Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019
Sigríður Andersen bendir áöfugsnúin áhrif af lagasetn-
ingu vinstristjórnarinnar um að
„auka hlut endurnýjanlegra orku-
gjafa í samgöngum á landi og
draga úr losun
gróðurhúsaloftteg-
unda með hag-
kvæmum og skil-
virkum hætti“.
Sigríður bendir í
pistli á að nokkrir
þingmenn vinstri-
flokkanna hafi nú
lagt fram þings-
ályktunartillögu um bann við notk-
un pálmaolíu á bíla. Sigríður segir
skattaívilnanir vinstristjórnarinnar
standa enn og „valda því að yfir
milljarður króna rennur árlega úr
ríkissjóði til erlendra framleiðenda
á eldsneyti úr pálmaolíu, repju,
hveiti, soja og maís“.
Þá vísar hún í greinargerð meðþingsályktunartillögunni þar
sem segi að löndin sem framleiði
langmest af pálmaolíu hafi „nú
þegar fellt stóran hluta af regn-
skógum sínum, m.a. fyrir fjölda-
framleiðslu á pálmaolíu, sem er
ódýrasta jurtaolían á markaði. Eft-
irspurn eftir henni hefur aukist
verulega undanfarna áratugi og til
þess að anna henni er regnskógur
ruddur í stórum stíl. Í dag er lang-
stærstur hluti pálmaolíu á markaði
ósjálfbær og valdur að eyðingu
regnskóga“.
Í greinargerðinni er svo haldiðáfram og því lýst hve neikvæð
áhrif þetta hafi á kolefnisjöfnuð og
loftslagsbreytingar, dýr eins og
órangúta sem eigi sér enga von
auk þess sem aðbúnaður fólks, þar
með talið barna, sem vinnur á
pálmaolíuplantekrunum sé hræði-
legur.
Þetta hljómar eins og tími sékominn til að afnema fyrr-
greinda lagasetningu.
Sigríður
Andersen
Lagasetning sem
eyðir regnskógum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er svokölluðu veðurstofusumri
lokið, en það nær sem kunnugt er
til mánaðanna júní til september.
Nokkuð var gæðum þess misskipt
eftir landshlutum, segir í yfirliti
Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Sunnanlands og vestan telst það í
hópi þeirra hlýjustu og sólríkustu
en norðanlands og austan var hiti
lægri en í meðalsumri síðustu tíu ár
og þungbúið lengst af. „Keppni í
sumarhlýindum er orðin töluvert
harðari heldur en var á árum áður,“
segir Trausti í yfirlitinu.
Í Reykjavík er sumarið það
fimmta hlýjasta frá upphafi mæl-
inga en vitað er um fleiri en 30
sumur hlýrri á Akureyri. Á lands-
vísu lendir hiti sumarsins í 25. til
26. sæti af þeim 146 sem reiknuð
hafa verið.
Sé miðað við þá reglu að þriðj-
ungur sumra teljist hlýr, og þriðj-
ungur kaldur, var nýliðið sumar
hlýtt við Faxaflóa og á Suðurlandi,
en kalt á Ströndum og Norðurlandi
vestra og á Austurlandi að Glett-
ingi. Á öðrum spásvæðum telst það
í meðallagi á öldinni.
Sé miðað við lengri tíma, t.d. 140
ár, er sumarið talið hlýtt á öllum
spásvæðum, segir Trausti.
Lengi vel leit ekki vel út með hita
í september, en glæsilegur enda-
sprettur síðasta þriðjunginn kom
honum upp í 4. hlýindasæti á öld-
inni við Faxaflóa og nánast upp í
meðallag síðustu tíu ára um landið
norðan- og austanvert.
Þetta var mikið sólskinssumar á
Suðurlandi, líklega það þriðja sól-
ríkasta í Reykjavík. Sólskinsstundir
hafa verið mældar samfellt frá 1923
og þar að auki eru til heillegar eldri
mælingar aftur til ársins 1912.
sisi@mbl.is
Sumarið sólríkt og
hlýtt sunnanlands
Glæsilegur enda-
sprettur hækkaði
meðaltal september
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
September Börnin hafa notið þess
að leika sér í blíðunni undanfarið.
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
er hafin hér á landi. Í ár eins og
fyrri ár verður notað bóluefnið
Influvac sem inniheldur vörn gegn
inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og
inflúensu B. Bólusetningin er í
höndum heilsugæslunnar.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir bólusetningu sem
þessa alltaf vera ákveðið veðmál,
en þegar inflúensa byrjar að ganga
koma stofnar hennar í ljós. „Þá sést
hversu vel bóluefnið virkar,“ segir
hann en mælt er með að fólk láti
bólusetja sig.
Bólusetning gegn
inflúensu er hafin
Samvinnuleið
við innviða-
fjármögnun
Arion banki, breska sendiráðið á Íslandi og Bresk-íslenska viðskiptaráðið bjóða til
morgunverðarfundar um fjármögnun innviðaverkefna með samvinnuleið
(public-private partnership). Fundurinn fer fram á ensku.
Fimmtudaginn 3. október 2019 í Arion banka, Borgartúni 19 kl. 8.30 – 12.00
Dagskrá
8.30 Morgunkaffi og skráning
9.00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra setur fundinn
9.15 Verkefnastjórnun við útboð framkvæmda – Stuart Cairns, Bird & Bird
9.30 Tækifæri í samvinnuleið á Íslandi – Sigurður Hannesson, Samtök iðnaðarins
9.45 Næstu skref – Ásta Fjeldsted, Viðskiptaráð Íslands
10.00 Kaffihlé
10.30 Hvalfjarðargöng – dæmi um verkefni – Gísli Gíslason, Spölur
10.45 Innviðir sem fjárfestingarkostur – Benedikt Gíslason, Arion banki
11.00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir
11.30 Lokaorð – Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi
Skráning fer fram á
www.arionbanki.is/ppp
Matur