Morgunblaðið - 02.10.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.10.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Þegar rennt er yfir rúmlega aldarlanga sögu skipu- lagðs slysa- varna- og björgunar- starfs á Íslandi má finna ýmsar vörður sem rétt er að staldra við. Ein þeirra er stofnun Slysavarnafélags- ins Landsbjargar fyrir 20 ár- um við sameiningu Lands- bjargar og Slysavarnafélags Íslands, 2. október árið 1999. Þessi sameining markaði mikil tímamót því upp frá þeim hafa aðeins ein samtök sjálf- boðaliða komið að skipulagi og framkvæmd leitar og björg- unar á landinu og í kringum það. Hvar stendur félagið í dag? „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hver er hann?“ er setning Adolfs Inga íþrótta- fréttaritara frá árinu 2010 sem síðan er orðin að orðatiltæki í íslenskri tungu. Þessi orð voru sögð í hita leiks en innihalda þó þær þrjár lykilspurningar sem samtök eins og Slysa- varnafélagið Landsbjörg þurfa reglulega að spyrja sig. Hvaðan við komum er spurning sem ekki er hægt að svara í lítilli blaðagrein enda hefur henni áður verið svarað skilmerkilega. En hver erum við? Félagið hefur náð miklum árangri síðustu áratugina í að efla björgunar- og slysavarna- starf í landinu og leggur sí- aukna áherslu á aukið samspil þessara tveggja þátta sem í fljótu bragði kunna að sýnast ólíkir en eru í raun órjúf- anlegir. Unglingastarf félags- ins er einnig í miklum blóma og hefur félagið haft upp- byggileg áhrif á gríðarlegan fjölda ungra einstaklinga í gegnum tíðina með því starfi. Rekstur Slysavarnaskóla sjó- manna er einnig stór þáttur í starfi félagsins og ein af skrautfjöðrum þess. Samvinna félagsins við aðra viðbragðs- aðila á landinu fer einnig vax- andi samhliða auknu og gagn- kvæmu trausti og skilningi. Hvert stefnir félagið? Slysavarnafélagið Lands- björg byggir á félagslega mjög sterkum grunni. Aðildarfélög þess eru rúmlega 90 björg- unarsveitir og hátt í 40 slysa- varnadeildir um allt land. Stefna þess er ekki ákveðin af stjórn félagsins hverju sinni heldur af aðildareiningum þess sem koma reglulega sam- an til að skilgreina starfið og verkefnin framundan. Þau verkefni hafa bæði vaxið að umfangi og fjölda í takt við fjölgun erlendra ferðamanna sem og aukna útivist Íslend- inga síðustu ár bæði hvað varðar björgunarstörf og slysavarnir. Annað verkefni sem fram- undan er tengist björgunar- skipaflota félagsins. Þörfin fyrir endurnýjun þeirra eykst með hverju ári og nú stefnir félagið að endurnýjun þeirra á næstu árum. Ef áætlanir ganga eftir verður um að ræða stærsta fjárfestingarverkefni í sögu félagsins og því verður ekki hrundið í framkvæmd án mikils stuðnings ríkisins sem og annarra aðila. Fjárhagslegt öryggi félags- ins er og verður alltaf stór hluti af stefnu þess. Ríkið leggur félaginu til ákveðið fjármagn á ári hverju til ýmissa samnings- bundinna verk- efna og þó svo að félagið sé þakk- látt fyrir þann stuðning hrökkva þær upphæðir skammt til rekstrar þess og aðildareining- anna. Það er ekki hægt að velta því fyrir sér hvert félagið stefnir án þess að nefna tengsl þess við samfélagið. Helstu fjáraflanir félagsins og ein- inga þess byggjast á velvild fólks í okkar garð og við ger- um okkur fulla grein fyrir því að sú velvild er því háð að við stöndum undir merkjum okk- ar. Nokkrar blikur eru þó á lofti er kemur að rótgrónum fjáröflunum félagsins og með- al annars á sú langstærsta þeirra undir högg að sækja þessi misserin. Innflutningur og sala flugelda er háð sífjölg- andi innlendum og evrópskum reglugerðum og hefur félagið ávallt fylgt þeim í einu og öllu. Félagið hefur einnig oft á tíð- um haft frumkvæði að ýmsum aðgerðum til að minnka um- hverfisáhrif af þeirri rótgrónu hefð okkar að kveðja árið með flugeldum og mun halda þeirri vinnu áfram. Félagið gerir sér fulla grein fyrir því að flugeldanotkun á gamlársdag veldur mengun sem þó minnkar ár frá ári. Stærstu tækifæri til þess að draga enn meir úr mengun á þessum degi ársins liggja hinsvegar sennilega á öðrum sviðum og mætti horfa til bæði fjölda og staðsetninga ára- mótabrenna í því samhengi. Svo skulum við ekki gleyma þeim þáttum í umhverfi okkar sem menga líka alla hina daga ársins. Stefna félagsins er fyrst og fremst sú að standa undir merkjum og hafa fjárhagslega burði til þess að slysavarna- og björgunarstarf geti áfram þrifist í landinu með hag al- mennings að leiðarljósi. Því má segja að félagið og þjóðin séu hvort öðru háð og geti ekki hvort án annars verið. Mér þykir það góð tilfinning. Að lokum langar mig að óska félagsfólki Slysavarna- félagsins Landsbjargar til hamingju með 20 ára afmæli félagsins í þeirri mynd sem við þekkjum það sem og að þakka þjóðinni fyrir ómetanlegan stuðning við starf okkar í gegnum tíðina. Vinnuveit- endur sjálfboðaliða okkar fá einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra magnaða framlag að hleypa björgunarsveitafólki okkar síendurtekið úr vinnu til að sinna útköllum. Eftir Þór Þorsteinsson » Stefna félagsins er fyrst og fremst sú að standa undir merkjum og hafa fjárhagslega burði til þess að slysavarna- og björgunarstarf geti áfram þrifist í land- inu með hag al- mennings að leið- arljósi. Þór Þorsteinsson Höfundur er formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Tímamót í sögu félags ✝ GunnlaugurÚlfar Gunn- laugsson fæddist á Siglufirði 5. apríl 1958. Hann lést 22. september 2019 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Þorfinnsson Jóns- son frá Siglufirði, f. 22. okt. 1922, d. 15. okt. 2003, og Þuríður Andr- ésdóttir frá Eyrarbakka, f. 8. mars 1924, d. 6. ágúst 2002. Gunnlaugur átti 12 systkini; Kristrún Þóra, f. 1945, Jón, f. 1946, Andrés, f. 1947, Sverrir, f. 1948, Birna Hafdís, f. 1950, Anna Kristín, f. 1952, Hjördís, f. 1954, Sigurjón, f. 1956, Erla, f. 1959, Þorfinnur, f. 1962, d. 13. maí 1979, Elva, f. 1964, og Ótt- ar, f. 1965. Dóttir Gunnlaugs Úlfars (Úlla) og Hafdísar Þorsteins- dóttur, f. 27. okt. 1959, er Eva Rut, f. 16. ágúst 1980. Unnusti hennar er Þorbjörn Hrannar Sigfússon, f. 1979. Eva Rut á tví- burana Val og Ágústu, f. 23. apríl 2008, með Huga Frey Vals- syni, f. 1975. pípulögnum 5. apríl 1988. Úlli flutti frá Siglufirði 1981. Eftir það bjó hann í Vestmannaeyjum til 1995 þegar hann fluttist til Grindavíkur. Í Vestmannaeyjum vann hann við pípulagnir og var til sjós á Hugin VE 55 var það draumur hans síðustu árin að komast einn túr með nýja Hugin. Úlli var mikill áhugamaður um íþróttir og var mikill Leeds- ari. Hann spilaði fótbolta á Siglufirði, var góður skíðamað- ur, afburða dansari og hafði gaman af snóker. Úlli fór að stunda golf eftir að hann flutti til Grindavíkur og fór árlega í golfferðir erlendis. Í Vestmannaeyjum var Úlli félagi í Kiwanis og starfaði einnig mikið fyrir Íþróttafélag- ið Þór og ÍBV, sérstaklega því sem tengdist Þjóðhátíð. Í Grindavík starfaði hann með Lions og var formaður Lions- klúbbs Grindavíkur þegar hann lést. Úlli stofnaði Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf. með Rúnari Helgasyni í febrúar 2002. Fyrir- tækið hefur síðustu tvö árin fengið viðurkenninguna Fram- úrskarandi fyrirtæki frá Credit- info. Útför Gunnlaugs Úlfars fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 2. október 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Hann verður síð- an jarðsettur í Vestmannaeyjum 4. október klukkan 14. Fyrri eiginkona Úlla er Lilja Rich- ardsdóttir, f. 18. júní 1956. Þeirra börn eru Gunný, f. 5. jan. 1984, og Þor- finnur, f. 10. maí 1986. Gunný á dótt- urina Matthildi Lilju, f. 13. jan. 2017, með Matt- híasi Svanssyni, f. 1983, og Þorfinnur og eiginkona hans, Ágústa Jóna Heiðdal, f. 1981, eiga soninn Mikael Mána, f. 5. júlí 2010. Fyr- ir átti Lilja soninn Tryggva Guðmundsson, f. 1974. Þann 5. apríl 2008 giftist Gunnlaugur Úlfar eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Gísla- dóttur frá Patreksfirði, f. 2. júní 1960. Foreldrar hennar eru Gísli Þórir Victorsson, f. 11. okt. 1934, og Sigurósk Eyland Jóns- dóttir, f. 8. maí 1937. Dóttir Kristínar af fyrra hjónabandi er Sunna Sigurósk Gísladóttir, f. 9. sept. 1986, eiginmaður hennar er Gylfi Gígja Geirsson, f. 1984. Úlli ólst upp á Siglufirði, fór í Iðnskólann þar og lauk sveins- prófi í pípulögnum árið 1982. Hann fékk meistararéttindi í Allt mitt líf elska þig ofur heitt, allt mitt líf andartak hvert og eitt. Elsku Úlli minn, þessar laglínur eru búnar að hljóma í höfði mér frá því á sunnudaginn þegar þú kvaddir þetta líf. Stundin sem við vissum í tvö ár að myndi koma rann upp alltof snemma. Okkur var strax sagt að veikindin væru ólæknandi og ráðlagt að lifa lífinu eins vel og við gætum og við gerð- um það svo sannarlega. Fyrir það vorum við búin að eiga 15 skemmtileg ár saman og biðum spennt eftir því að hætta að vinna, spila golf og njóta elliáranna. Sá draumur er nú á enda. Við kynnt- umst 2002 á þorrablóti. Þú vissir af mér og komst að kíkja á grip- inn. Mér leist nú ekkert sérstak- lega vel á þig í byrjun en þegar þú bauðst mér upp í dans var björn- inn unninn, þú dansaðir svo vel og við tjúttuðum allt kvöldið. Ég flutti til þín til Grindavíkur sum- arið 2003 og við hófum búskap. Ég fór að vinna í Bláa Lóninu og þú varst nýbúinn að stofna fyrirtækið þitt Lagnaþjónustu Suðurnesja. Börnin þín Þorfinnur og Gunný bjuggu hjá okkur og okkur leið vel. Ég dáðist alltaf að því hvað þú áttir marga góða vini, bæði í Grindavík og Eyjum og svo átt- irðu stóran samheldinn systkina- hóp. Þú varst natinn við vini þína og fjölskyldu, vildir allt fyrir alla gera og varst fljótur til ef einhver þurfti á þér að halda. Þú baðst mín í París árið 2005 og við giftum okkur 5. apríl 2008 í Bláa Lóninu. Þú varst fimmtugur sama dag og við buðum 300 manns í veisluna, sem var svo sannarlega veisla ald- arinnar. Þann 23. apríl fæddust svo fyrstu barnabörnin, tvíbur- arnir hennar Evu Rutar þinnar, þau Ágústa og Valur. Mikael Máni kom svo 2010 og Matthildur Lilja 2017. Gullmolarnir þínir sem þú varst svo stoltur af og ég er svo þakklát fyrir að fá að eiga með þér. Ég skal passa þau fyrir þig, Úlli minn, og sjá til þess að þau gleymi ekki afa Úlla. Þú elskaðir Þjóðhátíð, Úlli minn. Ég trúi því að nú séuð þið Victor vinur þinn að skipuleggja Þjóðhátíð á nýjum stað og gerið það með stæl á meðan við börnin þín tjöldum áfram í Herjólfsdal. Við höfum alltaf verið vel virk, þvælst út um allt bæði innanlands og utan. Oft bara við tvö, en stund- um með góðum vinahóp, fjögur pör sem ferðumst saman, borðum góðan mat og förum á tónleika. Nokkrum sinnum höfum við farið til útlanda með systkinum mínum og mökum, Lionsklúbbnum eða öðrum vinum en oftast þó með þeim Dadda og Guðrúnu Mary. Uppáhalds-utanlandsferðin mín var jólagjöfin frá þér árið 2015, ferð til Maastricht í Hollandi á tónleika með Andre Rieu sumarið 2016. Þú vissir að mig langaði á þessa tónleika og fékkst Guðrúnu Mary til að hjálpa þér að panta, þeim leist svo vel á að þau ákváðu að koma með. Þetta var besta gjöf sem nokkur gæti hugsað sér. Ferðin okkar núna síðustu jól með öllum börnunum okkar og þeim hjónum til Flórída var líka ein- stök, ómetanlegur tími með börn- unum okkar. Við ferðumst ekki meira í þessu lífi Úlli minn en ég hlakka til að hitta þig þegar þar að kemur og þá skal nú tjúttað. Lífið var yndislegt með þér, ástin mín. Ég elska þig og sakna þín svo sárt. Þín Kristín (Stína). Elsku pabbi minn, ég á svo erf- itt með að sætta mig við það að þú sért farinn frá okkur. Það að geta ekki leitað til þín eftir ráðum eða spilað golf með þér aftur er erfið tilhugsun. Það er svo margt sem við áttum eftir að gera saman í líf- inu, fara á fótboltaleik við strák- arnir og svo margt annað skemmtilegt. Samband okkar var öðruvísi en kannski flest feðga- sambönd, við tengdumst í gegnum vinnuna til að byrja með þegar ég kem til þín 13 ára gamall til Grindavíkur og fer að aðstoða þig í vinnunni þegar það var frí í skól- anum. Þannig gekk þetta fyrstu árin og áhuginn jókst meira og meira á pípulögnum, og þar spilaði inn í að við gátum eytt tímanum saman þegar ég var hjá þér. Ég ákvað að læra pípulagnir og klára meistarann svo ég gæti tekið við af þér og þú gætir slakað á og not- ið lífsins með Stínu þinni. Það er ekki auðvelt að vinna hjá pabba sínum og auðvitað áttum við okkar erfiðu stundir saman og reyndi vel á samband okkar feðga. Ég held að það sé tilgangur með öllu sem við gerum í lífinu. Af hverju ég ákvað að vinna hjá þér en ekki hjá einhverjum öðrum og þess háttar. Ég myndi ekki breyta neinu um hvernig hlutirnir voru hjá okkur í vinnunni, rifrildin og pirringurinn sem var stundum hjá okkur herti okkur og styrkti sambandið enda vorum við mjög líkir, sumir kalla okkur þrjóska og þvera en ég skil ekki hvernig fólk fékk það út. Síðustu tvö ár hafa verið erfið, reynt vel á okkur en ótrúlega lær- dómsrík. Samband okkar breytt- ist úr vinnusambandi yfir í feðga- samband og sá tími sem við höfum eytt saman er mér svo kær og dýrmætur. Við höfum verið sam- an á hverjum degi síðan ég veit ekki hvenær og þar kemur kost- urinn við að vinna með pabba sín- um því á þessari stundu og þenn- an erfiða tíma sem við göngum í gegnum núna er þetta sem stend- ur upp úr hjá mér að hafa verið með þér allan þennan tíma því ekki eru allir svo heppnir að geta eytt svona miklum tíma með pabba sínum. Mikael er svo heppinn að hafa átt þig sem afa, þú vildir allt fyrir hann gera og hann leit svo upp til þín og hann á eftir að sakna þín ótrúlega mikið. Þið áttuð góðar stundir saman og það eru minn- ingar sem hann mun varðveita það sem eftir er. Hann er svo mik- ill afastrákur og samband ykkar var svo einstakt. Þú hefur alltaf verið fyrirmyndin mín, elsku pabbi, varst alltaf svo duglegur og vildir allt fyrir alla gera og sá eig- inleiki kom þér langt hjá fólki. Ég er svo stoltur af þér, elsku pabbi, og hvað þú ert búinn að gera. Stoltur af því hvernig þú tókst á við veikindin, barst alltaf höfuðið hátt og það hvarflaði ekki að þér að leggjast niður og gefast upp og það var svo aðdáunarvert að fylgj- ast með. Ég er svakalega stoltur af því að vera sonur þinn og ég veit að þú ert stoltur af mér og mun ég halda áfram að gera þig stoltan, sama hvort það er í kringum fjölskyld- una eða í kringum vinnuna þá mun ég halda nafninu þínu á lofti með mikilli virðingu og stolti. Elsku pabbi minn, ég mun sakna þín svo mikið, ég elska þig meira en allt. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þinn sonur, Þorfinnur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Það er óraunverulegt og sárt að hugsa til þess að hann faðir minn sé ekki lengur hjá okkur. Við viss- um að hann væri á leið í sumar- landið en við vorum farin að trúa að við fengjum ein jól í viðbót. En nærveru pabba var óskað annars staðar og eftir sitjum við sorgmædd að ylja okkur við minn- ingarnar. Við höfum gengið saman óhefð- bundna leið í okkar feðginasam- bandi ég og elsku pabbi. Leiðir hans og mömmu skildi snemma og alla mína barnæsku bjuggum við á sitthvorum landshlutanum eða í sitthvoru landinu. Það var ekkert skype eða facetime á þessum tíma, langlínusímtöl um jól og þegar ég átti afmæli. Það var ekki fyrr en ég flyt til Íslands, á sautjánda ári, sem ég kynnist pabba almennilega. Allt í einu búum við í næstu götu hvort við annað og förum að hittast oft- ar, kynnast almennilega. Fyrir það er ég í dag óendanlega þakk- lát því á þessum tíma kynnist ég ekki bara pabba almennilega heldur líka systkinum mínum. Pabbi var einn af þessum mönnum sem kvarta aldrei, vinna vel og öllum líkar við, hann var hrókur alls fagnaðar. Hann var vinmargur og leið best með margt fólk í kringum sig. Sem kannski var ekkert skrýtið þar sem hann ólst upp með 12 systkinum norður á Sigló. Honum þótti alltaf vænt um Sigló, en árin hans í Vest- mannaeyjum gerðu hann að Eyja- peyja. Pabbi elskaði eyjarnar og allt það sem þær hafa upp á að bjóða. Hann var fastagestur á Þjóðhátíð og vildi hvergi annars staðar vera. Ég man þó eftir einni verslunarmannahelgi sem hann fór ekki og við fórum í bíltúr á Flúðir, hann langaði ekkert meira en að bruna á Bakka og fljúga yfir. Ég grínast oft með að ég skipti árunum hjá pabba í fyrir og eftir Stínu. En með okkur systkinunum og börnum okkar er hún Stína okkar ein sú mesta gæfa sem pabba hlotnaðist. Ég man ekki eftir pabba jafn hamingjusömum og eftir að hann kynntist Stínu sinni. Þau voru dugleg að lifa lífinu og pössuðu vel upp á að njóta líka gæðatíma með okkur systkinun- um. Þegar ég eignaðist Val og Ágústu kom í ljós að pabbi var líka frábær afi, skemmtilegur og góð- ur eins og þau minnast hans. Þegar hann greindist með krabbamein fyrir jólin 2017 sýndi hann mikið æðruleysi og baráttu- þrek. Ég man eftir öllum símtöl- um eftir slæmar niðurstöður þar sem hann og Stína enduðu á að hughreysta mig um að þetta væri gerlegt. Þau ætluðu að hafa betur. Tækluðu verkefnið með æðruleysi sem var aðdáunarvert að fylgjast með. Meðferðin var erfið, hún tók af pabba getuna að geta notið í mat og drykk sem var eitt það besta hann vissi. Við nýttum síðasta árið eins vel og við gátum, héldum jólin saman á Flórída, fórum í leikhús og það sem skipti pabba miklu máli, vor- um öll saman á Þjóðhátíð. Æ elsku pabbi minn, hve sárt ég sakna þín. Við systkinin pöss- um upp á Stínu þína og hvort ann- að. Það verður skrýtið að tjalda án þín, en við munum samt gera það því við vitum að þú verður með okkur, í hjörtum okkar, anda og huga. Þín dóttir, Eva Rut. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Takk fyrir allt, elsku afi okkar, þú varst skemmtilegur og góður afi. Minningarnar okkar lifa í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Valur og Ágústa. Fyrir 40 árum fylgdum við systkinin ungum bróður okkar, Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.