Morgunblaðið - 18.10.2019, Page 2
String-hillur gera hvert rými fallegra eins og sést hér.
Í búðin hefur sérstöðu að því leyti að hún er á fyrstuhæð og því hægt að labba beint út á stóra verönd. Skipulagið íbúðarinnar er gott en eldhús og stofa
renna saman í eitt eins og er svo móðins og hefur verið
síðasta áratuginn. Árið 2017 var skipt um eldhúsinnrétt-
ingu og varð klassísk hvít innrétting fyrir valinu. Borð-
plöturnar í eldhúsinu eru með viðarkanti sem tengir vel
við parketið á gólfinu.
Stórir gluggar prýða stofuna og eldhúsið sem gerir
íbúðina mjög sjarmerandi.
Hægt er að skoða íbúðina nánar inni á www.mbl.is/
fasteignir
Í íbúðinni eru stórir og
miklir gluggar sem
hleypa birtunni inn.
Fallegt í Fossvogi
Við Hulduland 9 í Fossvogi hefur ungt par búið sér
fallegt heimili. Íbúðin sjálf er 86,5 fm að stærð og
stendur í fjölbýlishúsi sem byggt var 1970.
Marta María | mm@mbl.is
Barnaherbergin verða ekki mikið krúttlegri en
þetta prinsessuherbergi.
Hlýleikinn er við völd í hjónaherberginu.
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Snæ-
fríður Ingadóttir snaeja@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndin er tekin af
Fasteignaljósmyndun.
Í
nýrri Hagsjá Landsbankans var sagt frá því að fasteignamarkaðurinn
væri að glæðast eftir töluverða kyrrstöðu að undanförnu. Nýjar tölur
Þjóðskrár Íslands segja að fasteignaverð hafi hækkað um 0,6% á milli
ágúst og september og verð á fjölbýli hafi hækkað um 0,7% en verð á
sérbýli um 0,3%.
Önnur eins hækkun hafi ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember í
fyrra. Segir hagfræðideild Landsbankans að verðhækkanir síðustu tveggja
mánaða og fjöldi fasteignaviðskipta í september bendi til þess að mark-
aðurinn sé að taka við sér.
Um var að ræða líflegasta septembermánuð á fasteignamarkaði
höfuðborgarsvæðisins frá því árið 2015, en 680 kaupsamningum var
þinglýst.
Fasteignaviðskipti eru snúin því í flestum tilfellum er fólk að höndla með
aleigu sína. Einhvern veginn virðist heldur aldrei vera rétti tíminn til að
kaupa fasteign.
Ef ég ætti að gefa fólki í fasteignaviðskiptum einhver ráð þá væri það að
finna sér traustan og góðan fasteignasala sem getur aðstoðað við allt ferlið.
Ekki bara til að selja þína fasteign heldur líka til að hafa umsjón með kaup-
um á þeirri næstu. Það er mjög dýrt að kaupa og selja fasteignir en kostn-
aðinn má auðvitað réttlæta ef fólk fær góð ráð og góða þjónustu.
Eitt sinn heyrði ég sögu frá fólki sem var búið að finna sína draumaeign.
Þau fóru að skoðuðu íbúðina og leist svona líka vel á en þeim fannst
draumaeignin dýr miðað við fermetrafjölda og sambærilegar íbúðir í hverf-
inu. Ég benti þeim á að tala við góðan fasteignasala því þeir hafa öll gögn
um kaupverð á sambærilegum eignum, hvað hefur selst síðustu vikur og
mánuði og á hvaða verði. Oftast er þetta nefnilega þannig að hverjum og
einum finnst sín eign vera gullmoli og allir vilja græða sem mest.
Þegar fólkið leitaði til fasteignasala og kíkt var á skjöl kom í ljós að íbúðin
var verðmetin um tíu milljónum hærra en sambærilegar eignir í hverfinu.
Það kom líka í ljós að fasteignasalinn sem var með íbúðina á sölu hafði leyft
fólki sjálfu að verðmeta íbúðina.
Að sjálfsögðu á góður fasteignasali að stoppa svona vitleysu af, en oft
hef ég heyrt sambærilegar sögur. Einn góður fasteignasali sem ég þekki
segir að fólk þurfi að vera raunsætt þegar kemur að verðmati fasteigna og
gæta þess vel að verðleggja sig ekki út af markaðnum. Með því að setja of
hátt verð á eignina selst hún mun seinna og oftar en ekki þarf fólk að lækka
sig til að salan nái fram að ganga.
Það skiptir líka máli að eignin falli inn í rétta leitarflokka eins og á fast-
eignavef mbl.is. Flestir sem eru að leita að íbúð vita sirka hver sársauka-
þröskuldurinn er og flestir vilja gera góð kaup.
Fasteignasali er miklu meira en bara einhver stælgæi sem mætir á opið
hús í stífpressuðum fötum og lakkskóm. Góður fasteignasali er meira eins
og sálfræðingur. Hann greiðir kannski ekki úr
hjartansmálum fólks en getur miðlað málum og
talað fólk til. Oftar en ekki skilar það góðum ár-
angri því draumur flestra er að eiga þak yfir höf-
uðið og lifa friðsælu lífi.
Morgunblaðið/Eggert
Að verðleggja sig
út af markaðnum
Marta María
Jónasdóttir