Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
faldlega vegna þess að þeir eru of fagrir til þess að eiga þá
ekki. „Ég á bara eitt par af buxum og hef ekki keypt mér
buxur í ein 15 ár. Ég geng alltaf í kjólum hvort sem er heima, í
vinnunni eða ef ég er á leið í göngutúr.“ Þeir sem hafa fylgst
með Thelmu á samfélagsmiðlum sjá fljótt að henni er umhug-
að um heildarsvipinn og klæðist hún alltaf sokkabuxum og
skóm í stíl við kjól dagsins og handtaska fylgir líka oftast
með. „Þar sem ég geng nánast eingöngu í kjólum þarf ég
ekki hillur undir boli, skyrtur eða buxur og get því nýtt
þær skápahillur undir kjólakassana eða undir skó.“
Litaraðar í skápinn
Thelma bendir líka á að herðatrén í fataskápnum
skipta máli svo plássið nýtist sem best. „Ég nota ein-
göngu gamaldags einföld tréherðatré undir kjólana. Þau eru
nett og ekki eins fyrirferðarmikil og mörg nútímaherðatré,
auk þess sem þau fara betur með fötin til lengdar en vír-
herðatré.“ Herðatrén hefur Thelma keypt notuð, til að mynda
hjá Rauða krossinum, en hún er sérlega hrifin af herðatrjám
sem hefur verið prjónað eða heklað utan um. „Þessi herðatré
hæfa kjólunum líka svo vel.“ Sokkabuxunum er síðan lita-
raðað ofan í kommóðuskúffur, handtöskurnar hafa sína snaga
og eyrnalokkarnir sem toppa oftar en ekki dress dagsins eiga
líka sinn fasta samastað. „Ég er skipulagsfrík og vil helst hafa
litaskipulag á öllu,“ segir Thelma sem þakkar fyrir skilning
eiginmannsins á þessu áhugamáli hennar. „Sem betur fer er
hann skilningsríkur því ég er alveg búin að hertaka fata-
skápinn undir kjólana, hann er bara með lítið horn í skápnum
og er kominn með mikið af sínum fötum inn til annars sonar
okkar.“
IKEA kemur eins og bjargvættur inn í líf Thelmu
með allskonar geymsluaðferðum.
Morgunblaðið/Eggert
Hún á líka gott safn
af eyrnalokkum sem
hressa ennþá meira
upp á heildarútlitið.
Gínan í svefnherberginu
fær að klæðast uppá-
haldskjól Thelmu á hverj-
um degi. Kjólinn keypti
hún í París fyrir fjórum ár-
um og notar hann ein-
göngu við hátíðleg tilefni.
Thelma hefur ein-
stakt lag á því að
koma mörgum hlut-
um fyrir í litlu plássi.
Thelma rúllar þeim
kjólum sem hún not-
ar minna upp í kassa.
Aðra hengir hún í lita-
röð upp á slá. Á þenn-
an hátt næst betri
nýting á skápnum.