Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í byggingu útsýnispalls á Bolafjalli. Meðal helstu verk- þátta eru borun og festing bergbolta, smíði og uppsetn- ing stálvirkis og frágangur yfirborðs. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2021 og verða tilboð opnuð í lok október. Sótt verður um framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnisins. Ekki verður um venjulegan útsýnispall að ræða, en hann á að slúta út fyr- ir brún Bolafjalls í rúmlega 600 metra hæð. Vegur er upp á fjallið og þar hefur lengi verið ratsjárstöð. Í febrúar voru veitt verðlaun í samkeppni um mann- virkið og bar tillaga frá Landmótun, Sei-arkitektum og Argosi sigur úr býtum. Í áliti dómnefndar kemur fram að vinningstillagan sé látlaus en afar sterk hugmynd sem virði umhverfið og beri það ekki ofurliði. Í fréttatilkynn- ingu sagði að ljóst væri að útsýnispallurinn myndi verða eitt af helstu kennileitum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og vinsæll viðkomustaður ferðamanna á svæðinu, en unnið hefur verið að því að fjölga ferðamönnum fyrir vestan. Á Bolafjalli Pallurinn yrði spennandi valkostur fyrir ferðamenn og útsýni þaðan einstakt. Óska tilboða í útsýnispall  Framkvæmdum á Bolafjalli skal að fullu lokið eftir tvö ár er miðað við 2,2 milljarða til vega- framkvæmda við götuna. Með því eykst kostnaður við samgöngusátt- málann úr 117 milljörðum í 125 millj- arða. Ásamt kostnaði við síðari hluta borgarlínu er kostnaður við upp- bygginguna alls um 150 milljarðar. En borgarlínan á að fara yfir Sæ- brautarstokkinn á leið í Ártún. Spurður hvenær hugmyndir um stokka hafi komið inn á samgöngu- áætlun, þegar ákveðið var að efla al- menningssamgöngur, segir Hrafn- kell Á. Proppé, svæðisskipulags- stjóri SSH, að hugmyndir um stokka hafi „lengi verið á ratsjánni“. „Þrjár þeirra eru í gildandi sam- gönguáætlun. Það er í raun aðeins einn nýr stokkur. Viðbótin er Sæ- brautin,“ segir Hrafnkell. Spurður um tengsl stokkagerðar og borgarlínu tekur Hrafnkell dæmi af Hamraborginni í Kópavogi. „Einfaldasta dæmið til að lýsa stokk er Hamraborgin. Það má segja að það sé stokkur. Það má ímynda sér hvernig stoppistöðin væri þar ef hraðbrautin væri ekki fyrir neðan Hamraborgina í dag.“ Gera yfirborðið öruggara Spurður hvort stokkar séu því nauðsynlegir til að umferðin gangi nógu greiðlega fyrir borgarlínu segir Hrafnkell að mikilvægi stokka liggi ekki í síst í því að þeir geri yfirborðið hættuminna fyrir gangandi og hjól- andi. „Þá tengja þeir hverfahluta og annað slíkt,“ segir Hrafnkell. Spurður hvort stokkarnir séu því mikilvægur liður í að byggja upp nýtt kerfi almenningssamgangna segir hann stokkana ekki beinlínis hannaða til þess. „Þeir munu hins vegar styðja við kerfið. Stokkarnir hafa verið lengi á teikniborðinu og miklu lengur en borgarlínan. Hug- myndin um stokk í Hafnarfirði er a.m.k. 10-15 ára gömul hönnun.“ Yrði gjörbreyting Spurður hvort hægt væri að út- færa borgarlínu á Miklubraut ef um- ferðin færi ekki niður í stokk segir Hrafnkell vel hægt að gera það. „Það má leita fanga í Helsinki og skoða hvernig menn vinna þar með borgarlínur á stofnæðum inn í borg- ina. Þar er allt á yfirborðinu sem þýðir þá gjörbreytingu á þeim bíla- straumi,“ segir Hrafnkell. Slíkt fyrirkomulag kalli á breytingu á hefðbundinni umferðarstýringu. Fram kemur í framkvæmdaáætl- un með samgöngusáttmálanum að verja eigi 49,6 milljörðum til borg- arlínu á árunum 2019-2033. Á fyrri stigum var rætt um 72-73 milljarða. „Stóra talan er heildarkerfið. Þessir 49,6 milljarðar eru kostnaður- inn við að byggja kílómetrana sem eru undir núna, eða alls 45 kíló- metra. Samtals verður kerfið um 76 kílómetrar,“ segir Hrafnkell. Spurður hvort stefnt sé að því að ljúka uppbyggingu kerfisins fyrir miðja öldina segir Hrafnkell að „eins og svæðisskipulagið er sett upp sé stefnan að það gerist fyrir 2040“. Því þurfi að ljúka síðari áfanga 2033- 2040 „eigi markmið svæðisskipu- lagssins að ganga upp“. Eykur kostnaðinn í 150 milljarða  Síðari hluti borgarlínu kostar um 24 milljarða  Áformað er að byggja hann upp á árunum 2033-2044  Hann er ekki á framkvæmdaáætlun nýs samgöngusáttmála  Stokkur á Sæbraut var vanáætlaður Stokkar Ár Borgarlína Miklabraut Hafnarfjarðarvegur Sæbraut* Alls 2019 600 2020 1.000 2021 6.400 2022 6.400 1.100 10.000 2023 4.800 4.300 2024 3.100 7.100 2025 2.600 7.100 2026 4.200 2.200 2027 2.600 2028 2.600 1.100 2029 3.700 3.200 2030 3.700 3.300 2031 3.200 2032 2.600 2033 2.100 Alls 2019-2033 49.600 21.800 7.600 10.000 89.000 2034-2040 23.400 112.400 Kostnaður við borgarlínu og stokka *Dreifing kostnaðar ótímasett. Heimild: Samgöngusáttmálinn – framkvæmdaáætlun/Reykjavíkurborg/SSH. Milljónir kr. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdaáætlun nýs sam- göngusáttamála tekur ekki til upp- byggingar á síðari hluta borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Síðari hlutinn kostar a.m.k. um 24 milljarða króna. Fram kom í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) til fjárlaganefndar Alþingis í apríl 2017 að kostnaður við borgar- línu yrði allt að 73 milljarðar. Í framkvæmdaáætlun nýs sam- göngusáttmála er hins vegar gert ráð fyrir 49,6 milljörðum til upp- byggingar borgarlínu 2019-2033. Eyjólfur Árni Rafnsson, sem stýrði undirbúningi borgarlínunnar hjá SSH, segir hafa verið áætlað að kostnaðurinn við allt verkefnið yrði rúmir 70 milljarðar. Ekki sé tekið til alls verkefnisins í framkvæmda- áætlun samgöngusáttmálans. Komu inn á síðari stigum Eyjólfur Rafn sagði aðspurður að stokkalausnir hefðu komið inn á síðari stigum þegar hugmyndin um borgarlínu var skoðuð nánar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að kostnaður við stokk á Sæbraut yrði um 10 milljarðar en í áætluninni Varðberg stendur fyrir hádegis- verðarfundi á morgun þar sem dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins (Forsvars- akademiet), lýsir stefnu danskra stjórnvalda á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallar hann um málefni sem snertir öryggi Grænlands og Íslands sérstaklega en einnig NATO-þjóðanna í heild. Fundurinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og stendur frá kl. 12-13. Erindið er flutt á ensku. Rasmus Dahl- berg er rithöf- undur og sagn- fræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á stórslysum eins og þegar danska skipið Hans Hed- toft fórst með 95 manns í jómfrúarferð sinni undan suðvesturströnd Grænlands 30. janúar 1959. Ekkert fannst af skip- inu nema einn björgunarhringur við Ísland níu mánuðum seinna. Hann stundar nú rannsóknar- og fræðistörf við Forsvars- akademiet í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann starfað með Land- helgisgæslu Íslands, að því er seg- ir í tilkynningu Varðbergs um fundinn. Stefna danskra stjórnvalda á norðurslóðum kynnt á fundi Rasmus Dahlberg Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.