Morgunblaðið - 02.10.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 231. tölublað 107. árgangur
LEIKUR ÞEKKT
VERK OG
RÓMANTÍSK 50 ÁRA AFMÆLI
ÞRÝSTINGUR
Á HÆRRI VEXTI
SKULDABRÉFA
MENNTASKÓLINN VIÐ SUND 11 VIÐSKIPTAMOGGINNLUKA OKROS 28
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Í ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, ICES, fyrir næsta ár er
miðað við 20% aukningu í makríl-
veiðum. Litlar breytingar eru í
ráðgjöf um kolmunna, en í norsk-
íslenskri síld er ráðgjöfin um 11%
samdrátt.
Í norsk-íslenska síldarstofn-
inum hafa flestir árgangar verið
lélegir í mörg ár en breyting hef-
ur orðið á því árgangurinn frá
2016 lofar góðu. „Við höfum aldr-
ei mælt eins mikið af þriggja ára
síld í Barentshafi og gert var í maí
síðastliðnum. Reikna má með
þessum árgangi í veiðina að ein-
hverju leyti á næsta ári en síðan af
meiri krafti 2021,“ segir Guð-
mundur J. Óskarsson fiskifræð-
ingur. »ViðskiptaMogginn.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Á siglingu Bjarni Ólafsson AK.
Góður árgangur
síldar að koma
inn í veiðina
Eldhúsi starfsmanna Garðaskóla
í Garðabæ hefur verið lokað og
verður það um ótiltekinn tíma
vegna athugasemda heilbrigðis-
eftirlits. Í bréfi starfsmanna til
bæjaryfirvalda, þar sem krafist er
úrbóta, kemur fram að ítrekað hafi
orðið vart við meindýr, svo sem
mýs og silfurskottur.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri
segir að lagt hafi verið í verulegar
framkvæmdir við Garðaskóla á
undanförnum árum í góðu sam-
starfi við stjórnendur skólans. Unn-
ið verði úr ábendingum starfs-
manna í góðu samstarfi við
stjórnendur og starfsfólk. »4
Mýs og skottur í
eldhúsi Garðaskóla
Knattspyrnuumboðsmennirnir
Bjarki Gunnlaugsson og Magnús
Agnar Magnússon, sem rekið hafa
umboðsmannaskrifstofuna Total
Football undanfarin ár, söðluðu um
og gengu til liðs við stærstu um-
boðsmannaskrifstofu í heimi í síð-
ustu viku, Stellar Group. Eru það
miklar gleðifréttir fyrir íslenskan
fótbolta að sögn Bjarka þar sem
tengslanet þeirra félaga stækkar og
aðgengi að upplýsingum eykst mjög
með breyting-
unni. „Mark-
miðið er að fjölga
leikmönnum í
stærri deildum,“
segir Bjarki en
þeir félagar hafa
nú um 40 leik-
menn á sínum
snærum. Bjarki
og Magnús munu
reka Norður-
landadeild skrifstofunnar, Stellar
Nordic, og í því felast vaxtar-
tækifæri að sögn Bjarka. „Hug-
myndin er að vera sýnilegri með
Stellar sem vörumerki. Það er ekk-
ert því til fyrirstöðu að við reynum
líka að ná til bestu leikmannanna í
Danmörku og Svíþjóð, þó að í
grunninn séum við að færa okkur til
fyrir íslensku leikmennina. Við vilj-
um alltaf standa okkur gagnvart
þeim,“ segir Bjarki. Til framtíðar
felist, að mati Bjarka, tækifæri í því,
að vera með viðveru á Norður-
löndum undir merkjum Stellar ef
áhugaverðir leikmenn koma upp og
taka á þann hátt slaginn við aðrar
umboðsskrifstofur. „Það hefði verið
erfitt að gera það sem Total Foot-
ball. En hugsunin er ekki sú að
hrúga inn sænskum eða dönskum
leikmönnum heldur að velja úr og
eiga möguleika á að vera með í leikn-
um sem Stellar.“ »ViðskiptaMogginn
Gleðifréttir fyrir íslenskan fótbolta
Viðvera á Norðurlöndum undir merkjum Stellar veitir mikil vaxtartækifæri
Bjarki
Gunnlaugsson
Í gærkvöldi stóðu aðstandendur Bleiku slauf-
unnar fyrir kvikmyndakvöldi í Háskólabíói. Þar
var kvikmyndin Downton Abbey sýnd. Viðburð-
urinn var haldinn til þess að marka upphaf átaks
Bleiku slaufunnar þetta árið. Í átakinu er nú
lögð áhersla á mikilvægi þess að engin kona upp-
lifi sig eina í veikindum. Með átakinu vill
Krabbameinsfélagið heiðra þá sem standa við
bakið á konum sem greinast með krabbamein.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bleika slaufan hófst með kvikmyndasýningu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Við áætlun kostnaðar við nýjan sam-
göngusáttmála er ekki tekið tillit til
síðari áfanga borgarlínu. Sá áfangi
er talinn kosta um 24 milljarða.
Til viðbótar er áætlað að stokkur á
Sæbraut kosti um 10 milljarða. Það
er um 8 milljörðum króna meira en
áætlað er í sáttmálanum, eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Samanlagt eykur þetta tvennt
kostnaðinn við verkefni tengd sátt-
málanum í um 150 milljarða. Stokk-
ur á Sæbraut er nú sagður forsenda
Sundabrautar en hún er talin munu
kosta minnst 60 milljarða að auki.
Alls eru þetta 210 milljarðar, eða
um 920 þúsund krónur á hvern íbúa
á höfuðborgarsvæðinu.
Forsenda skipulagsins
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu-
lagsstjóri SSH, segir gert ráð fyrir
að ljúka síðari áfanga borgarlínu á
árunum 2033-2040. Sú uppbygging
sé nauðsynleg ef markmið svæðis-
skipulagsins eigi að ganga upp. En
sáttmálinn nær til ársins 2033.
Spurður um tengsl stokkagerðar
og borgarlínu tekur Hrafnkell dæmi
af Hamraborginni í Kópavogi. Þar
greiði stokkur fyrir umferð.
„Einfaldasta dæmið til að lýsa
stokk er Hamraborgin. Það má segja
að það sé stokkur. Það má ímynda
sér hvernig stoppistöðin væri þar ef
hraðbrautin væri ekki fyrir neðan
Hamraborgina í dag,“ segir hann.
Kostar tugi milljarða
Kostnaður við síðari áfanga borgarlínu er ekki meðtalinn í samgöngusáttmála
Kostar um 24 milljarða Hækkar kostnað við samgönguáform í 210 milljarða
50-150 milljarðar
» Benedikt Jóhannesson, þá-
verandi fjármálaráðherra,
sagði vorið 2017 að rætt hefði
verið um að borgarlína myndi
kosta 50-150 milljarða króna.
» Borgarlína og stokkar við
þrjár götur munu kosta alls
rúmlega 112 milljarða króna.
MEykur kostnaðinn … »10