Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að vantar ekki nema þrjú ár
í þrítugsafmælið hjá Ís-
felli. Íslenskir sjómenn
þekkja þetta fyrirtæki vel
enda með átta starfs-
stöðvar um landið allt og í 332 blað-
síðna vörulista fyrirtækisins má
finna hér um bil allt sem þarf til að
stunda veiðar. Að sögn Guðbjarts
Þórarinssonar hafa veiðarfærin ver-
ið í forgrunni hjá fyrirtækinu allt frá
stofnun, en Ísfell bæði hannar og
framleiðir veiðarfæri í samvinnu við
skipstjóra og útgerðir ásamt því að
bjóða hverju sinni besta mögulega
efnisval frá virtum innlendum og er-
lendum fyrirtækjum. „Við erum í öll-
um veiðarfærum en sérstaklega
sterkir í línu, snurvoðum, rækjutroll-
um, botntrollum og nótum, auk þess
að vera umboðsmenn fyrir leiðandi
framleiðendur á búnaði fyrir línu-
veiðar s.s. Mustad Autoline,“ út-
skýrir hann og bætir við að gaman
hafi verið að fylgjast með þróuninni
á þessu sviði: „Tækninni fleygir fram
og þökk sé m.a. þróun á efnum sem
notuð eru í veiðarfærin, ásamt fram-
förum í tölvuhermun togveiðarfæra,
hefur okkur tekist að stíga stór skref
í sérhönnun veiðarfæra sem henta
hverju skipi og hverjum skipstjóra.“
Tölvumódel flýta þróuninni
Miklu skiptir að geta boðið útgerð-
um upp á sérhönnuð veiðarfæri enda
toggeta skipa mismunandi og getur
einnig þurft að taka tillit til þess
hvaða tegundir stendur til að veiða.
Þá hafa skipstjórar oft sterkar skoð-
anir á því hvernig þeir vilja hafa
veiðarfærin, byggt á eigin reynslu og
innsæi. Guðbjartur segir að í dag sé
hægt að búa til mjög nákvæm tölvu-
módel sem endurskapa lögun veið-
arfæranna í sjónum svo að hönnuðir
geta breytt og bætt til að ná fram
sem bestum eiginleikum. „Við getum
m.a. látið tölvuna gefa okkur innsýn í
lögun veiðarfæranna við mismun-
andi aðstæður þar sem við sjáum
opnun, hvort sem er lárétt eða lóð-
rétt, ásamt upplýsingum um þyngd
veiðarfærisins í togi. Nú er svo kom-
ið að prófanir í tölvuhermi flýta gríð-
arlega fyrir öllu vöruþróunarferlinu
og gera það að verkum að mód-
elprófanir í tönkum ættu að verða
markvissari vilji menn nota flæði-
tanka.“
Þá segir Guðbjartur að Ísfell hafi
fest kaup á neðansjávarmyndavél
sem hafi verið notuð við rannsóknir á
veiðarfærum. Upptökurnar hafa
gagnast hönnuðum fyrirtækisins við
að bæta og breyta eiginleikum veið-
arfæranna: „Það kemur sjálfsagt
ekkert í stað raunveruleikans og er
þetta frábær viðbót við tölvu-
tæknina.“
Spyrst út þegar
veiðarfæri virka vel
Greinin kallar sífellt eftir æ full-
komnari og léttari veiðarfærum sem
hafa sem minnst viðnám þegar þau
eru dregin ofan í sjó, án þess þó að
fórna veiðigetu eða endingu. Guð-
bjartur segir vöruþróunina því aldrei
stoppa, og það spyrjist fljótt út með-
al sjómanna ef veiðarfæri gefa góða
raun. „Menn eru yfirleitt áhuga-
samir um að prófa nýjungar og líka
duglegir að ræða það sín á milli ef ný
lausn eða ný hönnun reynist virka
vel við veiðar.“
Er gaman að segja frá því hvað
umhverfisvitundin er mikil í grein-
inni og sýna opinberar tölur að end-
urvinnslu veiðarfæra er mjög vel
sinnt á Íslandi. Guðbjartur segir
nokkuð vel ganga að koma veiðar-
færum í endurvinnslu og ekki sé erf-
itt að endurvinna net sem gerð eru
t.d. úr pólyetílen og næloni. Þurfi
einfaldlega að safna veiðarfærunum
saman og aðskilja parta úr ólíkum
efnum áður en þeir eru sendir út í
heim til endurvinnslu. „Að endur-
vinna hrein efni er ekki vandasamt
en verður flóknara þegar ólíkum efn-
um er blandað saman. Þótt alltaf
megi gera betur eru framfarirnar á
þessu sviði hreint ótrúlegar frá því
sem tíðkaðist þegar ég byrjaði sjálf-
ur á sjó í kringum 1980.“
Minna blóðmar
með hnútalausu neti
Spurður um áhugaverða vöru sem
gæti náð útbreiðslu á Íslandi nefnir
Guðbjartur hnútalaus pokanet sem
hafa reyndar verið fáanleg á markaði
í mörg ár en ekki mikið notuð hér-
lendis. „Hefðbundið hnýtt pokanet
getur valdið meira hnjaski á fisk-
inum en hnútalaust net. Hnútalaust
net er fléttað saman án hnúta og er
yfirborð þess slétt svo það nuddast
ekki eins harkalega utan í fiskinn
þegar hann er kominn í pokann og
hífður um borð. Má ætla að þannig
megi auka gæði vörunnar og dæmi
um 20 til 30% minnkun á blóðmari,“
segir hann. „Á það t.d. við um norsk-
an sjávarútveg að þar eru hnútalaus-
ir pokar mikið notaðir og eru útgerð-
ir þar að öllum líkindum ekki að gera
það án nokkurs ávinnings enda um
dýrara efni að ræða.“ Er hnútalaus
poki nú þegar í notkun hjá íslensku
skipi og segist Guðbjartur hlakka til
að sjá fleiri aðila hér á landi nota
þessa lausn svo sannreyna megi að
hún dragi úr mari og skemmdum og
stuðli að jafnari gæðum.
Hafa stigið stór skref í sérhönnun veiðarfæra
Í tölvuhermi er hægt að
sjá með mikilli ná-
kvæmni lögun veiðar-
færa við mismunandi
aðstæður. Framleið-
endur eins og Ísfell
keppast við að svara
kalli markaðarins um
umhverfisvænni, full-
komnari og léttari net.
Morgunblaðið/Eggert
Nákvæmni „Nú er svo komið að prófanir í tölvuhermi flýta gríðarlega fyrir öllu vöruþróunarferlinu,“ segir Guðbjartur.
Morgunblaðið/Eggert
Vandvirkni Carlos Lima og Hermundur Pálsson að störfum. Dýrmæt reynsla býr í starfsfólki fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Eggert
Úthugsað Jóhann Th Þórðarson, Gósi, á netaverkstæðinu. Útgerðir hafa ákveðnar kröfur um eiginleika veiðarfæra.
Öryggisbúnaður skipar stóran
sess í vöruframboði Ísfells og sel-
ur fyrirtækið úrval vandaðra
björgunarbáta og flotbúninga
ásamt rekstrarleigu á björg-
unarbátum og býður lausnir og
þjónustu á hífingar- og fallvarnar-
búnaði. Guðbjartur nefnir
sérstaklega mikilvægi þess að sá
búnaður sem Ísfell selur er vott-
aður í samræmi við ströngustu
reglur og notaður af kröfuhörðum
aðilum. „Við gerum jafnframt út-
tektir á fallvarnarbúnaði fyr-
irtækja og önnumst námskeið þar
sem farið er vandlega yfir rétta
notkun,“ útskýrir hann. „Er sama
hvernig á það er litið; öryggið á
ávallt að vera í fyrsta sæti og hef-
ur orðið gríðarleg vitundarvakn-
ing hvað þetta varðar hvort sem
er til sjós eða lands og styður
minnkandi slysatíðni til sjós
þessa þróun.“
Öryggið í
fyrsta sæti
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum