Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
M
ín tilfinning er sú að það
sé minna af þorski á
miðunum en síðustu
ár,“ segir Páll Hall-
dórsson skipstjóri á
Páli Pálssyni ÍS 102 frá Hnífsdal.
„Við erum að fá alla stærð af fiski,
bæði stórt og smátt, þannig að eitt-
hvað er að alast upp, en þorskurinn
stoppar stutt á miðunum. Eins og
venjulega kom stór fiskur eftir
hrygningu í vor, en hann brunaði
bara norður í haf, kannski á leið til
Grænlands. Loðnan er ekki lengur til
staðar og annað sem hann stoppaði í
áður. Hann syndir jú fiskurinn og
gerir lítið annað greyið en að reyna
að fá magafylli.“
Halamið þungamiðjan
Stutt er fara á miðin frá Hnífsdal og
segir Páll að mest sé sótt á norðvest-
ursvæðið frá Víkurál norður í
Reykjafjarðarál og eru Halamið
þungamiðjan. Páll segir að á síðasta
fiskveiðiári hafi Páll Pálsson komið
með um 6.400 tonn að landi. Skipið
var gert út í 191 dag á síðasta kvóta-
ári og var því bundið við bryggju í
174 daga.
Páll Pálsson ÍS kom nýr til Hrað-
frystihússins-Gunnvarar í maí í fyrra
eftir rúmlega sex vikna siglingu frá
Shidaho í Rongcheng-héraði í Kína
og er systurskip Breka VE, skips
Vinnslustöðvarinnar. Til bolfiskveiða
gerir HG einnig út frystiskipið Júlíus
Geirmundsson ÍS 270 og ísfisktog-
arann Stefni ÍS 28.
Páll skipstjóri segir að nýja skipið
hafi reynst vel, eftir smá „hnökra og
bras“ með búnaðinn í byrjun. „Það
tók okkur tíma að fá þetta lagfært
eins og oft gerist á nýjum skipum, en
núna virkar þetta allt orðið mjög
vel,“ segir hann.
Skipstjóri á sjötta skipinu
sem ber nafn Páls afa
Páll verður sjötugur á næsta ári, en
segist ekki vera farinn að huga að
starfslokum. Reyndar var hann í fríi í
rigningarveðri á Spáni þegar rætt
var við hann og sagði gott að hvíla sig
á sólbekknum með góða glæpasögu,
engu máli skipti þó svo að sólin sýndi
sig ekki.
Sem strákur fór Páll oft í róðra
með afa sínum og nafna, Páli Páls-
syni, útvegsbónda í Hnífsdal. „Ég fór
oft með honum á trilluhorni sem hét
Stundvís og hef stundum velt því fyr-
ir mér hvort afi hafi verið með mér til
sjós. Því ekki?“ spyr Páll, en hann er
nú skipstjóri á sjötta skipinu sem ber
nafn afans.
Í ár eru 50 ár síðan Páll Halldórs-
son var fyrst munstraður á togara,
það var á Júlíusi Geirmundssyni ÍS
270, vorið 1969, 250 tonna báti sem
var smíðaður í Austur-Þýskalandi.
Skipið kom til landsins 1967 og hafði
verið keypt sem síldarbátur. Þegar
síldin hvarf 1968 fór skipið á troll eins
og margir aðrir bátar.
Á bátum frá Hnífsdal 14-15 ára
„Sjómennsku byrjaði ég nokkru áður
og var 14-15 ára þegar ég byrjaði á
bátum frá Hnífsdal,“ segir Páll.
„Meðal annars á síld á Páli Pálssyni
ÍS, 100 tonna báti frá Hnífsdal, og
þá voru menn að koma að landi
með 100-200 tunnur. Þeir báru ekki
mikið þessir litlu bátar og ekkert í
samanburði við skipin sem nú bera
þrjú þúsund tonn.“
Páll lauk prófi frá Stýrimannaskól-
anum 1971 og varð strax stýrimaður
og afleysingaskipstjóri, en hefur ver-
ið ráðinn sem skipstjóri frá 1989 eða í
30 ár. „Ég var lengi stýrimaður og af-
leysingaskipstjóri hjá Grétari Má
Kristjánssyni, vini mínum, á Gylli frá
Flateyri, og við náðum í hann nýjan
1976. Svo fór ég austur á Þórshöfn og
var skipstjóri á Stakfellinu í nokkur
ár. Þá var kominn tími til að fara aft-
ur heim og ég tók við Páli Pálssyni
1993,“ segir Páll að lokum.
Fyrsti báturinn var
smíðaður hjá Marselíusi
Í samantekt Kristjáns G. Jóhanns-
sonar, stjórnarformanns Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar hf., á heimasíðu
fyrirtækisins er rifjuð upp saga
skipsnafnsins Páls Pálssonar frá
Hnífsdal en sú saga spannar rétt
rúmlega 80 ár.
Fyrsti báturinn sem bar nafnið
Páll Pálsson hljóp af stokkunum í
Skipasmíðastöð Marsellíusar Bern-
harðssonar á Ísafirði hinn 3. ágúst
1939. Hann var 15 smálestir að stærð,
smíðaður úr eik og hinn vandaðasti.
Báturinn var í eigu Jóakims Páls-
sonar frá Heimabæ í Hnífsdal og var
hann formaður á bátnum.
Báturinn bar nafn Páls Pálssonar
föður eigandans og skipstjórans.
Hann var fæddur árið 1883 og byrjaði
strax eftir fermingu að stunda sjó
með föður sínum, varð útgerðar-
maður 22 ára að aldri og stundaði sjó-
inn til ársins 1941. Páll lést árið 1975
tæplega 92 ára gamall.
Eftir því sem árin liðu urðu bátarn-
ir stærri og betur búnir og í febrúar
1973 kom skuttogarinn Páll Pálsson
til Hnífsdals, einn Japanstogaranna
sem keyptir voru til landsins. Hann
var gerður út fyrir vestan í 44 ár eða
þar til hann var seldur Vinnslustöð-
inni hf. í Vestmannaeyjum í júní árið
2017 og fékk nafnið Sindri VE 60.
Vinnslustöðin seldi skipið síðan til
Spánar í byrjun þessa árs og fékk það
nafnið Campelo 2.
Ljósmynd/Hálfdán Óskarsson
Fyrir vestan Páll Pálsson ÍS 102 siglir fyrir Hnífsdalinn, þar sem Hraðfrystihúsið Gunnvör er með starfsemi. Búðarhyrna og Bæjarhyrna setja mikinn svip á hrikalegt landslagið á þessum slóðum.
Þorskurinn stoppar stutt á miðunum
Ljósmynd/Gústi Productions ehf.
Skipstjórinn Páll Halldórsson í brúnni á nýja skipinu, vel merktur útgerðinni.
Eftir örðugleika í upphafi hefur nýr Páll Pálsson ÍS
102 frá Hnífsdal reynst vel. Páll Halldórsson skip-
stjóri var fyrst munstraður á togara fyrir 50 árum.
Hann merkir breytingar á göngum þorsksins, en
mest er sótt á Halamið. Fór fyrst á sjó sem strákur
á Hnífsdal með afa sínum á trillunni Stundvís.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum