Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Einstök minning Barna- og fjölskyldu myndatökur NIPT-próf gæti verið hagræðing  Ekki búið að úti- loka upptöku prófsins „Það veit alþjóð að Landspítalinn ætlar ekki að taka upp neina þjónustu sem kostar peninga nema það komi til sérstaklega tryggð fjármögn- un til þess,“ segir Jón Jóhannes Jónsson, prófess- or og yfirlæknir erfða- og sameinda- læknisfræðideildar Landspítalans. Þrátt fyrir það segist Jón ekki vita til þess að ákvörðun hafi verið tekin um að taka ekki upp svokallað NIPT-fósturgreiningapróf á Land- spítalanum og segir Hulda Hjartar- dóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á Landspítalanum, sömuleiðis að sú ákvörðun hafi ekki verið tekin. Nipt-prófið er talsvert nákvæm- ara en fósturgreiningaprófið sem notað er á Landspítalanum. Jón segir að NIPT-prófið gæti verið hagkvæmara þó að það sé dýr- ara en núverandi fósturgreininga- próf spítalans. „Það er hugsanlegt að það sé hægt að taka það upp sem hagræðingar- atriði vegna þess að í staðinn sparast ástungur og fósturgreiningakostn- aður. Ef þú ert með betra próf þá þarftu að gera fósturgreiningar á færra fólki. Ég held að það sé mikill áhugi fyrir að bjóða það ákveðnum undirhópi af konum sem eru á gráa svæðinu NIPT.“ ragnhildur@mbl.is Jón Jóhannes Jónsson Stjórn Byggðastofnunar mun taka ákvörðun á fundi sínum um miðjan þennan mánuð um hvort stofnunin muni veita Ísfiski á Akranesi lang- tímafjármögnun. Verði svar Byggðastofnunar jákvætt verður unnt að afturkalla uppsagnir um það bil 50 starfsmanna sem fengu uppsagnarbréf í gær, en verði það neikvætt mun fólkið missa vinnuna og fyrirtækið hætta starfsemi. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri Akraneskaupstaðar, sagði í samtali við mbl.is í gær að bæj- arstjórnin öll hefði unnið að því af krafti undanfarnar vikur að tryggja fyrirtækinu langtímafjármögnun í gegnum Byggðastofnun. Hann sagði það hafa verið mikil vonbrigði og áfall að fyrirtækið hefði neyðst til þess að senda starfsfólki sínu uppsagnarbréf. „Sú beiðni, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfum, verður tekin fyrir í stjórn Byggðastofn- unar um miðjan þennan mánuð. Við erum að vonast til þess að þessar uppsagnir verði dregnar til baka, en það er mjög súrt að horfa til þess að fólkið hafi þurft að fá upp- sagnarbréf og að fyrirtæki sem hef- ur verið í rekstri í tugi ára og geng- ið ágætlega en hefur ekki langtíma- fjármögnun þurfi að grípa til þessara aðgerða. Við erum að von- ast til þess að þetta verði leyst inn- an tveggja vikna,“ sagði Sævar. Kveðst vongóður Sævar kveðst vongóður um að Byggðastofnun hlaupi undir bagga með Ísfiski, enda sé það í góðu samræmi við hlutverk stofnunar- innar. „Þetta er fyrirtæki sem er að mínu mati lífvænlegt hafi það lang- tímafjármögnun og ég vona að Byggðastofnun sjái það sömu aug- um, til þess er Byggðastofnun, að grípa inn í svona mál,“ sagði bæj- arstjórinn. Ræðst um miðjan mánuðinn  Framtíð Ísfisks á Akranesi í höndum Byggðastofnunar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atvinna Bæjarstjórinn er vongóður um að Ísfiskur fái fyrirgreiðslu. Tillaga sjálfstæðismanna um að nýta forgangsakreinar fyrir almennings- samgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaum- ferð með bættri nýtingu var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir tillöguflytjandi benti á í umræðunni um tillöguna í borgarstjórn að lausnin væri skjót- virk leið til að tappa af umferðar- vandanum samstundis. Afgreiðsla borgarstjórnar væri vonbrigði en sjálfstæðismenn myndu beita sér fyrir að málið yrði tekið upp við nán- ari mótun samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Felldu tillögu um samferðir Litagleðin vafðist ekki fyrir þessum töffara sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði mynd af á Laugavegi í gær. Það er ómögulegt að segja hvort hann hafi verið að hlusta á þá Óttar og Sig- urjón í Hljómsveitinni HAM eða einfaldlega eitt- hvað ljúfsárt með Nýdanskri. Móðins maður staldrar við í miðbæ Morgunblaðið/Eggert Á mælikvarða sumra er enn peysuveður í höfuðborginni Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á árunum í kringum efnahags- hrunið 2008 jukust ávísanir til ungs fólks á róandi lyf og svefnlyf umtalsvert en aukning á ávísunum þunglyndislyfja varð ekki veruleg fyrr en árið 2011. Þetta kemur fram í grein eftir Árna Arnarson, Jón Steinar Jóns- son, Margréti Ólafíu Tómasdóttur og Emil Lárus Sigurðsson sem birtist í nýútkomu Læknablaði. Þar er greint frá rannsókn um ávísanir á ofangreind lyf til ungs fólks fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Í ályktunum greinarinnar segir að ofangreint bendi til þess að skammvirkum fljótvirkum lyfjum hafi frekar verið ávísað vegna erf- iðra persónulegra aðstæðna í kringum hrunið. Virkni lyfjanna er þess eðlis að þau gætu verið lausn á vandamáli sjúklings sem leysa þarf hratt og er jafnvel talið tímabundið. „Þó að rannsóknin geti ekki sýnt fram á orsakasamband er ekki ólíklegt að breytingar á ávísunum á svefnlyf og róandi lyf tengist að- stæðum tengdum hruninu. Hvort aukning á ávísunum á þunglynd- islyf undanfarin ár sé með ein- hverjum hætti seinkomin áhrif hrunsins á ungt fólk á Íslandi er óljóst.“ Aukning ávísana á svefnlyf og róandi lyf í aðdraganda hrunsins var sérstaklega mikil hjá körlum. Þó fengu fleiri konur ávísað þunglyndislyfjum og róandi lyfjum á tímabilinu 2006-2016. Aukning hjá 18-35 ára Magn ávísaðra þunglyndis-, ró- andi- og svefnlyfja til einstaklinga á aldrinum 18-35 ára jókst „mjög mikið“ á árunum 2006-2016 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgar- svæðinu. Átján ára einstaklingar sem fengu fyrrgreindum lyfjum ávísað voru 223% fleiri árið 2016 en á árinu 2006. Hjá öllum árgöngum 18-22 ára fjölgaði einstaklingum sem fengu fyrrgreindum lyfjum ávísað um meira en 85% á árunum 2006-2016. 223% fleiri ávísanir til 18 ára  Marktækar breytingar á ávísunum á róandi lyf og svefnlyf í kringum efnahags- hrunið  Fljótvirkum lyfjum ávísað vegna erfiðra persónulegra aðstæðna Morgunblaðið/Sverrir Pillur Aukning á ávísunum lyfjanna var marktæk í kringum hrun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.