Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Við seljum umhverfisvænan pappír af öllum gerðum, þar á meðal ljósritunarpappír. Bjóðum sérskurð í þær stærðir sem henta. Þér er velkomið að líta við og finna þinn rétta pappír. PAPPÍR Viðbrögð fagfjárfesta komu stjórn- endum WeWork í opna skjöldu. Fyrirtækið var einn af þessum djörfu og óstöðvandi ungu sprotum, og hafði tekist að verða að risastóru veldi á ör- skömmum tíma. Eru ekki nema rétt um níu ár síðan forstjórinn, Adam Neumann, setti fé- lagið á laggirnar en tveimur árum fyrr hafði hann náð góðum árangri með sams konar viðskiptamódeli hjá fyrirtæki sem hann kallaði Green- Desk: Á þessum tíma hafði fjár- málakreppan hrist rækilega upp í hagkerfi Bandaríkjanna og mikið til af lausu skrifstofuhúsnæði. Fólk sem áður hafði verið í föstu starfi og haft sinn skrifstofubás eins og launa- mönnum sæmir var núna orðið verk- takar eða frumkvöðlar og vantaði hæfilega smáa, ódýra og sveigjanlega skrifstofuaðstöðu. Smátt og smátt tókst WeWork að sölsa undir sig æ meira af skrifstofuhúsnæði sem síðan var hægt að búta niður í minni rými og áframleigja til einyrkja og sprota. Hjá WeWork var hægt að komast að fyrir lítið, oft á besta stað í hverri borg, með fallegar innréttingar, hátt til lofts og vítt til veggja. Hjá þeim kostar skrifborð á allra besta stað í New York núna 800 dali á mánuði, og verðið frá rúmlega 1.200 dölum fyrir pláss inni á lokuðum kontór. Þykir það gjafverð á Manhattan þar sem ekki er óalgengt að kosti um og yfir 1.000 dali að leigja einn fermetra af atvinnuhúsnæði. Hraður vöxtur og mikið tap Í dag starfa um 5.000 manns hjá WeWork og leigir fyrirtækið út að- stöðu á 280 stöðum, í 86 borgum og 32 löndum. Í fjármögnunarlotu í janúar var reksturinn metinn á 47 milljarða dala, og það þrátt fyrir svakalegan taprekstur. Tekjur fyrirtækisins tvö- földuðust árið 2018, en það gerði tapið líka, og var 1,9 milljarða dala halli á rekstrinum það árið. Til að setja þá tölu í samhengi jafngildir upphæðin næstum því þriðjungi af heildar- tekjum ríkissjóðs Íslands sama ár, eða að 219.000 dalir færu í súginn hverja einustu klukkustund sólar- hringsins, hvern einasta dag ársins. Þegar átti að skrá félagið í kaup- höll og leyfa fagfjárfestum að taka þátt í ævintýrinu reyndust þeir ekki jafn bjartsýnir og bakhjarlar We- Work til þessa, og þótti sanngjarnt verð vera um þriðjungur þess sem reksturinn var metinn á í ársbyrjun. Tapið væri of mikið, daglegur rekstur of flókinn og óhefðbundinn og Neu- mann of áhrifamikill. Stjörnuhrap Frumútboðið var því sett á ís, og skráningarferlinu formlega aflýst á mánudag, en fyrst var Neumann bol- að úr forstjórastólnum af stærstu hluthöfum fyrirtækisins, með Soft- Bank fremst í flokki. Japanski sjóð- urinn hefur, í samráði við sádi- arabíska sjóðinn Vision Fund, lagt um 10,7 milljarða dala í félagið. Þó Neumann hafi ekki verið mjög sýni- legur í íslenskum fjölmiðlum þá hefur stjarna hans risið hátt vestanhafs enda myndast hann vel, er hár- prúður, nokkuð mælskur og ekki nema 40 ára gamall. Fréttaskýr- endur segja að önnur eins sprota- hetja hafi ekki hrapað svona til jarðar frá því Travis Kalanic var steypt af stóli hjá Uber sumarið 2017. „Þó svo að rekstur okkar hafi aldr- ei verið sterkari, þá hefur sú gagn- rýni sem beinst hefur að mér und- anfarnar vikur orðið að verulegri truflun og hef ég því ákveðið að það þjóni hagsmunum fyrirtækisins best að ég stígi til hliðar,“ sagði í tilkynn- ingu sem Neumann sendi frá sér en uppstokkunin hjá fyrirtækinu fól líka í sér að veikja atkvæðisrétt hans hjá WeWork. Með minni smekk fyrir stórum draumum En málið á sér fleiri hliðar, og gæti ólán WeWork smitað út frá sér. Áhugaleysi fjárfesta gæti verið vís- bending um að markaðurinn sé ekki lengur eins ginnkeyptur fyrir efnileg- um sprotum; að það þyki ekki lengur boðlegt að fara í hlutafjárútboð með félag sem fossblæðir peningum. Ráð- gjafar WeWork höfðu reiknað virði félagsins upp í allt að 96 milljarða dala, en þegar fjárfestar höfðu rýnt í tölurnar þótti þeim 15 milljarðar nær lagi. Svipaða sögu er að segja af öðr- um fyrirtækjum, sem ýmist ollu von- brigðum skömmu eftir skráningu, eða blésu hlutafjárútboð af vegna áhugaleysis fjárfesta. Hlutabréfa- verð Uber og Lyft, sem fóru á mark- að í sumar, er þriðjungi lægra nú en við skráningu. Gleymum heldur ekki að tauga- trekkingur er farinn að segja til sín á mörkuðum um allan heim. Þó Trump hafi verið meira eða minna til friðs undanfarnar vikur þá er tollastríði Bandaríkjanna og Kína fjarri því lok- ið. Kínverjar fögnuðu því í gær að 70 ár eru liðin frá því Mao Zedong lýsti formlega yfir stofnun alþýðulýðveld- isins, en standa frammi fyrir því á þessu stórafmæli að tekið er að hægja á hjólum atvinnulífsins. Allir bíða með öndina í hálsinum vegna Brexit. Svartsýnisfólkið segir eins og í Game of Thrones: veturinn er að koma, og þá er kannski öruggara að veðja á eitthvað annað en ofvaxið sprotafyrirtæki sem rekið er með bullandi tapi. Bætir heldur ekki úr skák að sumum þykir ekki innistæða fyrir þeirri hækkun sem verið hefur á hlutabréfamörkuðum á Vest- urlöndum að undanförnu, og eiga von á að markaðurinn leiðrétti sig hvað úr hverju. Við þannig kring- umstæður er ekki gott að eiga hlut í félagi sem stendur tæpt. Þá benti pistlahöfundur FT á það fyrir tveimur árum að viðskipta- módel WeWorks væri ekki svo ósvip- að Northern Rock og Lehman Brot- hers, sem byggðu á því að hafa aðgang að ódýru lánsfé sem svo mátti lána áfram á hærri vöxtum. We- Works gerir það sama með fast- eignir; gerir tiltölulega hagstæða langtímasamninga og býður síðan viðskiptavinum sínum ögn dýrari skammtímaleigu. Þarf ekki mikið til að raska þessu módeli, ef reksturinn stendur nú þegar tæpt. Stutt kulda- skeið í hagkerfinu gæti valdið því að vinnurými WeWorks yrðu ósköp tómleg. Með litla lyst á taprekstri Ásgeir Ingvarsson skrifar frá München ai@mbl.is Ráðgjafar WeWorks höfðu reiknað það út að þetta aðsópsmikla sprota- fyrirtæki væri 96 milljarða bandaríkjadala virði, en þegar kom að hlutafjár- útboði vildi markaðurinn ekki meta fyrirtækið á nema brot af þeirri tölu. Ljósmynd/AFP Adam Neumann varð sprotastjarna vestanhafs enda tvöfölduðust tekjur WeWork árið 2018, en rekstrartapið var 1,9 milljarðar bandaríkjadalir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.