Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) KVIKA -4,95% 9,6 BRIM +10,25% 39,25 S&P 500 NASDAQ -0,80% 7.966,386 -0,63% 2.958,81 +0,13% 7.360,32 FTSE 100 NIKKEI 225 2.4.‘19 2.4.‘191.10.‘19 1.600 80 1.734,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 59,07-0,74% 21.885,24 69,37 40 2.000 1.10.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.889,15 BYGGINGARIÐNAÐUR Afkoma fyrirtækja í bygging- ariðnaði er farin að dragast saman eftir mikinn vöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á rekstrarniðurstöðum þeirra byggingarfyrirtækja sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018. Rekstrarhagnaður þeirra byggingarfyrirtækja sem hafa skilað ársreikningi nam að meðaltali 15 milljónum króna árið 2018 og hefur dregist saman um eina milljón króna frá árinu áður. Hið sama gildir um rekstrarhagnað byggingarfyr- irtækja fyrir fjármagnsliði og af- skriftir sem drógust einnig lítillega saman á milli ára. Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að þróunin sé eft- irtektarverð. „Byggingargeirinn virðist standa nokkuð vel þótt með- alafkoman dragist saman á milli ára. Þetta gæti verið vísbending um að ákveðnum toppi hefði verið náð í rekstri byggingarfyritækja á árinu 2017.“ Hlutfall byggingarfyrirtækja á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2014 til ársins 2018. Creditinfo mun gefa út lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hinn 23. október nk. Sama dag kemur út sér- blað í samstarfi við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekstrarhagnaður nam að meðaltali 15 milljónum króna árið 2018. Afkoma dregst saman „Það lítur út fyrir að það séu líkur á að framboð verði meira en eftirspurn á skuldabréfamörkuðum á komandi misserum. Það er heldur ólíkt því sem hefur sést síðustu ár, þegar eftir- spurn hefur verið meiri en framboð á íslenskum skuldabréfamörkuðum.“ segir Sigurður Örn Karlsson, áhættustjóri Almenna lífeyrsissjóðs- ins. Slík þróun gæti skapað þrýsting á hærri ávöxtunarkröfur. Hann bendir þó á að spár er varða skulda- bréfamarkaðinn séu „mikilli óvissu háðar“. Sigurður Örn segir vísbendingar vera um að bankaútlán til fyrirtækja verði færri á næsta ári en á þessu ári. „Á móti kemur að framboð fyrir- tækjaskuldabréfa verður meira fyrir vikið. Við sjáum til að mynda tölur um að nettó ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja hafi lækkað um einhver 52% á bara fyrstu átta mánuðum þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra.“ Bendir hann á að nettó ný út- lán til fyrirtækja hafa ekki verið minni síðan 2014. Bankarnir halda að sér höndum Margir þættir hafa haft áhrif á þró- un í fjölda útlána til fyrirtækja á árinu, að sögn áhættustjórans. „Það hefur vissulega verið mikil óvissa í upphafi árs, bæði út af ferðaþjónust- unni og kjarasamningunum, sem þá voru óleystir, auk falls WOW á vor- mánuðum.“ Hann bætir við að bank- arnir hafi haldið að sér höndum það sem af er ári meðal annars með aukn- um eiginfjárkröfum. „Þetta eru þeir helstu þættir sem benda til þess að líkur séu á því að skuldabréfum fyrir- tækja fari að fjölga. Ef innlánsstofn- anir eru ekki að veita ný lán þá verður að leita til annarra þjónustuaðila og þá eru kannski stærstu fyrirtækin að fara út á skuldabréfamarkaðinn með útgáfu [eigin bréfa] eða í gegnum ein- hverja skuldabréfasjóði.“ „Við sjáum að Hagar eru í skuldabréfaútboði núna og fasteigna- félögin hafa verið öflug í skuldabréfa- útboðum að undanförnu og hafa ein- mitt staðið að fyrirtækjabréfunum ásamt sveitarfélögunum,“ útskýrir Sigurður Örn. Eykur áhættudreifingu „Að öllu jöfnu ætti þetta að leiða til þess að [ávöxtunar]krafan færi upp. En ég er ekki viss um að það gerist í þessu tilfelli því bankarnir myndu hugsanlega sjálfir vera á kaupenda- hliðinni. Í stað þess að þeir láni beint,“ segir Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir ýmsa kosti fylgja því fyrir bankana að taka þátt sem kaupendur í skuldabréfa- útboðum, meðal annars að bankinn geti hagnast á vaxtamismun án þess að bankinn sé bundinn stærri fjár- magnskostnaði útlána. „Að sumu leyti er þetta jafnvel ákveðin hagræð- ing í bankakerfinu, því það gætu ver- ið sérhæfðar einingar sem myndu sjá um þessi skuldabréf í stað þess að bankarnir sjálfir myndu fara í gegn- um alla þá greiningu sem á sér stað þegar útlán eru annars vegar,“ segir Már og bætir við að það sé „ekkert sjálfgefið að krafan breytist við þetta og að áhrifin verði gífurleg“. „Þetta gæti einnig aukið áhættu- dreifingu í lánasafni bankanna, þeir þurfa ekki að reiða sig á einhverja stóra viðskiptavini í þessum efnum og með stóra stöðu eins og nýleg dæmi – meðal annars í flugrekstri – hafa sýnt að geta verið mikið högg fyrir ein- staka banka,“ útskýrir lektorinn. Hann segir það „ekki ólíklegt“ að stofnaðir verða sérstakir fyrirtækja- skuldabréfasjóðir ef framboð slíkra skuldabréfa vaxi mikið. „Hingað til hafa fyrirtækjaskuldabréfasjóðir oft- ast verið í viðskiptum með skamm- tímaskuldabréf allt niður í víxla. Ég sé nú fyrir mér að það gæti aukið eft- irspurn eftir þessum nýju skulda- bréfum meðal verðbréfasjóða,“ segir Már og bætir við að bæði lífeyris- sjóðir og almenningur gætu séð hag sinn í að setja hluta eigna sinna í slík skuldabréf eða skuldabréfasjóði. Færri útlán gætu þrýst á hærri vexti skuldabréfa Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Útlán innlánsstofnana til fyrirtækja hafa minnkað um 52% á fyrstu átta mán- uðum ársins. Getur það leitt til aukins framboðs skuldabréfa fyrirtækja. Ljósmynd/Samsett Færri útlán banka til fyrirtækja geta valdið auknu framboði skuldabréfa sem getur hækkað ávöxtunarkröfuna. Sigurður Örn Karlsson Már Wolfgang Mixa GJALDÞROT Franska flugfélagið XL Airways tilkynnti á mánudag að félagið hefði stöðvað allt flug félagsins í kjölfar þess að tilraunir til þess að bjarga því fóru út um þúfur um helgina. Í tilkynningu félagsins segir að núver- andi aðstæður á flugmarkaði hafi gert út af við XL Airways. Gjaldþrot fyrirtækisins virðist því óumflýj- anlegt. XL hefur gert út fjórar Air- bus-þotur sem fljúga að mestu til Norður-Ameríku en einnig til Kína. Flugfélagið flutti 730 þúsund far- þega á síðasta ári. XL Airways hætti að selja miða þann 19. september og var tekið til skiptameðferðar en þá þegar var ljóst að félagið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Dómstólar í Frakklandi gáfu fyrir- tækinu frest til síðastliðsins laug- ardags en mál flugfélagsins verður tekið til meðferðar hjá frönskum dómstólum á ný í dag. Forstjóri félagsins, Laurent Magnin, sagði í tilkynningu að félag- ið hefði þurft 35 milljónir evra til þess að lifa af og beindi spjótum sín- um að norska flugfélaginu Norwegi- an. „Við sáum ekki fyrir komu Nor- wegian, með nýju flugvélarnar sínar og lággjaldamódel sitt á meðallöngu og löngu flugleiðunum,“ sagði Magn- in við franska fjölmiðla. Talaði hann einnig um áhrif mótmælahreyfingar gulvestunga en oft hefur komið til átaka á mótmælum þeirra, sem hef- ur að mati Magnin fælt ferðamenn frá því að koma til Frakklands. XL Airways leitaði meðal annars til Air France til þess að bjarga fé- laginu en forstjóri síðarnefnda fé- lagsins sagði við fjölmiðla að Air France hefði engan hag af því að bjarga XL Airways. XL bætist þar með í hóp með Aigle Azur, næst- stærsta flugfélags Frakklands, sem stöðvaði starfsemi sína á föstudag, en Aigle gerði út 11 flugvélar sem flugu að mestu til Alsír. Gjaldþrot blasir við hjá XL Airways AFP XL Airways réð ekki við núverandi aðstæður á flugmarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.