Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 15 eldisstöðva geta notað til að vakta eldið eins og það leggur sig. Eru all- ir mælar og skynjarar, dælur og fóð- urkerfi, tengd við einn stýriskáp þar sem öflug tölva skráir og greinir gögnin, og stýrir búnaðinum. „Nýi hugbúnaðurinn gerir allar þessar upplýsingar sýnilegar og geta stjórnendur fiskeldisstöðvarinnar haft gætur á starfseminni hvar sem þeir eru staddir, og geta t.d. notað snjallsímann sinn til að vakta ástandið. Ef eitthvað virðist vera í ólagi sendir hugbúnaðurinn við- vörun um leið og hjálpar til við að halda utan um viðhaldið,“ segir Kon- ráð og bætir við að með þá góðu yf- irsýn sem hugbúnaðurinn veiti opn- ist alls kyns möguleikar til að gera betur í eldinu: „Með því að safna öllum gögnum í eitt stjórnborð verður auðveldara að leita leiða til að bæta reksturinn og t.d. koma auga á hvort hugsanlega sé hægt að nota minna rafmagn, vatn eða fóður en samt ná sem best- um og öruggum vexti í kerjunum. Þá bætir það rekstraröryggið til muna að vita strax af því ef alvar- legur vandi kemur upp í eldisbún- aðinum, og loks gerir það starf stjórnendanna mun þægilegra að geta hvar og hvenær sem er vitað hvernig ástandið er hverju sinni,“ útskýrir Konráð. Ævintýralegur vöxtur Spennandi tímar eru framundan í ís- lensku fiskeldi og framleiðslan eykst hratt. Þannig sýna nýjustu mæl- ingar Hagstofunnar að útflutnings- verðmæti eldisafurða í júlí 2019 var 168% meira en í sama mánuði árið á undan. Ef tekið er tillit til 12% veik- ingar krónunnar á tímabilinu er um að ræða ríflega tvöföldun í verð- mætum. Mælt í magni var útflutn- ingurinn í júní á þessu ári 1.520 tonn en 570 tonn á sama tíma 2018, og er það fyrst og fremst stóraukin fram- leiðsla á laxi sem skýrir þennan mikla vöxt. Konráð segir ekki mega gleyma hvað þessi mikla verðmæta- sköpun þýðir fyrir þjóðarbúið. „Um er að ræða fáheyrt tækifæri fyrir þjóðina og jafnvel mögulegt að í framtíðinni verði meiri tekjur af út- flutningi eldisfisks en af sölu þorsk- afurða,“ segir Konráð og bendir á að tæknin í kringum fiskeldið taki stöð- ugum framförum sem miða að því að lágmarka umhverfisáhrif og há- marka framleiðslugetu á sama tíma. „Við sjáum spennandi nýja tækni í þróun sem ætti að hjálpa fiskeld- isstöðvum að gera rekstur sinn grænni. Sem dæmi um búnað sem gæti senn náð töluverðri útbreiðslu má nefna vindorkustöðvar sem draga úr rafmagnsþörf eldisstöðva og tæki sem hjálpa til að bæta vatnsstýringu. Í dag hafa íslensk fyrirtæki aðgang að ofgnótt af vatni og orku, en gott að huga tímanlega að þessari umhverfisvænu þróun, enda gæti svo farið að eftir því sem umsvif fiskeldisins aukast hér á landi fari vatn og orka að verða tak- markandi þáttur.“ Morgunblaðið/Eggert Verðmæti Hann er ævintýri likastur, vöxturinn í íslensku fiskeldi. Aukn- ingin er hröðust í laxeldi en fiskeldi á landi sækir líka í sig veðrið. Mynd úr safni af flúrueldi Stolt Sea Farm. Halda ráðstefnu um konur og siglingar Alþjóðasiglingadagurinn Ingibjörg Bryngeirsdóttir yfirstýrimaður á Herjólfi er ein fárra kvenna sem starfa á sjó. Rætt verður um hvernig megi fjölga þeim. Hörpu vegna þessa og er hún á veg- um samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins og siglingaráðs. „Markmið ráðstefnunnar er því ekki síst að vekja athygli ungra kvenna á þeim fjölbreyttu starfsmöguleikum sem eru á sjó, hvort sem er við fisk- veiðar, flutninga, rannsóknir eða við löggæslu á hafinu,“ segir Sigurður Ingi. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um sögu íslenskra kvenna á sjó, segja frá starfsvali sínu og deila sinni reynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum. Þá verður leit- að svara við því hvers vegna konur eru svo fáar til sjós og í siglingum og hvernig megi gera störf til sjávar eftirsóknarverð fyrir konur. gso@mbl.is Það er engin starfsstétt á Íslandi þar sem hlutfall kvenna er jafnlágt og á sjó, að sögn Sigurðar Inga Jó- hannssonar samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. „Sjómennska og siglingar hafa skipað mikilvægan sess í íslensku samfélagi og efna- hagslífi í gegnum tíðina. Þær spurn- ingar sem velt er upp á alþjóðasigl- ingadeginum að þessu sinni tengjast hlut kvenna en það er áberandi hversu fáar konur vinna á sjó. Rétt er að benda á að innan við eitt pró- sent af þeim sem hafa útskrifast úr skipstjórn og vélstjórn er konur,“ segir hann. Á morgun er alþjóðasiglingadag- urinn og í ár er dagurinn helgaður konum. Haldin verður ráðstefna um konur og siglingar í Kaldalóni í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.