leigusalinn hefur sett upp mynda- vélar um allt hús til að fylgjast með íbúunum. Einn leigjandi kvartar undan því að hann hafi árum saman borgað leigu á meðan húsnæðið hafi drabbast niður og nú eigi hann að fara að borga meira án þess að eiga von á að þjónustan batni hætishót. Fasteignakaup eru líka notuð til peninga- þvættis. Í myndinni lýsir Roberto Saviano, sem skrifaði bókina Gomorrha um mafíuna í Napólí og búið hefur við lögregluvernd síðan, hvernig skipulögð glæpasamtök nota skattaskjól til að koma afrakstri glæpastarfsemi í umferð með fasteignaviðskiptum. Myndin veitir athyglisverða innsýn í þennan heim og lýsir þróun, sem Íslendingar hafa ekki farið varhluta af. Hún sýnir hvernig fjárfestar kaupa húsnæði og gera upp til að hækka leigu og ýta íbúunum sem fyrir eru út og varpar fram þeirri grundvallarspurningu til hvers borgir séu ef íbúarnir hafa ekki efni á að lifa í þeim. Farha er sýnd sem kyndilberi í baráttunni fyrir viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Hún myndar ákveðinn þráð þegar farið er milli borga heimsins, en hennar þáttur verður full mikill á köflum. Í einu atriði skálar hún í hvít- víni við aðstoðarmann sinn og spyr hvort hún sé klár í slaginn líkt og þær séu ofurhetjur á leið að bjarga heiminum. En þótt hún nái eyr- um borgarstjóra og annarra valdamanna og fari fram í nafni Sameinuðu þjóðanna virðist baráttan á byrjunarreit og vandséð að sagan fái ofurhetjumyndaendi. Ljósmynd/Sasha Snow Heimildarmynd Þvingun (Push) bbbbn Leikstjóri: Fredrik Gertten. Framleiðsluland: Sví- þjóð. Tungumál: Enska, franska, ítalska, kóreska, spænska og þýska. 92 mín. Sýnd á RIFF. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Sýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 1. október kl. 11.15 og laugardaginn 5. október kl. 13.15. Bolabrögð í borginni Framkvæmdir Í London rjúka upp nýbyggingar. Fjárfest- ingafélög kaupa upp heilu íbúðahúsin og ýmist hækkar verðið eða íbúðir standa auðar og til verða draugahverfi. »Eitthvað úr engu: Myndheimur Magn- úsar Pálssonar nefnist sýning sem opnuð var á laugardaginn í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Nýlókórinn tróð þar upp og var glatt á hjalla. Verk Magnúsar eru sýnd í fimm sölum húss- ins og ná einnig út á ganga og undir bert loft. Sýningarstjórar eru Markús Þór Andrésson og Sigurður Trausti Traustason. Sýning á verkum Magnúsar Pálssonar var opnuð í fyrradag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hljóðlj́óðakór Nýlókórinn kom fram við opnun sýningarinnar í Hafnarhúsi á laugardag. Listamaðurinn Magnús hlýddi á ræðu Hjálmars Sveinssonar, formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Forvitnilegt Guðni Tómasson, útvarpsmaður og listsagnfræðingur, virti fyrir sér verk hins merkilega listamanns Magnúsar Pálssonar. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.