Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
arið er að síga á seinni hlut-
ann í löngu og krefjandi
hönnunarferli og munu gest-
ir á Sjávarútvegssýningunni
2019 fá að sjá nýtt fley sem
gæti markað kaflaskil í íslenskri
skipasögu. Nýjasti báturinn frá Navis
gengur nefnilega fyrir rafmagni og
býður greininni upp á tækifæri til að
skipta yfir í umhverfisvænni orku-
gjafa.
Kári Logason, skipaverkfræðingur
hjá Navis, segir þessa nýju gerð 30
tonna báta hafa fengið nafnið Magnea
en verkefnið hlaut styrk frá
Tækniþróunarsjóði. Hann bendir á að
hugtakanotkunin sé ekki alveg sú
sama í bátum og bílum, og þó að
Magneu-bátarnir séu skilgreindir sem
rafmagnsbátar er lítil ljósavél um
borð. „Ljósavélin hleður orku inn á
rafhlöðuna þegar þörf er á meiri
drægni, en framdriftarbúnaðurinn er
allur rafdrifinn.“
Á meðan skipið er við bryggju tek-
ur um fimm klukkustundir að full-
hlaða rafhlöðuna og á hleðslan að
nægja á þeim túrum þar sem stutt frá
heimahöfn á miðin. Þar sem um línu-
skip er að ræða þurfti að leysa úr
ýmsum áskorunum sem snúa að mis-
munandi orkuþörf á ólíkum stigum
veiðanna. „Mest er gengið á orkuna
þegar siglt er út á miðin, og aftur til
baka. En þegar skipið er komið á rétt-
an stað og línan látin út þá er alla
jafna siglt á 60% af hámarkshraða,
eða um 6-7 hnútum, og síðan beðið í
tvo til þrjá tíma á meðan fiskurinn bít-
ur á agnið. Þá er línan dregin um borð
og siglt á 2-3 hnúta hraða á meðan,“
útskýrir Kári.
Hljóðlátari vinnustaður
Hönnunarvinna og prófanir hafa leitt í
ljós að ýmsir kostir fylgja því að raf-
væða skip af þessari stærð og gerð.
Þannig má koma drifrásinni fyrir með
öðrum hæti, og nota rafhlöðurnar sem
ballest, svo að nýta má rýmið innan
skipsins með betra móti. „Í stað þess
að láta vélarrýmið taka mikið pláss
aftur í skut fer lítið fyrir rafmótornum
og í staðinn hægt að hafa vistarverur
áhafnar í skutnum þar sem minnst
verður vart við hreyfingu og hávaðann
af því þegar öldur skella á stefninu.
Við getum aftur á móti haft ljósavél-
ina frammi í stefni, í litlu tæknirými,
og hægt að raða tækjum um borð með
öðrum hætti.“
Sjófærni verður sú sama og hjá
hefðbundnu skipi af sömu stærð, en
þar sem skrúfan er ekki knúin áfram
af stórum olíumótor verður mun
minni hávaði og titringur um borð.
Þegar nota þarf ljósavélina ætti
áhöfnin varla að verða þess vör enda
smá í sniðum og einangruð frá öðrum
hlutum skipsins.
Útreikningar Navis benda til að
Magneu-bátar veðri hagkvæmari í
rekstri en gengur og gerist, og ættu
að vera fýsilegur kostur jafnvel ef
ekkert verður af því að stjórnvöld
veiti útgerðum ívilnanir vegna orku-
skipta. „Rætt hefur verið um að hið
opinbera flýti fyrir þróuninni en enn
þá er ekkert fast í hendi með það.
Magnea verður svolítið dýrari í smíð-
um en ætti að vera umtalsvert ódýr-
ari í rekstri og spara á bilinu 60-100%
af olíunotkun sambærilegra skipa. Þá
verður viðhaldskostnaður mun lægri
enda gildir það sama með rafmagns-
skip og rafmagnsbíla að búnaðurinn
um borð er einfaldari, minna slit og
minni þörf fyrir viðgerðir og vara-
hluti.“
Það eina sem þarf, segir Kári, er að
telja eina útgerð á að taka af skarið
svo að hægt verði að sýna greininni
allri hvernig skipið reynist. Ekki þarf
að koma upp sérstökum hleðslu-
stöðvum því hleðslukerfið er hannað
inn í bátinn sjálfan og aðeins þarf að
stinga honum í samband við það sem í
daglegu tali er kallað stærri smábáta
landtenging. „Í flestum höfnum er
hægt um vik að komast í þannig raf-
tengingu og víða verið að leita leiða til
að bæta enn frekar möguleika skipa
til að tengjast rafmagni og m.a.s.
heitu vatni við bryggju svo þau þurfi
ekki að brenna dísilolíu á meðan þau
liggja við landfestar.“
Aðspurður hvort fimm klukku-
stunda hleðslutími henti útgerðum
vel segir Kári að algengt sé að bátar í
30 tonna kerfinu haldi af stað til veiða
um kl. 1-2 að nóttu. „Þegar komið er á
miðin er línan lögð út og beðið, og
skipið komið aftur í höfn með aflann
um kvöldmatarleytið. Höfum við ráð-
fært okkur við fjölda útgerða sem
hafa sagt okkur að fimm tímar ættu
að duga, langoftast.“
Skyldi einhver hafa áhyggjur af því
að hafa kröftugar rafhlöður um borð í
rennblautu skipi segir Kári ekkert að
óttast. Rafbúnaðurinn um borð komi
frá leiðandi fyrirtæki og þannig frá
honum gengið að engin hætta á að
skapast af. „Og svo má ekki gleyma að
nú þegar er mikið af rafbúnaði um
borð í skipum, og veldur engum vand-
ræðum enda búnaðurinn hannaður í
samræmi við það umhverfi sem hann
er í.“
Rafhlöður gætu bætt orkunotkun
Hvað kemur svo næst? Gæti kannski
verið raunhæft að rafvæða allan flot-
ann, frá minnstu trillum upp í stærstu
togara? Kári segir að líklega sé langt í
að stærstu skipin, sem geta verið að
veiðum svo vikum og jafnvel mán-
uðum skiptir, muni geta gengið fyrir
rafmagni eingöngu en rafhlöðutækni
geti þó hjálpað til við að bæta orku-
notkun skipa. „Væri þá t.d. hægt að
hafa ljósavélar um borð sem framleiða
rafmagn á sem hagkvæmastan hátt og
beina inn á rafhlöðu, sem svo er notuð
þegar koma toppar í orkuþörf skips-
ins s.s. þegar gera þarf skjótar hraða-
breytingar. Mætti jafnvel líka nota
það bakafl sem verður til í ýmsum
búnaði um borð, s.s. á spilum, til að
hlaða rafhlöðurnar. Allt myndi þetta
stuðla að jafnari orkuframleiðslu og
þar með minni olíunotkun,“ útskýrir
Kári. „Þá er einnig vert að skoða aðra
orkugjafa, eins og metanól, sem gætu
verið umhverfisvænni en dísilolían
sem flotinn notar í dag.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stoltir Bjarni Hjartarson, Hjörtur Emilsson og Kári Logason við módel af rafmagnsbátnum. Hleðslustöðin er innbyggð í bátinn og ætti ekki að vera flókið að tengja hann við rafmagn í flestum höfnum.
Þægindi Magneu bátarnir
bjóða m.a. upp á annars
konar skipulag vinnu- og
svefnrýma um borð.
Risaskref í átt
að rafvæð-
ingu flotans
Magneu-báturinn sem
Navis hefur hannað ætti
að hafa jafngóða sjó-
færni og önnur 30
tonna skip en nota litla
og jafnvel enga olíu. Líkt
og með rafmagnsbíla
ætti viðhaldskostnaður
líka að vera minni.