Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Um 120 sýnendur fylla
Laugardalshöllina og hafa
fyrirtækin fengið ótakmark-
að magn boðsmiða.
35
25.09.2019
25 | 09 | 2019
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Blaðamenn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Auglýsingar
Bjarni Ólafur Guðmundsson
bog@mbl.is
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Prentun
Landsprent ehf.
Nýlega barst það í tal, í spjalli blaðamanns við
stjórnanda eins af öflugustu fyrirtækjum landsins,
með starfsstöðvar víða um heim, að honum þykir
félagið eiga árangur sinn fyrst og fremst að þakka
því hvað íslenskur sjávarútvegur er framarlega í
því að stunda veiðar með fullkomnustu tækjum og
nýjustu aðferðum. Greinin geri miklar kröfur og
hafi óendanlegan metnað fyrir því að gera sífellt
betur; gera veiðarnar hagkvæmari, auka gæði hrá-
efnisins, lágmarka umhverfisáhrifin og auka ör-
yggi áhafnarinnar.
Um leið starfa sjávarútvegsfyrirtækin náið með
þeim sem smíða tækin, veiðarfærin, og allt hitt
sem lagt hefur grunninn að sérstöðu greinarinnar
á heimsvísu.
Afraksturinn má sjá á sýningunni Sjávarútvegur
2019 sem hefst í dag og stendur út vikuna. Þar
blasir við hversu gjöfult þetta langa og góða sam-
starf sjómanna og uppfinningamanna hefur verið.
Við tæpum á því helsta í þessu blaði, í bland við
viðtöl við fólk héðan og þaðan úr greininni, og
hreint ævintýralegt er að sjá hvað tækninni fleygir
fram. Framtíðin er spennandi, rafvædd, snjöll,
sjálfbær og arðbær.
Morgunblaðið/Hari
Allt það nýjasta og besta borið á borð
Öll reynsla segir okkur að aukin
menntun hafi jákvæð áhrif á
starfsemina, segir Björn Hembre,
forstjóri Arnarlax.
16
Hönnunarvinna og prófanir hafa
leitt í ljós að ýmsir kostir fygja því
að rafvæða 30 tonna skip. Komið
er á seinni hluta hönnunarferlis.
22
Mikil endurnýjun á rússneska fiski-
skipaflotanum hefur skapað tæki-
færi fyrir sérhæfð íslensk fyrirtæki.
Samningar hlaupa á milljörðum.
24
Nýtt rannsóknaskip er í frum-
hönnun og er búist við því að það
fari í smíði á næsta ári. Mun það
taka við af Bjarna Sæmundssyni
sem hefur reynst vel.
26