Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G aman hefur verið að fylgj- ast með íslensku fiskeldi eflast og stækka. Les- endur eru örugglega margir nógu gamlir til að muna eftir alls kyns misheppnuðum tilraunum í greininni hér á landi, en núna virðast eldisfyrirtækin vera búin að yfirstíga helstu byrjunar- örðugleika og ekki annað að sjá en að horfurnar séu góðar hjá öllum eldisstöðvum landsins. Þeir sem til þekkja segja að það sem hafi gert gæfumuninn sé bæði sú erlenda sér- þekking sem greinin hefur getað nýtt sér, en líka þær framfarir sem orðið hafa í þeim tækjum og búnaði sem nota þarf við eldið. Þar kemur Maris til sögunnar en fyrirtækið hefur sérhæft sig í vörum og þjónustu fyrir fiskeldi. „Það sem við stefnum að er að geta boðið heildarlausnir á einum stað. Hingað til hafa fyrirtæki í fiskeldisgeira þurft að stunda hálfgerðan búta- saum þegar kemur að því að byggja nýjar fiskeldisstöðvar en hjá okkur verður hægt að fá á eldisstöð á einu bretti,“ segir Konráð Olavsson, framkvæmdastjóri Maris, en fyrir- tækið hefur ekki síst lagt áherslu á þjónustu við fiskeldi á landi. Fiskeldi er fjarri því einfalt og má lítið út af bregða ef eldið á að ganga vel. Að sögn Konráðs hafa fyrir- tækin í greininni áttað sig á mik- ilvægi þess að vanda til verka og velja gæðabúnað á öllum stigum. „Ef hlutirnir eru ekki gerðir vel frá byrjun, og þannig reynt að spara, þá reynist það oftar en ekki vera dýr- asta leiðin á endanum,“ segir hann og bætir við að það mæði mikið á eldisbúnaðinum. „Og þegar eitthvað klikkar þarf að bregðast við með hraði. Getur það jafnvel bara verið spursmál um klukkutíma ef tæki virkar ekki sem skyldi, hvort stór- tjón verður í eldinu. Þá skiptir öllu máli að hafa sérfræðinga og vara- hluti til taks, og gengur ekki að bíða eftir að hjálpin berist erlendis frá.“ Sjá allt í símanum Á Sjávarútvegssýningunni 2019 mun Maris kynna nýjan hugbúnað sem stjórnendur og starfsmenn fisk- Ef eitthvað klikkar þarf að bregðast strax við Í fiskeldi er ekkert svigrúm fyrir tafir á viðgerð og varahlutum ef búnaður virk- ar ekki sem skyldi. Ný lausn frá Maris leyfir stjórnendum að vakta fiskeldið hvar sem þeir eru staddir, og jafnvel hægt að fylgjast með frá sólarströndinni. Morgunblaðið/Eggert Hagkvæmt Konráð Olavsson segir áhugaverðar nýjar lausnir í þróun sem miða að því að draga úr orkunotkun og bæta vatnsnýtingu í eldi. Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað KEILIR REKALDBAKUR EA1 HAFBORG EA 152 YANMAR aðalvélar REINTJES niðurfærslugírar REINTJES niðurfærslugír YANMAR aðalvél YANMAR hjálparvél BERG skiptiskrúfa STAMFORD ásrafali SCANTROL autotroll NORSAP skipstjórastólar Mótorpúðar fyrir flestar vélar Alternatorar og DC rafalar TOIMIL Löndunarkranar Sjókopar - sjóinntök - sjósíur - lokar -zink 12V og 24V lensidælur Stjórntæki og gírarHliðarskrúfurAðalvélar í skip og báta Rafstöðvar og ljósavélar Allar gerðir af legum Skrúfur Velkomin á bás B29-B30 R R VULKAN ástengi MEKANORD niðurfærslugír YANMAR aðalvél KORSØR skiptiskrúfa SLEIPNER bógskrúfa NORIS viðvörunarkerfi SEAMECH vélstýring

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.