Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þ etta er spurning sem ýmsir veltu fyrir sér í sumar þegar Ísleifur beið þess nýmálaður og flottur að vera rennt niður úr Slippnum í Reykjavík. Söguna bak við bátsnafnið og græna litinn er að finna í samantekt Guðmundar Sv. Hermannssonar, fréttastjóra Morgunblaðsins, í Sjó- mannadagsblaði Vestmannaeyja 1998: Í útgerð með óbilandi bjart- sýni og þúsund krónur í vasanum. Svipmyndir af Ársæli Sveinssyni á Fögrubrekku: Það er drepið á skrifstofudyrnar hjá Gísla J. Johnsen, útgerðar- og verslunarmanni í Vestmannaeyjum, dag einn árið 1912. Fyrir utan stendur 18 ára unglingur með stóra framtíðardrauma. Gísli býður hon- um sæti og spyr hvað hann geti gert. „Geturðu ekki pantað fyrir mig bát?“ segir unglingurinn. „Fyrir hvern?“ hváir Gísli. „Fyrir mig“ svarar ungi mað- urinn. „Fyrir þig, áttu nokkuð?“ spyr Gísli. Þá dregur unglingurinn þúsund krónur upp úr vasanum og leggur á borðið. „Það hefur margur byrjað með minna,“ segir Gísli, sem sjálfur var aðeins um tvítugt þegar hann hóf verslunarrekstur og útgerð. Hann afræður að hjálpa unga mann- inum og útvegar honum 10 tonna mótorbát frá Danmörku, smíðaðan í Frederikssundi, en stærri báta fluttu dönsku póstskipin ekki hingað til lands. Kominn í heimahöfn kostar báturinn 7.955 krónur og útgerðar- maðurinn ungi, og meðeigendur hans tveir, skulda því mestallt báts- verðið. Hann ákveður því að skíra bátinn sinn viðeigandi nafni: Skuld. Þannig hóf Ársæll Sveinsson á Fögrubrekku í Vestmannaeyjum út- gerð sína sem átti eftir að vaxa og margfaldast eftir því sem árin liðu. Og auk þess að standa fyrir um- fangsmiklum fyrirtækjarekstri, stofnaði m.a. verslun og slipp auk útgerðar og fiskvinnslu, var Ársæll einn af forustumönnum bæjar- félagsins um áratuga skeið. Seldi Skuldina og keypti Ísleif Síðar segir Guðmundur: Árið 1927 seldi Ársæll Skuldina og keypti sinn fyrsta Ísleif. Þetta var 30 tonna eikarbátur, smíðaður í Reykjavík árið 1916, og var búinn línulagningarrennu, þeirri fyrstu Í Eyjabát. Þetta þótti mikil tækninýj- ung sem gerbreytti línulengdinni og þar með aflabrögðum og létu allir aðrir smíða slíka rennu í báta sína. Báturinn hafði verið á Ísafirði en Ársæll keypti hann af Landsbank- anum í Reykjavík. Síðar sagði Ár- sæll svo frá: „Ég fór til Reykjavíkur til að ganga frá kaupunum og þar sem ég var á gangi á götu stoppaði mig mað- ur og spurði mig hvort ég væri ekki Ársæll Sveinsson. Ég játti því og þetta var þá Magnús heitinn Thor- berg en hann hafði átt Ísleif áður. Hann sagði mér að þetta væri happafleyta og bað mig um tvennt í sambandi við bátinn: Að breyta ekki nafninu Ísleifur og ekki heldur litn- um á bátnum sem var grænn. Hvort tveggja hef ég haldið og það hefur reynst mér vel. Og reyndar hef ég gætt litarins svo vandlega að ég hef látið mála nýmálaða báta aftur, ef mér hefur eitthvað þótt athugavert við litinn.“ Það reyndist rétt sem Magnús Thorberg sagði að Ísleifur væri happaskip. Ársæll var formaður á Ís- leifi í þrjár vertíðir og fékk á honum sinn stærsta róður, um 8.000 fiska í fjórar 15 neta trossur. Alls eignaðist Ársæll fimm Ísleifa áður en yfir lauk. Þann síðasta, 243 lesta stálskip, sótti hann til Noregs árið 1967, þá 73 ára gamall, og sigldi honum heim en þetta skip, sem þótti þá eitt glæsileg- asta fiskiskip íslenska flotans, bar sama nafn og númer og sá fyrsti: Ís- leifur VE 63. „Við breytum þessu ekki“ Það skip var síðar í eigu Leifs, sonar Ársæls, hélt sömu venju og faðir hans og lét mála bátinn grænan og gulan; raunar var sérstakt máln- ingarnúmer geymt í Slippfélaginu með rétta græna litnum. Í október 2003 sameinaðist útgerð Ísleifs Vinnslustöðinni. Eigendur Ís- leifs fengu greitt fyrir útgerð sína með hlutabréfum í VSV. Nýjasta Ísleif og þann sem var í Slippnum í Reykjavík í sumar keypti Vinnslustöðin af HB Granda árið 2015. Skipið hét áður Ingunn og bar einkennisstafina AK, heimahöfn Akranes. Ísleifur hinn nýi var að sjálfsögðu málaður grænn. „Ísleifur hefur alltaf verið grænn með gulum röndum og hefur farnast sérstaklega vel, við breytum þessu ekki,“ sagði Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Morgunblaðið eftir kaupin. Gamli Ísleifur, sem Leifur sonur Ársæls hafði gert út og Vinnslu- stöðin keypti, var seldur til Noregs árið 2016 og notaður til selveiða. Morgunblaðið/sisi Prýði Nýjasti Ísleifur VE 63 í Slippnum í Reykjavík í sumar, nýmálaður og glæsilegur. Litirnir, grænn og gulur, eru réttir enda eru litanúmerin varðveitt hjá Slippfélaginu. Allt er gert eftir kúnstarinnar reglum. Hvers vegna er Ísleifur grænn? Ísleifur VE 63 Ársæll Sveinsson átti bátinn og gerði út frá 1928 til 1967. Það reyndist svo að Ísleifur var mikið happaskip. Kempur Ársæll Sveinsson og Stefán Árnason lögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Þeir voru þekktir borgarar Eyjanna á sinni tíð og Ársæll öflugur í bæjarmálum. Hvers vegna er Ísleifur VE 63 málaður grænn þegar öll önnur skip Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum eru máluð í bláum lit?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.