Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
T
vö skip verða við loðnuleit
og rannsóknir næstu daga
og vikur og verður í lok
október gefin út ráðgjöf um
loðnuveiðar í vetur. Engin
loðnuveiði var leyfð á þessu ári og
hefur enginn upphafskvóti verið gef-
inn út fyrir næsta vetur. Lítið mæld-
ist af ungloðnu í leiðangri fyrir ári og
í sögulegu samhengi hafa árgangar
loðnu flestir verið lélegir síðustu ár.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson
heldur á föstudag til loðnumælinga
og er áætlað að verkefnið standi fram
undir lok októbermánaðar. Skipið
hefur undanfarinn hálfan annan
mánuð verið við rannsóknir á vegum
Norsku hafrannsóknastofnunarinnar
og m.a. rannsakað karfa og leitað
grálúðu norður fyrir Svalbarða.
Norska skipið Eros fór í loðnuleið-
angur fyrir tólf dögum og lýkur sín-
um þætti um næstu mánaðamót.
Skipið er leigt í verkefnið af Græn-
lendingum, en íslenskir sérfræðingar
eru um borð í Eros. Hafrannsókna-
stofnun skipuleggur leitina í sam-
vinnu við Grænlendinga og verður
Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um
borð í Árna Friðrikssyni.
Mikil og ítrekuð leit
Eins og sést á meðfylgjandi korti
verður stór hluti leitarinnar í græn-
lenskri lögsögu, þar sem loðna hefur
helst fundist á þessum árstíma síð-
ustu ár. Veður og hafís geta haft
áhrif á leitarsvæðið, en fyrirhugað er
að farið verði norður fyrir 74°N ef að-
stæður leyfa.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarlífríkis á Hafrannsókna-
stofnun, segir að aftur verði farið til
loðnuleitar og mælinga í byrjun
næsta árs og þá hugsanlega í sam-
vinnu við útgerðina. Sömuleiðis hefur
komið til tals að eitt uppsjávarskip-
anna fari yfir líklega loðnuslóð um
miðjan desember, líkt og gert var á
síðasta ári. Ekki er þó búið að ákveða
neitt í þeim efnum.
Þrátt fyrir mikla og ítrekaða leit
rannsókna- og veiðiskipa síðasta vet-
ur fannst ekki nægilegt magn til að
gefa út veiðikvóta. Loðnubrestur
hafði mikil áhrif á afkomu fólks,
fyrirtækja, sveitarfélaga og þjóð-
arbúsins í heild. Árin 2017 og 2018
var heildarafli loðnu rétt innan við
300 þúsund tonn hvort ár, 174 þús-
und veturinn 2016 en 517 þúsund
tonn veturinn 2015. Fyrir og fyrst
eftir aldamót fór loðnuafli oft yfir
milljón tonn.
Umhverfisbreytingar
Í ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar
fyrir árin 2016-2018, sem er nýlega
komin út, segir svo um loðnuna:
,,Ástand loðnustofnsins er slæmt
og hefur svo verið megnið af þessari
öld, samanborið við áratugina þar á
undan. Það endurspeglast í minnk-
andi veiðum úr stofninum. Um-
hverfisbreytingar undanfarinna ára-
tuga hafa leitt til breytinga á út-
breiðslu stofnsins. Jafnframt hefur
veiðistofn loðnu undanfarin ár verið
langt undir því sem var á níunda og
tíunda áratug síðustu aldar.
Breytingar á útbreiðslu hafa kallað
á aukna vöktun og aukna þörf á
rannsóknum. Í fjárlögum ársins 2018
var ákveðin tímabundin fimm ára
aukning í fjárveitingum til stofnunar-
innar til að sinna sérstaklega vöktun
og rannsóknum á loðnu. Í kjölfar
þess voru þrír nýir starfsmenn ráðnir
haustið 2018 og rannsóknaverkefni
sem leitt gætu til aukins skilnings á
tengslum umhverfisþátta og ástandi
loðnustofnsins sett upp.
Meðal þeirra verkefna má nefna
fæðuvistfræði hnúfubaks, tengsl
loðnu og umhverfisbreytinga, líkana-
gerð af göngum loðnunnar, breyt-
ingar í fæðu loðnu og verkefni um
erfðafræði loðnu þar sem nýjum að-
ferðum verður beitt við að meta út-
breiðslu loðnu á mismunandi haf-
svæðum. Þessi verkefni eru skammt
á veg komin og verður þeim sinnt á
næstu árum eins og fjármagn leyfir
með það markmið að skýra betur
áhrif umhverfisbreytinga á loðnu.“
Tvö skip við loðnuleit og rannsóknir
Miklir hagsmunir fylgja
loðnuvertíð og því verð-
ur eflaust vel fylgst með
niðurstöðum loðnuleið-
angurs. Von er á veiði-
ráðgjöf í lok október. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Uppsjávarskip Heimaey frá Vestmannaeyjum leitaði loðnu í desember í fyrra.
Loðnuleiðangur
haust 2019
G RÆ N L A N D
Í S L A N D
N
ýr Bárður SH 81 er
væntanlegur til Ólafs-
víkur í næsta mánuði.
Báturinn er byggður í
Bredgaard--
bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku
og er að líkindum stærsti trefja-
plasbátur sem smíðaður hefur verið
fyrir Íslendinga, samkvæmt upplýs-
ingum Péturs Péturssonar, skip-
stjóra og útgerðarmanns.
Verið er að leggja lokahönd á frá-
gang áður en siglt verður yfir hafið
og heim, en einnig er lokaskoðun eft-
ir og frágangur á pappírum áður en
haffærisskírteini verður gefið út.
Báturinn er tæplega 27 metra
langur og sjö metra breiður. Eldri
plastbátur með sama nafni er tæp-
lega 15 metra langur og fjögurra
metra breiður. Hann var smíðaður
hjá Samtaki í Hafnarfirði 2001 og
lengdur hjá Sólplasti í Sandgerði ár-
ið 2008. Ákvörðun um hvort eldri
báturinn verður seldur verður tekin
þegar sá nýi verður kominn í gagnið.
Verður mikil breyting
„Nýi báturinn á að fara betur með
mannskap og afla, þetta verður mikil
breyting fyrir okkur,“ segir Pétur.
„Við höfum oft verið að fiska um
þúsund tonn á ári og höfum mest
sótt á gömlu vetrarvertíðinni frá
áramótum og fram á vor. Þá hefur
verið róið nánast stanslaust og mér
fannst gamli báturinn vera of lítill
fyrir svona mikla keyrslu.
Við höfum nánast eingöngu verið
á þorskanetum, en einnig á skötu-
selsnetum nokkur haust, sem virðist
nú orðið heyra sögunni til. Nýi
báturinn er líka útbúinn á snurvoð
og vonandi náum við meiri afla á
haustin en áður. Við stefnum að því
að veiða ekki minna á nýja bátnum
en þeim gamla og helst viljum við
auka þetta eitthvað. Auk eigin heim-
ilda höfum við leigt til okkar kvóta
og eins höfum við verið að fiska í
samstarfi við aðra, til dæmis Þórs-
nes í Stykkishólmi.“
Erfitt að athafna sig á Arnarstapa
Pétur segir að 3-4 hafi verið á gamla
bátnum en reiknar með að 5-6 verði í
áhöfn á nýjum Bárði, á hávertíðinni
að minnsta kosti. Sonur hans og
tengdasonur hafa meðal annars ver-
ið með honum um borð. Á gamla
Bárði var pláss fyrir um 15 tonn í
körum. Á nýja bátnum segir Pétur
að hægt verði að koma um 45 tonn-
um í kör.
Pétur hefur mest róið frá Ólafsvík
en einnig frá Arnarstapa og segir
hann að trúlega verði erfitt að at-
hafna sig á nýja bátnum í höfninni
þar. Pétur hóf útgerð frá Arnar-
stapa árið 1983 á sínum fyrsta Bárði,
sem var rúmlega tveggja tonna tré-
bátur. aij@mbl.is
Ljósmynd/Bredgaard
Til Ólafsvíkur Bárður SH 81 er nánast ferðbúinn þar sem hann liggur við bryggju í Rødby. Hann rúmar 45 tonn í körum.
Stærri og fullkomnari Bárður
SH er væntanlegur í október
Stærsti plastbátur Ís-
landssögunnar á að fara
betur með áhöfn og
afla. Pétur skipstjóri
reiknar með að koma
um 45 tonnum í kör.
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér i i
Orkusparnaður
með Nergeco
hraðopnandi
iðnaðarhurðum
Nergeco
• Opnast hratt & örugglega
• Eru orkusparandi
• Þola mikið vindálag
• Eru öruggar & áreiðanlegar
• Henta við allar aðstæður
• 17 ára reynsla við íslen-
skar aðstæður & yfi r 150
hurðir á Íslandi
Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun
má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni
Intelligent curtain sem
veitir aukið öryggi