Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 34
Allt sem þú hélst að þig
vantaði ekki í káetuna
Það er ekki létt starf að vera sjómaður en sem betur fer gefst stundum tækifæri til
að slaka ögn á, hafa það huggulegt í káetunni, hvíla lúin bein og auma vöðva. Er
ekkert sjálfsagðara en að sjómaðurinn búi sér þar til þægilegt athvarf og hafi allt
það innan seilingar sem hjálpar honum að safna kröftum áður en djöfulgangurinn
byrjar á ný. Hann þarf sína afþreyingu, sína ró, og ekkert sem bannar það að lyfta
andanum upp í hæstu hæðir úti á sjó.
Græju- og lífsstílssérfræðingur blaðsins fór á stúfana, og fann nokkra gripi sem er
upplagt að henda í sjópokann fyrir næsta túr.
Kasmírtrefill frá Johnstons of Elgin
Stundum er kalt á sjónum og nauðsynlegt að hafa nóg af
hlýjum og þægilegum fatnaði meðferðis þegar haldið er til
veiða. Skyldu lesendur vera að leita sér að góðum trefli,
sem færi vel hvort heldur með rauðgulum flotgalla eða stíl-
hreinum jakkafötum, þá er vert að benda á skosku ull-
armylluna Johnstons of Elgin, sem framleiðir kasmírtrefla
í hæsta gæðaflokki. Treflarnir þeirra eru einfaldir – ekkert
verið að fara út í neinar tískuöfgar – en standa fyrir sínu og
fást í mikilvægustu grunnlitum. Johnstons of Elgin má m.a.
kaupa hjá netverslun MrPorter.com og kosta 195 evrur,
eða tæpar 27.000 kr.
Pelican-ferðataska
Eru ekki sjópokar farnir að verða svolítið úreltir? Þeir halda fatnaðinum
þurrum – um það verður ekki deilt – en veita litla vörn gegn höggum og
hnjaski. Nú þegar sjómenn eru hlaðnir alls kyns snjalltækjum er kannski ráð
að skipta yfir í tösku sem bæði ver gegn vætu og þolir troðning og skelli.
Bandaríska fyrirtækið Pelican er fyrir löngu orðið þekkt fyrir að framleiða
einstaklega sterkbyggðar töskur. Lesendur þekkja þessar töskur úr has-
armyndum, þar sem þær eru oft notaðar sem skel utan um stórhættulegar
sprengjur, skotvopn og dýrgripi. Í raunveruleikanum eru það viðbragðs-
aðilar og ljósmyndarar sem eru duglegastir að nota töskurnar enda varla
hægt að finna öruggari stað fyrir viðkvæman lækningabúnað eða rándýra
myndavél.
Pelican Air Travel Case er lausn fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og nógu
smá taska til að sleppa sem handfarangur hjá flestum flugfélögum. Í lokinu
er poki með rennilás til að geyma smáhluti. Verðið er 310 dalir hjá Pelic-
an.com
Snyrtivörutaska frá BMW
Auðvitað þarf að taka snyrtivörurnar með út á
sjó og það verður að halda þeim í röð og
reglu. En ekkert bannar að hafa snyrti-
vörutöskuna líflega og ekki verra ef hún
minnir á uppáhaldsbílaframleiðandann.
Hönnuðir BMW eiga heiðurinn af þessari
vel heppnuðu tösku fyrir herra sem hugsa
vel um útlitið. Litaval og útlit vísa í kraft-
mestu bíla fyrirtækisins, sem eru í essinu
sínu á hraðbrautunum þar sem sleppa má öll-
um hestöflunum lausum. Taskan kostar 23
pund, um 3.500 kr., hjá shop.bmw.co.uk.
Ilmur frá Louis Vuitton
Franska tískuhúsið kynnti,
ekki alls fyrir löngu, spennandi
nýja línu af ilmi fyrir herra.
Vitaskuld eru djúpar pælingar
á bak við hvern ilm og þannig
má líta á Ombre Nomade sem
nokkurs konar óð til þeirra sem
eru á sífelldu flakki og fá sjald-
an að staldra við heima hjá sér.
Kröftugur, þungur en um leið
fágaður ilmur sem ætti að
gleðja þann sem tekur á móti
sjómanninum við bryggjuna.
Hjá netverslun Louis Vuitton
í Bretlandi kostar 100 ml flask-
an 250 pund eða 39.000 kr.
Nýi iPhone-snjallsíminn
Mikið afskaplega breytir það miklu fyrir áhafnir skipa
að geta tengst netinu. Ef ekki er siglt of langt frá landi
má tengjast við netið yfir 3G- eða 4G-kerfið og á þeim
skipum sem halda langt út á sjó er það orðið regla frek-
ar en undantekning að sjómenn komist í netið með ein-
hverjum hætti.
Bæði er síminn ágætis afþreyingartæki og hægt að
glápa á alls kyns efni uppi í koju eða skrafa við vini og
kunningja á samfélagsmiðlunum. Nýi síminn frá Apple,
iPhone 11, er líka með fullkomna myndavél svo að hægt
er að skrásetja líf skipsfélaganna og leyfa umheiminum
að sjá þau uppátæki og ævintýri sem einkenna sjó-
mannslífið.
Síminn er kominn í forsölu hjá íslenskum raftækja-
verslunum og algengt verð frá frá 130 til 240 þús. kr.
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019