Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Vefsíðu WOW air breytt Hundrað sagt upp hjá Arion banka Icelandair segir upp 87 flugmönnum WOW 2 í loftið um miðjan október Jómfrúin hverfur af Hlemmi… Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Ragnars er nýr vettvangur á netinu sem gerir fagfólki í stílistaheiminum kleift að koma þjónustu sinni á fram- færi. Ellen Ragnars Sverrisdóttir er stofnandi samnefnds fyrirtækis sem sprottið er upp úr Startup Reykja- vík viðskiptahraðlinum en Ragnars setti nýlega upp nýja útgáfu af lausninni á vefsíðunni Ragnars.co, fyrir Lundúnamarkað, fyrsta áfangastað fyrirtækisins, þar sem hægt er að velja um yfir 100 teg- undir af þjónustu Ragnars. Íslend- ingar geta þó nýtt sér þjónustuna í gegnum netið eða þegar þeir heim- sækja London en hægt er að panta tíma með stuttum fyrirvara. Ellen segir starf persónulegra stílista ekki vera nýtt af nálinni en að þjónusta þeirra hafi hingað til ekki verið mjög aðgengileg almenn- ingi „Þetta hefur verið falin þjónusta ætluð efnameiri einstaklingum,“ segir Ellen sem sjálf hefur bak- grunn úr fjármála- og tískugeir- anum. „Í fyrri störfum sem ég sinnti erlendis hef ég verið stöðugt á ferða- lagi en svo kemur sá tími í lífinu þar sem maður eignast barn og hefur engan tíma og dettur í þetta týpíska fjölskyldumynstur. Þá skiptir ótrú- lega miklu máli, sérstaklega í stór- borgarvinnuumhverfi þar sem klæðaburður er oft mjög formlegur, að geta leitað sér aðstoðar.“ Markhópur fyrirtækisins er meðal annars fólk sem vinnur langa vinnu- daga, en á svo í erfiðleikum með það að finna sér föt við hæfi. „Við erum rétt að byrja í London og ætlum að þreifa okkur áfram og fara inn í fyrirtæki og bjóða þjón- ustuna til starfsmanna, sem þó geta einnig bókað sér tíma beint í gegn- um vefsíðuna. Planið er svo að gera þetta að vettvangi fyrir alla helstu stílista, ljósmyndara og þá sem vinna í þessum stílistaheimi en þá um leið förum við inn í hið svokallaða gigghagkerfi (e. gig economy) og verðum bókunarvettvangur fyrir fagfólk í tískugeiranum, sem er gríðarlega vaxandi markaður.“ Ellen Ragnars stofnaði fyrirtækið árið 2017 og fór í Startup Reykjavík. Ragnars í loftið í Lundúnum Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ragnars veitir fólki stíl- istaráðgjöf, þjónustu sem hefur hingað til verið fremur óaðgengileg almenningi. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fjármálaráðherra lýsti því nýver-ið yfir að hann vonaðist til að hægt yrði að hefja söluferli Íslands- banka á næstu vikum. Áhyggjuefni er hins vegar að Alþingi hefur hugs- anlega rýrt virði bankanna með því að stöðva lækkun bankaskatts. Skatturinn dregur úr arðsemi bank- anna og þar með óumflýjanlega úr verðinu sem líklegir fjárfestar eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir þá. Auk þess sem skatturinn dregur verulega úr samkeppnishæfni þeirra, sérstaklega gagnvart lífeyr- issjóðum sem sífellt virðast auka markaðshlutdeild sína. Enda eru þeir undanskildir umræddum skatti. Þá hefur Alþingi með háttsemisinni einnig tryggt að þeir sem eignaminni eru séu áfram útilokaðir frá hagstæðustu lánakjörunum. Líf- eyrissjóðirnir geta, í skjóli undan- þágu sinnar, boðið hagstæðari lána- kjör en bankarnir, en á sama tíma krefjast þeir hærra hlutfalls eigin fjár en bankarnir. Þannig er tekju- lágum og þeim einstaklingum sem hyggja á fyrstu íbúðarkaup stýrt í átt að lántöku hjá bönkunum sem bjóða hærri vexti einmitt vegna bankaskattsins. Ýmsir þingmenn og málsvarar verkalýðsins eru þá fljótir að mótmæla okurvöxtum „bank- anna“ en leggjast gegn lækkun bankaskatts og afnámi hans. Jafn- framt hafa þessir aðilar ekki beitt sér fyrir lækkun eiginfjárkröfu líf- eyrissjóðanna. Þessi leikur Alþingis hefur líklegakostað almenning milljarða, en í hvaða tilgangi? Fyrir 0,5% fylgis- aukningu í næstu könnun? Alþingi rýr- ir söluverðInnan fárra ára munu fáir beravörur út úr verslunum í pokum og síst af öllu þeim sem gerðir eru úr undraefninu plasti. Þótt ótrú- legt megi virðast verður það ekki umhverfisráðherranum geðþekka að þakka eða kenna. Og skiptir þá engu máli þótt hann hafi tryggt að landslög banni blásaklausu fólki að nýta það fyrirbæri í sína þágu. En af hverju ekki? Tækniframfarir hafa orðið þó-nokkrar. Til dæmis hafa bændur fyrir löngu hætt að nota hestaflið beislað í sinni upp- runalegu mynd eins og áður var nauðsynlegt. Nýrri aðferðir og tækni blífa. Að heyja með orfi og ljá heyrir sögunni til og lesa má um þau jarðnyt í Þjóðháttum Jón- asar Jónassonar. Mannaðir afgreiðslukassar íverslunum dagsins í dag eru orf og ljár hins liðna tíma. Hratt og örugglega þoka þeir fyr- ir nýrri tækni, sjálfsafgreiðslunni. Innan fárra ára munu svo net- verslanir taka yfir sjálfs- afgreiðslukassana og enginn mun þurfa að ráfa milli rekkanna þar sem hrísgrjónin og heilsufæðið er geymt á einum stað en súkkulaðið og sælkeramaturinn á öðrum. Enginn með sultardropa á nef- broddi mun þurfa að klöngrast í gegnum kæliskápana í leit að við- biti og mjólkurfernu. Það er óskemmtileg reynsla aðbera vatn í poka milli staða. Slíkt uppátæki telst nærri því jafn heimskulegt og það sem bræð- urnir þrír brugðu á hér um árið þegar þeir bisuðu við að bera dagsbirtuna inn undir húsþak í húfum sínum. Sífellt sjáum við dæmi umstjórnmálamenn sem reyna að hafa vit fyrir fólkinu í landinu, stýra neyslu þess og hegðun. Nú á að gera það með veggjöldum. Sagt er að það sé gert til þess að fjár- magna nýframkvæmdir í sam- göngumannvirkjum. Í besta falli er það hálfsannleikur. Reynsla annarra ríkja er sú að stærstur hluti tekna sem aflað er með þess- um hætti fari í rekstur kerfisins sjálfs! Hætt er við því að þeirra sem hæst láta í baráttunni fyrir upptöku slíks kerfis verði minnst með sama hætti og mannsins með vatnið í pokanum, eða bræðranna sem báru geisla sólar undir hendi – allt í góðri trú. Vatn í poka Bragganum Bistro & Bar í Nauthólsvík hef- ur verið lokað og hafa nýir aðilar tekið við veitingarekstrinum. Aðrir taka við Bragganum 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.